Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 32
Undirbúa þarf framtíðarstefnuna vel Seðlabanki Íslands hefur í nokkur ár haft áhuga á að öryggi stórra greiðslna milli banka verði tryggt með sambærilegum hætti og gert er erlendis. Ástæðan fyrir þessu er sú að stóru greiðslurnar eru áhættu- mestar í greiðslukerfum og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir allt bankakerfið ef brestur yrði á þessu sviði. Þegar hefur verið hrundið af stað athugun á því að Seðlabankinn komi upp stór- greiðslukerfi þar sem greiðslur milli lánastofnana yrðu gerðar upp samstundis ef næg heimild væri á reikningi greiðanda. Gert er ráð fyrir að Seðla- bankinn bjóði lánafyrirgreiðslu til að liðka fyrir lausu fé í kerfinu. Slík lánafyrirgreiðsla yrði þó aðeins veitt gegn fullnægjandi tryggingum. Seðlabankinn hyggst afla ítarlegrar þekkingar um þær leiðir sem greiðslumiðlun fer fram um hérlendis. Markmiðið með því er að til séu upplýsingar um öll ferli innan banka sem utan svo að hægt sé að hafa eftirlit með því að leiðir séu tryggar og að hægt verði að grípa í taumana ef ástandið þykir ótryggt. Lítið hefur verið hugað að greiðslumiðlun gagn- vart útlöndum. Í flestum tilvikum byggist hún á lang- tímaviðskiptasamböndum og stöðluðum alþjóðleg- um leiðum en vegna mikilla breytinga í umhverfi banka er ástæða til að huga frekar að þessum þætti. VII. Niðurstöður Ýmsir jákvæðir þættir einkenna íslenskt fjármála- kerfi um þessar mundir. Hagvöxtur er mikill og af- koma atvinnuvega virðist almennt góð þótt hækkun raungengis krónunnar þrengi að sumum greinum. Staða íslenskra fjármálastofnana virðist fremur traust og litlar líkur á skyndilegum breytingum til hins verra í rekstri og afkomu þeirra nema þjóðarbúið verði fyrir óvæntum áföllum. Vanskil á lánum í lána- stofnunum virðast hafa minnkað töluvert. Eignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu en fremur litlar líkur verður að telja á skyndilegri almennri lækkun þess í ár. Lánastofnunum virðist því ekki búin sérstök hætta af breytingum eignaverðs í nánustu framtíð. Auk þess eru veðsetningarmörk íslenskra lánastofn- ana yfirleitt lægri en gerist í ýmsum nágrannaland- anna. Samsetning fjármagnsinnstreymis hefur breyst til batnaðar frá því sem var síðla árs 1998 og framan af ári 1999 að því leyti að hlutur skammtímalána hefur minnkað. Erlend skammtímastaða þjóðarbúsins er því skárri nú en hún var á fyrstu mánuðum síðasta árs þótt hún mætti vera betri. Seðlabanki Íslands á samn- ingsbundinn og fyrirvaralausan aðgang að erlendu lánsfé ef þörf krefur. Íslenskar lánastofnanir hafa átt allgreiðan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum og opinbert lánshæfismat sem íslenskir bankar hafa hlotið í seinni tíð styrkir stöðu þeirra á erlendum mörkuðum. Þá hafa bandarísku matsfyrirtækin Standard & Poor's og Moody's nýlega staðfest fyrra mat sitt á lánshæfi íslenska ríkisins auk þess sem matsfyrirtækið Fitch IBCA gaf íslenska ríkinu láns- hæfiseinkunnina AA- í byrjun árs 2000. Meginveikleiki íslensks fjármálakerfis nú felst í miklum viðskiptahalla, peninga- og útlánaþenslu, lágu eiginfjárhlutfalli margra lánastofnana og að nokkru í viðkvæmri erlendri skammtímastöðu sem þó hefur skánað. Verðbólga hefur vaxið í seinni tíð og raungengi krónunnar hefur hækkað og er nú ná- lægt meðaltali síðustu 20 ára. Seðlabanki Íslands telur að innlánsstofnanir og sumar aðrar lánastofnan- ir hafi farið fullgeyst í að auka útlán í seinni tíð. Þetta endurspeglast í versnandi eiginfjárstöðu. Frá sjónar- hóli fjármálastöðugleika hefðu lánastofnanir átt að efla eiginfjárstöðu sína til þess að verða betur búnar undir að mæta erfiðari tímum. Erfitt kann að reynast að styrkja eiginfjárstöðu lánastofnana við lakari efna- hagsaðstæður og rekstrarskilyrði en nú ríkja. Nokkuð dró úr vexti útlána undir lok síðasta árs þótt hann væri enn hraður. Miklum vexti útlána fylgir sú hætta að ekki sé nægilega hugað að greiðslugetu lánþega og því gætu lánastofnanir orðið fyrir útlánatöpum þegar þrengir að í efnahagslífi. Þessi hætta er þeim mun meiri sem fyrirtæki og heimili eru skuldsettari. Þá felst jafnan áhætta í lántökum í erlendum gjald- eyri hjá þeim sem ekki afla tekna í erlendum gjald- eyri. Viðskiptahallinn felur í sér skuldasöfnun er- lendis og dragi ekki verulega úr honum á komandi misserum getur hann grafið undan trúverðugleika gengisins. Hættan við ríkjandi aðstæður felst í því að núver- andi þróun, ofþensla, mikill viðskiptahalli, verðbólga og hækkandi raungengi, leiði til vaxandi erfiðleika í efnahagsmálum og auki líkur á gjaldeyriskreppu. Áföll í ytra umhverfi hagkerfisins gætu haft hlið- stæðar afleiðingar. Hæfni fjármálakerfisins til þess að takast á við skyndilegar breytingar yrði meiri ef betra jafnvægi ríkti í viðskiptum þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Auk þess að draga úr verðbólgu ætti stjórn efnahags- mála því öðru fremur að beinast að því að draga úr viðskiptahallanum. PENINGAMÁL 2000/1 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.