Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 10
stofnun. Vísindi geta ekki þrifist nema í akademísku frelsi. Hér áður fyrr fengu rnenn háskólaborgarabréf og ég fékk meira að segja slíkt bréf frá Háskóla Islands. Þetta voru leifar af gömlu kerfi þar sem háskóla- menn nutu einhvers konar friðhelgi til að geta stundað sín fræði. Og enn tala menn um akademískt frelsi og frjálsar rannsóknir. Hið akademíska frelsi felst í því að í rann- sóknastofnunum er ekki hægt að setja mönn- um fyrir á sama hátt og á öðrum vinnu- stöðum. Og spyrja má hvort hið akademíska frelsi tryggi að þeim verkefnum, sem ég hef lýst, verði sinnt. Það er vafamál. Ekki er nein trygging fyrir því að áhugi og forvitni fræði- manna leiði þá til að rannsaka íslensk fræði og miðað við þá alþjóðahyggju, sem ríkir hér í Háskólanum, má það raunar teljast ólíklegt að rannsóknir og kennsla í íslensk- um fræðum muni eflast. Hér má nefna að nemendafjöldi í alntennum greinum heim- spekideildar og erlendum tungumálum hefur stóraukist í hlutfalli við íslensku. Vilja menn að heimspekideild Háskólans haldi áfram á þeirri braut alþjóðahyggju sem hún virðist hafa verið á undanfarin ár? Hér er nauðsynlegt að hyggja að stefnu- mótun til langs tíma, frekar en að treysta á alræði markaðarins eða hið akademíska frelsi. Að svo miklu leyti sem fyrirmælin koma ekki að ofan verða háskólar að móta stefnu sína sjálfir. Hver er þá stefna Háskóla Islands? Stefna Háskóla íslands I skýrslu þróunarnefndar Háskóla Islands frá 1994 stendur (bls. 45): „Háskóli íslands á að vera miðstöð rann- sókna í íslenskum fræðum, máli, bókmennt- um, sögu og samfélagi og það er frumskylda hans að efla þessi fræði eftir föngum, því ekki er tryggt að þau verði stunduð annars staðar. Þess vegna ber að efla þær greinar Háskólans sem þessum málefnum sinna. Með auknum alþjóðasamskiptum eykst þörfin á skilningi á því í hverju sérstaða íslensks þjóðfélags er fólgin, og vilji þjóðin halda sérkennum sínum, tungu og menningu ber að legga aukna rækt við þau fræði sem tengjast séríslenskum málefnum. Við vísindastofnun eins og Háskóla Islands er stór hluti námsefnis á erlendum tungumálum. Þess vegna er mikilvægt að skólinn kappkosti að aðlaga fræðin íslensk- um aðstæðum, m.a. með því að vinna að íðorðasafni í öllum deildum og á sem flest- um fræðasviðunt. Kennslumál Háskólans er íslenska og frá því verður einungis brugðið við sérstakar aðstæður.“ Önnur ályktun, sem hér má vitna til, er ályktun háskólaráðs Háskóla Islands 25. október 1990 um íðorðastarf í Háskóla Islands: „Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmæl- um til allra háskóladeilda að þær vinni skipu- lega að því að til verði íslenskt íðorðasafn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í starfi kennara og sérfræðinga í Háskóla Islands.“ Önnur bókun: „Háskólaráð mælir með eftirfarandi vinnu- tilhögun við íslenskt íðorðastarf á fræða- sviðum háskóladeilda. Markmiðið með slíku starfi er að auðga íslenska tungu að fræðiorðum til þess að unnt verði að ræða og rita um vísindi og tækni á íslensku. 1. Hver háskóladeild skipar starfshóp um skipulagningu íðorðastarfs. 2. Starfshópurinn kynnir sér vinnulag við íðorðagerð, skilgreinir umfang verksins, þ.e. fjölda hugtaka, og gerir tillögu til deildar um skipan orðanefnda sem funda reglulega. 3. Verkefni orðanefnda er að skilgreina og þýða hugtök og að mynda nýyrði. Við ný- yrðasmíði skulu orðanefndir njóta aðstoðar sérfræðinga frá Islenskri málstöð.“ Hvernig eru svo efndirnar? Iðorðastaifið Ekki virðist hafa orðið jafnmikið og til stóð úr íðorðastarfinu sem ályktað var um 1990. Að minnsta kosti veit ég ekki til þess að í 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.