Peningamál - 01.02.2000, Side 5

Peningamál - 01.02.2000, Side 5
og umskiptum á innlendum matvörumarkaði, t.d. samruna fyrirtækja sem kann að hafa dregið úr verð- samkeppni og leitt til hærri álagningar. Þótt verð á þjónustu hafi hækkað lítið eitt minna en vísitalan í heild á sú hækkun verulegan þátt í því að verðbólga mælist meiri á Íslandi en í nálægum löndum. Þjónustuliðirnir vega samtals rúmlega þriðj- ung í vísitölu neysluverðs og um þriðjung vísitölu- hækkunarinnar síðustu 12 mánuði má rekja til hækk- unar þeirra. Á síðasta ári hækkaði opinber þjónusta töluvert minna en önnur þjónusta, en í janúar minnk- aði bilið þegar opinber þjónusta hækkaði um 3½%. Síðustu tólf mánuði hefur þjónusta hins opinbera og einkaaðila hækkað álíka mikið eða um 5,3% og 5,5%. Takist hóflegir kjarasamningar eru horfur á hjöðnun verðbólgu þegar líða tekur á árið Í janúar birti Seðlabankinn verðbólguspá fyrir árið 2000. Þar er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 5% á milli ára og að hækkunin yfir árið verði 3,8%. Í spánni er gert ráð fyrir að dragi úr verðbólguhraðan- um þegar líða tekur á árið og áhrif verðhækkunar síð- asta árs og væntanlegrar hækkunar launa á fyrri hluta þessa árs taka að dvína. Meginbreytingin frá því í október er að nú er spáð 0,9% meiri meðalhækkun verðlags, sem stafar af hækkun vísitölu neysluverðs í lok síðasta árs. Spá um hækkun yfir árið 2000 er hins vegar lítið breytt frá því í október og gætir þar áhrifa gengishækkunar krónunnar. Í janúarspánni var gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis héldi áfram að hækka nokkuð umfram almennt verðlag. Ennfremur var gengið út frá þeirri forsendu að laun hækkuðu um 6½% yfir árið. Sú tala felur í sér launahækkanir sem urðu hjá sumum hópum í upphafi ársins, launahækk- anir sem kynni að verða samið um í komandi kjara- samningum og áætlað launaskrið. Áhugavert er að bera verðbólguspá bankans sam- an við verðbólguvæntingar markaðsaðila. Verð- bólguálag ríkisskuldabréfa sem hafa líftíma fram í október á þessu ári er 5,6% og álag á bréfum sem eiga þrjú ár eftir af líftíma sínum er 4,8%. Minnkandi verðbólguálag eftir því sem líftími bréfanna lengist bendir til þess að fjárfestar geri ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að hjaðna á líftíma bréfanna. Spár annarra en Seðlabankans eru á mjög svipuðu róli og spá hans um hækkun milli ára. Meiru munar á spám um hækk- un yfir árið, en þar spá t.d. Íslandsbanki og fréttabréf- ið Gjaldeyrismál heldur minni verðbólgu en Seðla- bankinn, eða rúmlega 3%, en FBA heldur meiri eða rúmlega 4%. Hóflegri launahækkun gæti skilað minni verðbólgu og álíka miklum kaupmætti Útkoma kjaraviðræðna mun ráða miklu um verðlags- þróun á árinu, bæði vegna beinna áhrifa launahækk- ana á verðlag og vegna þess að hækki laun meira en vænst er gæti myndast þrýstingur til lækkunar á gengi krónunnar. Einnig er hætta á að væntingar um mikla verðbólgu festist í sessi. Verði launaþróun önnur en gengið er út frá í spá Seðlabankans mun það hafa áhrif á verðlagsþróun. Hækki launakostnaður t.d. um 9% yfir árið yrði verðbólga á milli ára u.þ.b. 6% og rúmlega 5% yfir árið. Leiði óhófleg hækkun launa til gengislækkunar krónunnar um t.d. 4% yrði verðbólgan rúmlega 6½%. Hækki laun hins vegar minna en gengið var út frá í spánni, og það hefði í för með sér hækkun á gengi krónunnar, verður verðbólga minni en Seðlabankinn spáði í janúar. Hækki laun t.d. um 5% yfir árið og krónan styrkist á fyrstu mán- uðum ársins má gera ráð fyrir að verðlag hækki um 4% milli ára og 2½% yfir árið. Þessi niðurstaða myndi þegar á fyrsta ári skila litlu minni kaupmáttar- auka en felst í spá Seðlabankans, en styrkja undir- stöður þjóðarbúskaparins og bættra lífskjara til fram- tíðar. 4 PENINGAMÁL 2000/1 Tafla II Matvara og drykkjarvara 12 m. %-br. á seinni hluta árs 1999 Júlí Sept. Nóv. Des. Ísland, mat- og drykkjarvara..... 2,1 5,3 6,5 6,8 Ísland, innflutt matvara............. -1,3 6,6 8,2 9,2 Ísland, innl. matvara án búvöru og grænmetis ................ 3,8 5,6 9,7 9,2 Danmörk ................................... -0,5 0,2 0,7 1,8 Noregur ..................................... 2,2 1,5 1,4 1,5 Svíþjóð ...................................... -0,2 1,1 1,1 0,9 Finnland .................................... -0,6 -1,4 -0,5 -0,2 Bretland..................................... -0,1 -1,3 -1,0 -1,7 Þýskaland .................................. -1,7 -1,9 -1,9 -1,8 Frakkland .................................. -0,8 -0,9 0,6 0,9 Evrusvæði ................................. -0,6 -0,6 -0,1 0,0 Bandaríkin................................. 2,1 2,2 2,0 2,0 Upplýsingar um þróun matvælaverðs í Evrópu eru byggðar á samræmdri neysluverðsvísitölu (HICP). Heimildir: Datastream og Hagstofa Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.