Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 21
getur bent til aukinnar áhættu, t.d. ef ástæðan eru vaxandi útlánatöp. Í því sambandi þarf sérstaklega að gæta að hlutdeild tekna af dótturfyrirtækjum, en hátt hlutfall slíkra tekna getur verið áhættu- merki. Hvað gengi hlutabréfa áhrærir þarf að hafa í huga að ekki er víst að það endurspegli fyllilega mat markaðsaðila á undirliggjandi áhættu ef sú skoðun er ríkjandi að hið opinbera muni hlaupa undir bagga með fjármálastofnunum í vanda. Aðrar vísbendingar af þessum toga sem gefið geta til kynna áhættu í rekstri fjármálastofnana eru t.d. mikill munur á vöxtum á millibankamarkaði eftir því hvaða stofnanir eiga í hlut, veruleg frávik ávöxtunar í til- boðum einstakrar stofnunar eða hóps stofnana frá öðrum tilboðum á markaði, hlutfall innlána af M2, hlutfall lána af heildarinnlánum, líftími skuldbind- inga í bankakerfinu og hlutfall útistandandi lána til fyrirtækja í taprekstri. III. Þjóðhagslegt umhverfi um þessar mundir Ástand efnahags- og peningamála um þessar mundir einkennist annars vegar af öflugum hagvexti sem staðið hefur í nokkur ár, mikilli kaupmáttaraukningu og tiltölulega góðri stöðu atvinnulífs, og hins vegar af sterkum ofþenslueinkennum, eignaverðbólgu, peninga- og útlánaþenslu, miklum viðskiptahalla og verðbólgu sem nýlega hefur vaxið töluvert. Við þess- ar aðstæður er ólíklegt að fjármálastofnanir lendi í erfiðleikum í náinni framtíð, enda er fjárhagsstaða fyrirtækja enn góð. Hins vegar getur langvarandi ójafnvægi í þjóðarbúinu sem birtist í miklum við- skiptahalla og aukinni verðbólgu leitt til þess að traust á gengi krónunnar þverri og í versta falli valdið gjaldeyriskreppu. Frá sjónarhóli fjármálalegs stöðug- leika er það helsta áhyggjuefnið ásamt því að núver- andi aðstæður stuðli að bankakreppu síðar með því að ýta undir skuldsetningu heimila og fyrirtækja sem ekki stenst þegar slær í bakseglin. Efnahagslegar og peningalegar vísbendingar Hagvöxtur og viðskiptakjör. Hagvöxtur hefur verið verulegur síðustu ár eða á bilinu 5% til 6% árin 1996 til 1999, en áætlað er að hann verði um 3% í ár. Við- skiptakjör þjóðarbúsins bötnuðu umtalsvert á árun- um 1997 og 1998 eða um nærri 7% í vöru- og þjón- ustuviðskiptum. Síðan hafa þau á heildina litið lítið breyst. Þótt hægja muni á tekjuaukningu þjóðarbús- ins í ár hefur enginn tekjubrestur orðið enn og er vart fyrirsjáanlegur í nánustu framtíð. Yrði slíkur brestur myndu líkurnar á röskun fjármálastöðugleika vaxa þar sem fjárhagsstaða fyrirtækja og heimila myndi versna. Viðskiptahalli. Samkvæmt spám verður við- skiptahalli meiri en 5% af landsframleiðslu á þessu ári þriðja árið í röð. Þetta hefur ekki gerst undanfarna fjóra áratugi og hallinn nú er meiri og langvinnari en áður á tímum vaxandi útflutningstekna. Mikill og langvarandi viðskiptahalli er sérstaklega áhyggjuefni í ljósi þess hve hlutfall fjárfestingar af landsfram- leiðslu er lágt. Byrði mikils hallarekstrar verður því þyngri sem skuldsetning þjóðarbúsins er meiri og al- þjóðlegir raunvextir eru hærri. Viðskiptahallinn er því áhyggjuefni frá sjónarmiði fjármálastöðugleika. Hann eykur skuldsetningu þjóðarbúsins og gerir það þannig viðkvæmara fyrir áföllum og getur til lengdar grafið undan trausti á gengi krónunnar. Samsetning fjármagnsinnstreymis. Viðskiptahalla verður að fjármagna með innstreymi fjár. Þörfin fyrir fjármagnsinnstreymi síðustu ár hefur verið meiri en ella vegna mikillar fjárfestingar lífeyrissjóðanna er- lendis. F jármagnsinnstreymið undanfarin ár hefur að langmestu leyti verið í formi langtímalána. Eftir því sem viðskiptahallinn jókst 1998 og 1999 jókst notk- un erlendra lána og var 61 ma.kr. nettó árið 1998 og 83 ma.kr. nettó fyrstu níu mánuði ársins 1999. Sam- kvæmt greiðslujafnaðaruppgjöri var nokkurt inn- streymi skammtímafjár í heild frá 1996 og fram á árið 1999. Þegar leið á árið 1999 breyttist samsetning erlendu lánanna með lengingu lána og minnkandi vægi skammtímalána. Útstreymi skammtímafjár- magns á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs var einkum fólgið í innstæðusöfnun innlánsstofnana og annarra lánastofnana erlendis, en á síðasta ársfjórð- ungi 1999 gekk nokkuð á þessar innstæður. Raungengi. Raungengi á mælikvarða launa á framleidda einingu hækkaði um 6,5% frá fjórða árs- fjórðungi 1998 til jafnlengdar 1999 og hafði þá hækkað um rúm 13% frá sögulegu lágmarki 1994. Raungengi á þennan mælikvarða er enn undir meðal- tali níunda áratugarins og töluvert lægra en það varð á síðasta ofþenslutímabili. Hins vegar þarf að fara aftur á áttunda áratuginn til að finna ár þar sem svo hátt raungengi hefur farið saman við jákvæðan við- skiptajöfnuð. Frá þeim tíma hafa orðið eðlisbreyting- ar á hagkerfinu sem ætla má að hafi lækkað jafnvæg- israungengi. Góð staða atvinnulífs og hátt atvinnu- 20 PENINGAMÁL 2000/1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.