Peningamál - 01.02.2000, Síða 39

Peningamál - 01.02.2000, Síða 39
bókstaflegri merkingu. Fjórar ástæður eru fyrir því að ekki er talið heppilegt að halda verðlagi algerlega stöðugu. Í fyrsta lagi eru í VNV ofmetnar raun- verulegar verðlagshækkanir. Ástæðurnar eru þær að fastar vogir vísitölunnar vanmeta staðkvæmdaráhrif verðbreytinga og vísitalan vanmetur kerfisbundið áhrif gæðabreytinga. Rannsóknir gefa til kynna að VNV ofmeti árlega verðbólgu sem nemur hálfu til tveimur prósentustigum. Í öðru lagi geta raunlauna- lækkanir aðeins átt sér stað með verðlagshækkunum þar sem erfitt getur verið að ná fram nafnlaunalækk- unum. Mjög lítil eða engin verðbólga getur því dregið úr sveigjanleika vinnumarkaðarins. Í þriðja lagi þarf lítið til að hagkerfið falli í verðhjöðnunar- gryfju þegar verðbólga er lítil sem engin. Þrálát verð- hjöðnun getur valdið fjármálakreppu og almennri efnahagskreppu. Að lokum getur verið erfitt að ná fram raunvaxtalækkun þegar verðbólga er hverfandi þar sem ekki er hægt að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Þetta getur skapað vandamál ef alvarlegur efnahagssamdráttur á sér stað og enn frekar ef hann fer saman við fjármálakreppu. Í flestum tilvikum er því tilgreint verðbólgumark- mið u.þ.b. 2%, nema hjá þeim ríkjum sem hafa verið að vinna sig úr meiri verðbólgu, en í þeim tilvikum hefur verðbólgumarkmiðið verið lækkað í þrepum. Í öllum tilvikum er verðbólgumarkmiðið einnig á ákveðnu bili. Vikmörk verðbólgumarkmiðsins end- urspegla þá staðreynd að seðlabankar hafa ekki full- komna stjórn á verðbólgu. Annar kostur við vikmörk er að þau leyfa ákveðinn sveigjanleika í stjórn pen- ingamála, eins og síðar verður vikið að. Þar að auki setja þau ekki aðeins þak á verðbólgumarkmiðið heldur einnig gólf, sem gefur kost á að bregðast bæði við neikvæðum og jákvæðum skellum í heildareftir- spurn (sjá Bernanke og Mishkin, 1997). Sum lönd, eins og t.d. Nýja-Sjáland, hafa einnig valið að til- greina aðstæður þar sem frávik frá settu marki eru leyfileg sem eykur enn á sveigjanleika stefnunnar. Til slíkra frávika má grípa verði ófyrirséð meiriháttar áföll á framboðshlið hagkerfisins, eins og t.d. alvar- leg viðskiptakjaraáföll eða náttúruhamfarir. Við hvaða tímabil á að miða? Þar sem hvorki er æskilegt né raunhæft að seðlabank- anum takist að halda verðbólgu innan settra marka öllum stundum þarf að tilgreina hversu langan tíma eigi að veita seðlabankanum til að bregðast við fari verðbólgan út fyrir mörkin eða virðist á leið út fyrir þau. Taka þarf tillit til þess hversu langur tími er tal- inn líða frá því að gripið er til aðgerða í peninga- málum þar til að þær fara að hafa áhrif á verðbólgu, þ.e. hversu langur miðlunarferill peningastefnunnar er. Erfitt hefur reynst að meta nákvæmlega þennan tíma en flestar alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að áhrif peningastefnunnar á verðlag í gegnum heild- areftirspurn komi fram með fullum þunga eftir allt að eitt til tvö ár. Bein áhrif peningastefnunnar á verðlag í gegnum gengi koma þó mun fyrr fram. Vegna þessarar óvissu er nauðsynlegt að bregðast við frávikum frá settu verðbólgumarkmiði með sveigjanlegum hætti. Sé seðlabankanum gert að ná verðbólgunni inn fyrir vikmörkin á styttri tíma en hann hefur í raun tök á gæti það leitt til óþarfa sam- dráttar í framleiðslu og aukins atvinnuleysis. Af þessum sökum hafa flest ríki ákveðið að miða við tveggja og allt upp í fjögurra ára tímabil. Hversu mikinn sveigjanleika seðlabankinn getur leyft sér ræðst að verulegu leyti af því trausti sem hann nýtur. Njóti bankinn trausts getur hann leyft sér töluvert svigrúm án þess að markmiðið um verðstöðugleika missi tiltrú. Sé svo ekki er hætta á því að almenn- ingur taki að efast um að verðstöðugleiki sé í raun meginmarkmið peningastefnunnar. Gagnsæi stefnunnar og reikningsskil seðlabankans Þeirri skoðun hefur mjög vaxið fylgi á meðal hag- fræðinga og seðlabankamanna að gagnsæi peninga- stefnunnar sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til við stjórn peningamála. Gagnsæi er forsenda þess að almenningur og stjórnvöld geti metið aðgerðir og árangur seðlabankans sem dregur úr óvissu í ákvörð- unartöku einstaklinga og fyrirtækja. Gagnsæ peningastefna veitir seðlabönkum aðhald og gerir þeim erfiðara að víkja frá settum markmiðum þar sem slík hegðun hefði skjótari og alvarlegri áhrif á trúverðugleika hans en ella. Því eykur gagnsæi peningastefnunnar líkurnar á því að seðlabankinn verði látinn standa reikningsskil gerða sinna, sem aftur eykur líkurnar á vel heppnaðri stjórn peninga- mála. Aukið gagnsæi peningastefnunnar og áhersla á að seðlabankinn standi reikningsskil aðgerða sinna opinberlega eru lykilatriði í framkvæmd formlegs verðbólgumarkmiðs. Dæmi eru um að fundargerðir stefnumótunarnefnda seðlabanka séu gerðar opinber- 38 PENINGAMÁL 2000/1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.