Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 5

Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 5
þjóðmenningu. Þjóðlegir námsþættir eins og móðurmálið, þjóðmenning og saga lands og þjóðar skipa veglegan sess í nýjum nám- skrám. Forsenda þess að þjóðmenning nái að dafna í straumi sífellt sterkari erlendra áhrifa er lifandi samband þjóðar við tungu sína, menningu og sögu. Mörkuð hefur ver- ið skýr stefna í kennslu á þessum sviðum bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Með gildistöku nýrra námskráa er ís- lenskan fest í sessi sem kjamagrein í grunn- skóla ásamt stærðfræði. íslenska verður viðamesta grein grunnskólans og ntun sam- kvæmt nýrri viðmiðunarskrá fá um fimmt- ung alls bundins kennslutíma í grunnskóla. Lætur því nærri að á tíu ára námsferli fari að lágmarki tvö heil ár til íslenskukennslu og kemst tímamagn annarra greina ekki í hálf- kvisti við það nema stærðfræði sem fær um 18 prósent bundins kennslutíma. Þó hafa heyrst raddir um að hér sé of skammt seilst. Alitamál við gerð viðmiðunarstundaskrár og skipun greina í námskjama eru mörg. Kennarar eru talsmenn sinna greina og vilja veg þeirra eðlilega sem mestan. Tími til ráðstöfunar í skólum er takmarkaður. Innan hans er stefnt að því annars vegar að veita nemendum sem besta alhliða grunnmenntun og hins vegar að gefa nemendum sem mest val þegar líður á skólagöngu þeirra. Að lokum er það á ábyrgð menntamálaráðu- neytisins að taka af skarið og leiða álitamál til lykta varðandi meginskipan kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Hefði ráðuneyt- ið ekki tekið þá skyldu alvarlega, heldur hrakist til og frá milli gagnstæðra sjónarmiða um sérhvert atriði, er víst að áform um endur- skoðun aðalnámskráa og umbætur í mennta- málum væru enn á teikniborðinu, fáum til gagns. Inntak náms í háskóla er ákveðið af skólunum sjálfum. Þar eru álitamálin ekki síður mörg þegar takmörkuðum tíma er ráð- stafað. Þegar þessar hliðar skólastarfs eru ræddar verður að hafa í huga að tímamagnið eitt tryggir ekki viðunandi árangur nemenda, heldur skiptir höfuðmáli hvemig sá tími er notaður, eins og dæmin sanna. Góðir áheyrendur! Öllum breytingum fylgir ákveðinn vandi en í þeim felast jafnframt tækifæri. Við eig- um að nýta þessi tækifæri í þágu móður- málsins. Tryggjum því öruggan sess í veröld upplýsingatækninnar. Fylgjum markvisst fram þeirri stefnu að íslenskukennsla gegni þýðingarmiklu hlutverki í öllu skólastarfi. Málræktarþing í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 1999 á að verða okkur öllum hvatning til að styrkja stöðu móðurmálsins í menntun og skólum. Lýk ég máli mínu með því að brýna móðurmálskennara, fræðimenn og alla unnendur íslenskrar tungu til þátt- töku og samstarfs í þessu veigamikla og mikils metna verkefni. 5

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.