Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Page 29
DV SUÐURLAND MIÐVIKUDAGUR11. JÚNl 2008 29 m an þess að batna mikið, heldur hann áfram. Svo séu þeir sem nái að snúa við blaðinu. „Hérna er kominn sérstak- ur meðferðargangur sem ég veit að hefur hjálpað mörgum. Þetta grundvallast á því að menn ákveði sjálfir að þiggja hjálpina og hafi vilja til þess að bæta sig. Það er ekki hægt að fara neinn meðalveg þegar kemur að neyslunni, annað- hvort eru menn í henni eða ekki. Hins vegar er margt sem breytist þegar maður ákveður að koma sér á þurrt land. Þegar maður sjálfur er í lagi þá eru margir tilbúnir til þess að styðja mann. Þar á meðal er fjölskyldan og það er ómetan- legt." Hittir soninn Þrátt fyrir að vera einbeittur í náminu þá segir Þór að mikilvægt sé að viðhalda barninu í sér. „Mað- ur má náttúrlega ekki tapa sér í tölvuspilum og slíku, en ég verð að leyfa mér eitthvað svoleiðis líka," segir hann. Sonur hans, tíu ára gamall, kem- ur líka reglulega í heimsókn. „Þetta er reyndar enginn staður fyrir svona gutta og hann endist ekkert sérlega lengi inni í svona herbergi. Hins vegar fæ ég dagsleyfl á þrjátíu daga fresti og þá eyðum við feðg- arnir deginum saman." Þór segir að tengslin við fjöl- skylduna hafi verið sér ómetanleg og það sé hlýlegt að vita til þess að fyrir utan veggi fangeisisins sé fólk sem bíði sín með hlýhug og eftir- væntingu. í skjálfta Hvemig skyldi Þór og samföng- um hans hafa orðið við þegar jarð- skjálftinn reið yfir Suðurlandið nú fyrir skemmstu? „Ég var inni í lyft- ingasalnum þegar allt lék allt í einu á reiðiskjálfi. Þetta var fyrst eins og ég væri hreinlega drukkinn, en svo áttaði ég mig á því að þetta væri jarðskjálfti. Það var heppilegt að rétt á meðan skjálftinn reið yfir þá var enginn að nota tækin. Eft- ir skjálftann var okkur snarað út og þar máttum við bíða í nokkra klukkutíma. Ég held að fólk hafi átt von á stórum eftirskjálfta eða ein- hverju slíku." Þór man vel eftir skjáiftunum árið 2000. „Ég sat á Hard Rock Café og bjórinn svona sullaðist upp úr glasinu. Þetta var eitthvað allt ann- að og stærra. Ég hefði aldrei trú- að því að steinsteypa gæti gengið svona í bylgjum." olivalur@dv.is Erfið fjallganga Að eyða tíu ámm af h'finu í fangelsi er staðreynd sem blasir við Þór á hverjum morgni. „Þetta bara kemur með kalda vatninu. Ef ég passa mig á því að halda sjálf- um mér í jafnvægi og hef reglu á hlutunum þá líður tíminn, jafnt og þétt. Þetta eru aðstæður sem mað- ur verður að sætta sig við og taka þeim eins og þær eru," segir Þór. Hann kýs að líkja fangelsisvist- inni við stranga fjallgöngu. „Ég segi ekki að ég sé farinn að sjá fyr- ir endann á þessu. Hins vegar er þetta þannig að nú er ég búinn að afplána meirhluta refsingarinnar. Þetta er eins og að hafa náð toppn- um í erfiðri fjallgöngu og vera byj- aður að ganga niður aftur." Þeir sem reynt hafa vita að gangan nið- ur er í eðli sínu örlítið fljótlegri en ekki síður erfið en gangan upp á topp* í LÖGFRÆÐINA Þór hyggurá nám í lögfræði en ekki er víst hvort honum verður að ósk sinni. Viðskiptafræðin er annar möguleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.