Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNl 2008
SUÐURLAND DV
Sjö milljarða króna framkvæmd við Landeyjahöfn í Bakkafjöru hefst í sumar. Áætlað er að Landeyjahöfn
ásamt nýrri Vestmannaeyjaferju verði tekin í notkun síðsumars árið 2010. Ferðatími frá Vestmannaeyjum
til Reykjavíkur styttist um eina og hálfa klukkustund. Siglingatíminn styttist mun meira.
Landeyjahöfn Siglingatíminn milli
lands og Eyja verður aðeins um
hálftími. Aksturinn til Reykjavíkur
lengistefferðinni erheitið þangað.
Kort Hér má sjá staðsetningu Landeyjahafnar, sem stundum er nefnd Bakkafjöruhöfn.
Framkvæmdir við Landeyjahöfn í
Bakkaíjöru heíjast í sumar. Með nýrri
höfn og nýrri ferju styttist ferðatím-
inn frá Vetsmannaeyjum til Reykja-
víkur um eina og hálfa klukkustund,
úr fjórum tímum í tvo og hálfan.
Heildarkostnaður við verkefnið
er áætlaður um 7,6 milljarðar með
kostnaði við uppgræðslu á Land-
eyjasandi. Þar af er reiknað með að
sjálf höfnin með varnargörðum kosti
3,5 milljarða, ný Vestmannaeyja-
ferja um þrjá milljarða og vegagerð í
Landeyjum 650 milljónir. Endanleg-
ar kostnaðartölur liggja þó ekki fyr-
ir. Útboð vegna hafnargerðar verða
opnuð á morgun, fimmtudag, og út-
boð í smíði nýrrar ferju í lok júlí. Sig-
urður Áss Grétarsson, fostöðumaður
hafnasviðs hjá Siglingastofnun, seg-
ir að gengið sé út frá því að sigling-
ar hefjist með nýrri ferju í Landeyja-
höfn síðsumars árið 2010.
öldurnar háar
„Það kemur fýrir að fólki bregð-
ur þegar það kemur þarna niður eftir
vegna þess að þar sem höfnin verð-
ur geta öldur orðið býsna háar," seg-
ir Sigurður. Það sé hins vegar ástæða
„ÞAÐ KEMUR FYRIR AÐ
FÓLKI BREGÐUR ÞEG-
AR ÞAÐ KEMUR ÞARNA
NIÐUR EFTIR VEGNA
ÞESSAÐÞARSEM
HÖFNIN VERÐUR GETA
ÖLDUR ORÐIÐ BÝSNA
HÁAR."
fýrir þessu. „Rétt fyrir utan höfnina
er rif sem veldur þessum öldum, en
þar sem höfnin verður er einmitt
dýpst að rifinu," segir hann.
Hann segir að talsverðar efasemd-
ir hafi verið um verkefnið í fyrstu.
Hins vegar hafi rannsóknir smám
saman leitt í ljós að Bakkafjaran væri
ákjósanlegur kostur fyrir ferjuhöfn.
„Það hafa ekki allir verið á eitt
sáttir um þessa leið en okkur líst
þannig á.að fólk sé sáttara við þessa
lausn núna en þegar fyrst var lagt af
stað íverkefnið," segir Sigurður.
Ný ríkisferja
Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju
hefur þegar verið boðin út á Evrópska
efnahagssvæðinu. Upphaflega var
gengið út frá því að rekstraraðilinn
legði til ferju. „Þegar upp var stað-
ið fengu fjórir að skila inn tilboðum í
rekstur ferjunnar. Okkur barst aðeins
eitt gilt tilboð, frá Vestmannaeyjabæ
og Vinnslustöðinni. Það var ákveðið
að ganga ekki að því tilboði, því við
töldum að hægt væri að gera þetta
með minni kostnaði," segir Sigurður.
Hann segir ástæðurnar fyrir þessu
meðal annars þær að þau lánakjör
sem fyrirtækjum standi til boða í
andránni séu óhagstæð. „Þetta veld-
ur almennri svartsýni í tilboðsgerð
þessa dagana." Ríkið fær hins vegar
betri fjármögnunarkjör og mun því
eiga og reka ferjuna.
Risavaxin framkvæmd
Smíði hafnarinnar, varnargarða,
ferju og vega verður umfangsmikil.
Hlaðnir verða brim- og sjóvarnar-
garðar við sjálfa höfnina, auk þess
sem varnargarðar verða hlaðnir
meðfram Markarfljóti. „Það er gert
til þess að koma í veg fyrir að Mark-
arfljótsósinn leiti vestar og spilli þar
með höfninni," segir Sigurður.
í sjálfa hafnargerðina fara alls um
650 þúsund rúmmetrar af efni. Sex
hundruð þúsund rúmmetrar verða
sóttir í námu á Seljalandsheiði.
Gerð Landeyjahafnar felur í sér
gerð tveggja 700 metra langra hafn-
argarða, 3,9 kílómetra sjóvarnar-
og varnargarða í Bakkafjöru og við
Markarfljót ásamt dýpkun og bygg-
ingu ferjubryggju og allrar aðstöðu á
hafnarbakka.
sigtryggur@dv.is
Þórður & Einar
byggingaverktaki ehf
s. 866 5672 / 861 6342
Bærinn aö Keldum skemmdist í jarðskjálfta árið 2000:
LOKAÐUR í ÁTTA ÁR
Ferðamenn sem leggja leið sína
að Gamla bænum að Keldum í Rang-
árþingi koma að lokuðum dyrum.
Stórt skilti sem blasir við þeim seg-
ir: „Gamli bærinn á Keldum lokaður
í sumar vegna jarðskjálftaskemmda."
En mikill jarðskjálfti reið yfir svæðið
fyrir tveimur vikum.
„Það skemmdist ekkert í þessum
jarðskjálfta," segir Drífa Hjartardóttir,
bóndi á Keldum, er blaðamaður for-
vimaðist um tjón á torfbænum fyrir
hálfum mánuði. „Það eru skemmd-
ir síðan í jarðskjálftanum árið 2000.
Það er ekki búið að gera almenni-
lega við bæinn og koma honum í al-
mennilegt horf þannig að hægt sé að
hafa hann opinn." Drífa segir Gamla
bæinn á Keldum hafa verið lokaðan
meira og minna síðan í skjálftanum
fyrir átta árum en umsjón með bæn-
um er í höndum Þjóðminjasafnsins.
Drífa segir það miður að bærinn skuli
enn vera lokaður því áhugi fyrir hon-
um sé mikill.
„Það eru mjög margir sem koma
hingað og er alltafverið að banka upp
á hjá okkur, fólk vill koma og skoða
bæinn," útskýrir Drífa sem hefur sett
J*röski4lftaskemmd*
The Kaldur M*dieval Fafmhoute
is cíosed this s
dua to e
* Gamalt skilti Þetta er skiltið sem
Iblasir við ferðamönnum sem eiga
leið hjá Gamla bænum á Keldum.
sig í leiðsögumannsstellingar af og til.
„Það er ekki alltaf sem ég hef tíma til
þess," segir Drífa og hlær.