Málfregnir - 01.12.1999, Side 3

Málfregnir - 01.12.1999, Side 3
BJORN BJARNASON S Avarp á málræktarþingi 20. nóvember 1999 Líklega hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið unnið jafnötullega að því að rækta íslenska tungu og nú á tímum. Staða tungunnar er mun sterkari um þessi aldamót en hin síð- ustu. Um það vitnar margþætt bóka-, tíma- rita- og blaðaútgáfa, málræktarstarf og kennsla í skólum, félagsstarf hvers konar, íðorða- starf og starfsemi orðanefnda og Islenskrar málstöðvar. Erlendir sérfræðingar um stöðu tungumála telja íslensku standa vel að vígi í alþjóðlegum samanburði. Ahugi á móðurmálinu er ekki einungis mikill meðal okkar sem hér búum. Hans verður einnig vart meðal íslendinga sem eru búsettir erlendis, einkum þar sem starfsemi Islendingafélaga er í blóma, innan þeirra er víða boðin íslenskukennsla. Hin nýja upp- lýsingatækni ryður sér til rúms á þessu sviði og margir spreyta sig á því að búa til náms- efni í íslensku. íslendingar í útlöndum eru áhugasamir um að þeir og böm þeirra geti þjálfað sig með íslensku námsefni í tölvu- og fjamámi. íslenska er víða kennd við há- skóla erlendis þótt hún eigi sumstaðar undir högg að sækja vegna krafna um spamað. Töluverður áhugi er á því hjá útlendingum að koma hingað og læra íslensku. Er ég viss um að með meira framboði á kennslu megi kalla á enn fleiri nemendur. Islensk tunga hefur ekki síður aðdráttarafl en íslensk nátt- úra þótt tungan sé ekki sett á ferðamanna- markað með sama hætti og náttúran. Á undanfömum árum hefur verið lögð á það aukin áhersla að nemendur, búsettir hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, eigi þess kost að fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli og einnig hefur í auknum mæli verið stutt við fullorðinsfræðslu nýbúa í íslensku, t.d. á vegum farskóla, náms- flokka og á sumamámskeiðum. Nokkrar umræður hafa orðið um málfars- lega stöðu nýbúa og kröfur til þeirra. Eg er ekki þeirrar skoðunar að skylda eigi skóla til að kenna móðurmál nýbúa enda er víða ver- ið að hverfa frá þeirri stefnu erlendis. Hins vegar á að þróa námsefni og kennsluaðferðir til að auðvelda nýbúum að tileinka sér ís- lensku. Er vert að vekja athygli á því að nú hefur í fyrsta skipti verið gerð námskrá í íslenskukennslu fyrir nýbúa, þ.e. nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku og þá nemendur sem hafa íslensku að móðurmáli en hafa dvalist lengi erlendis, og auk þess er sérstök námskrá fyrir táknmáls- og íslensku- kennslu heyrnarlausra nemenda. Dagur íslenskrar tungu hefur náð að fest- ast í sessi sem einn hátíðisdaga þjóðarinnar. Mörg skemmtileg verkefni tengjast nú deg- inum og þeim fjölgar ár frá ári. Sérstök ástæða er til að fagna upplestrarkeppni í grunnskólum. Hún hefur á skömmum tíma skilað mjög góðum árangri til að auka veg og virðingu framsagnar í skólakerfinu. Vil ég þakka þetta góða framtak. Undir merkj- um þess hefur íslenskukennsla í skólum fengið nýja og vinsæla vídd. Þá ber að nefna áherslu á að stýrikerfi tölva verði á íslensku. I undirbúningi er skipulagt átak í tungutækni. Innlend kvik- myndagerð og leikhúslíf blómstrar. Kröfur um sjónvarpsefni á íslensku eru miklar og vaxa í réttu hlutfalli við fjölgun sjónvarps- rása. Aukið framboð á margs konar afþrey- ingarefni hefur ekki dregið úr íslenskri bókaútgáfu, aldrei hafa komið út fleiri nýir titlar á einu ári en 1998. Utgáfa vandaðra fræðirita og handbóka fyrir almenning og þar á meðal böm hefur stóraukist. Með launasjóði fræðarithöfunda, sem tekur til starfa á næsta ári með átta milljóna króna 3

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.