Peningamál - 01.02.2000, Page 25

Peningamál - 01.02.2000, Page 25
Iðnaðarfyrirtæki eiga mörg hver undir högg að sækja, sérstaklega á þetta við um þau fyrirtæki sem selja á innlendan markað í samkeppni við erlenda framleið- endur. Hins vegar vegnar þeim framleiðslufyrirtækj- um vel sem eru á sviði hátækni og vöruþróunar og flytja verulegan hluta framleiðslu sinnar út. Skýringa á lakari afkomu almennra iðnfyrirtækja er að leita í hærra gengi íslensku krónunnar, hærri vöxtum á inn- lendum lánum og hækkandi launum. Efnahagur atvinnuveganna hefur batnað verulega síðan á síðasta uppsveiflutímabili í lok níunda ára- tugarins. Þetta sést í töflu hér fyrir ofan. Umskiptin eru sérstaklega mikil í sjávarútvegi, enda hefur eigin- fjárhlutfall hans hækkað verulega og langtímaskuldir í hlutfalli við eigið fé lækkað. Erfiðleikar í sjávar- útvegi áttu mikinn þátt í útlánatöpum bankakerfisins í lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Mikil áföll þurfa að dynja yfir til þess að líkur séu á samsvarandi þróun nú. Atvinnuvegirnir eru reyndar mun betur undir það búnir til að ráða við áföll sjálfir. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja á hlutabréfamarkaði bendir til þokkalega sterkrar stöðu. Það hefur verið um 32% til 34% á síðustu árum. Skuldahlutfall þeirra fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði hefur verið á bilinu 33% til 35% af niðurstöðu efna- hagsreiknings á undanförnum árum. Skuldahlutfall hjá sjávarútvegsfyrirtækjum hefur verið því sem næst óbreytt undanfarin ár, en hækkað nokkuð í iðnaði, einkum miðað við eigið fé. Á heildina litið verður að telja afkomu og efna- hag íslenskra fyrirtækja í tiltölulega góðu horfi um þessar mundir, sérstaklega í íslensku sögulegu sam- hengi. Ekki er líklegt að þessi mynd breytist í grund- vallaratriðum í allra nánustu framtíð nema óvænt áföll verði. Óvíst er þó að afkoma batni nægilega til þess að standa undir væntingum hlutabréfamarkaðar um þessar mundir. Vaxandi verðbólga, launahækka- nir og hækkandi raungengi gætu þrengt að útflutn- ings- og samkeppnisgreinum á næstunni, þótt sjálf- sagt séu enn færi á aukinni hagræðingu. Efnahagur heimila Þrátt fyrir mikla aukningu ráðstöfunartekna hafa skuldir heimila við stofnanir lánakerfisins vaxið hröðum skrefum á undanförnum misserum, enda hefur einkaneysla vaxið mjög hratt. Skuldir heimil- anna hækkuðu um 14% umfram verðlag á 12 mánaða tímabili til september 1999. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig skuldir hafa hækkað í hlutfalli við ráð- stöfunartekjur síðustu tuttugu ár. Talsvert virtist hægja á hækkun skuldahlutfallsins snemma í núver- andi uppsveiflu, að hluta vegna mikillar hækkunar ráðstöfunartekna. Áberandi er að hægt hefur á vexti skuldaliða sem tengjast íbúðakaupum. Á liðnu ári hækkaði skuldahlutfallið hins vegar um 6 prósentu- stig á sama tíma og ráðstöfunartekjur jukust um meira en 5%. Skuldir íslenskra heimila eru nú með því hæsta sem gerist að tiltölu við ráðstöfunartekjur. Í uppsveiflunni 1985 til 1987 hækkuðu skuldir heim- ila minna en ráðstöfunartekjur. Skuldaaukning í upp- sveiflu getur verið áhættusöm ef hagvöxtur er ótraustur. Skuldasöfnun heimilanna árið 1999 fór saman við verulega hækkun á eignaverði og aukningu neyslu umfram ráðstöfunartekjur. Ekki er hlaupið að 24 PENINGAMÁL 2000/1 Skuldir heimila í hlutfalli við ráðstöfunartekjur 1980 - 2000 * Húsnæðisskuldir áætlaðar sem íbúðalán innlánsstofn. og fjárf.lánasj. ásamt 80% lána sjóðfélagalána lífeyrissjóða. 80 82 84 86 88 90 92 94 96 98 99 0 30 60 90 120 150 % 0 5 10 15 20 -5 % Skuldir heimila, % af ráðst.tekjum Hækkun skuldahlutfalls (h. ás) Hækkun vegna húsn.skulda* (h. ás) Mynd 5 Eiginfjárhlutföll og skuldahlutföll fyrirtækja Atv.vegaskýrslur1 VÞÍ-fyrirtæki Eiginfjárhlutfall (%) 1986 1988 1996 1996 1999 2 Sjávarútvegur .................. 12,6 5,0 25,9 32,5 35,1 Iðnaður ............................ 36,6 29,5 39,6 46,8 43,9 Atv.greinar samtals ......... 35,7 28,0 33,2 . 31,9 Langtímaskuldir/NE Sjávarútvegur .................. 0,48 0,50 0,46 0,45 0,46 Iðnaður ............................ 0,26 0,28 0,28 0,23 0,32 Atv.greinar samtals ......... 0,38 0,30 0,34 . 0,33 Langtímaskuldir/EF Sjávarútvegur .................. 3,84 9,52 1,78 1,39 1,30 Iðnaður ............................ 0,70 0,95 0,70 0,49 0,74 Atv.greinar samtals ......... 1,06 1,05 1,02 . 1,04 Skýringar: EF= eigið fé. NE= niðurstöðutala efnahagsreiknings. 1. Atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar. 2. Janúar-júní 1999.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.