Peningamál - 01.02.2000, Síða 16

Peningamál - 01.02.2000, Síða 16
PENINGAMÁL 2000/1 15 ávöxtun skuldabréfalána lækkaði um 2,8 prósentu- stig milli áranna 1998 og 1999, var 8% að meðaltali 1999 en 11,8% 1998. Meðalvextir verðtryggðra lána lækkuðu einnig, voru 8,6% að meðaltali 1999 en 8,8% 1998. Vaxtamunur banka og sparisjóða virðist hins vegar hafa aukist þar eð hækkun innlánsvaxta var minni en útlánsvaxta. Mest var hækkun innláns- vaxta svonefndra peningamarkaðsreikninga um tæp 2 prósentustig að jafnaði. Í desember gaf Seðlabankinn út að nýju reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Meginbreyt- ingin er að fallið er frá því að banna verðtryggingu innlána og lengja lágmarkslánstíma verðtryggðra útlána í sjö ár. Þessi ákvörðun var gerð í framhaldi af tillögu nefndar sem viðskiptaráðherra skipaði. Önnur breyting sem gerð var á reglunum var sú að hámark leyfilegs verðtryggingarójafnaðar var hækkað úr 20% í 30% af eigin fé. Deyfð á skuldabréfamarkaði á árinu 1999 ... Ávöxtun verðtryggðra markaðsskuldabréfa hækkaði verulega á síðasta fjórðungi ársins 1999 og í upphafi þessa árs. Hækkunin var mismikil eftir skuldabréfa- flokkum. Ávöxtun helstu flokka spariskírteina og húsbréfa hækkaði yfirleitt um 0,5-0,6 prósentustig. Athygli vekur að ávöxtun spariskírteina og húsbréfa hækkaði nokkuð jafnt og þétt fram að haustmánuðum en tók síðan stökk á síðasta ársfjórðungi. Hækkandi ávöxtun undir lok ársins má rekja til aukins áhuga stofnanafjárfesta, einkum lífeyrissjóða, að leita með fjármagnið á erlenda markaði og til innlendra hluta- bréfakaupa. Eftirspurn eftir innlendum markaðs- skuldabréfum var því lítil á síðasta fjórðungi ársins. Nokkur kippur kom á ný í viðskipti með þau í lok janúar og í byrjun febrúar á þessu ári í kjölfar hækk- unar ávöxtunar. Ávöxtun hefur því lækkað á ný í febrúarmánuði. Aukna eftirspurn má meðal annars rekja til uppkaupaáforma ríkissjóðs á nokkrum flokk- um ríkisverðbréfa. Ávöxtun óverðtryggðra ríkisbréfa hefur einnig hækkað verulega síðustu mánuði. Þar gætir áhrifa aukinnar verðbólgu og verðbólguvæntinga á ávöxt- unarkröfu þessara bréfa. Sem dæmi var ávöxtun lengri flokks ríkisbréfa 10,2% í lok janúar sl. en var í lok október 9,25%. Viðskipti á eftirmarkaði með ríkistryggð mark- aðsbréf minnkuðu á árinu 1999, einkum með spari- skírteini Hlutfallslega minni samdráttur varð á viðskiptum með ríkisbréf en viðskipti með hús- og húsnæðisbréf á eftirmarkaði jukust lítils háttar. Viðskipti með skuldabréf á VÞÍ árin 1998 og 1999 Spariskírteini Ríkisbréf Húsbréf Húsnæðisbréf 0 20 40 60 80 Ma.kr. 1998 1999 Mynd 10 Bankaútlánsvextir og stýrivextir Seðlabankans J F M A M J J Á S O N D J F 6 8 10 12 14 16 18 20 % á ári Stýrivextir Seðlabankans Almenn víxillán Yfirdráttarlán Skuldabréfalán Mynd 8 1999 2000 Dagleg þróun ávöxtunarkröfu á nokkrum markflokkum húsbréfa og spariskírteina frá árslokum 1998 Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Jan.Feb. 3,40 3,90 4,40 4,90 5,40 % RS15-1001/K (Sparisk., gjaldd. 2015) RS05-0410/K (Sparisk., gjaldd. 2005) BH37-1215/H (Húsbr., lokagjaldd. 2037) BH21-0115/H (Húsbr., lokagjaldd. 2021) Mynd 9 1999 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.