Málfregnir - 01.12.1999, Síða 11

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 11
deildum háskólans starfi orðanefndir sem funda reglulega. Að vísu veit ég að margir kennarar Háskólans tengjast íðorðastarfí í greinum sínum og hafa jafnvel staðið fyrir útgáfu orðasafna. En sú allsherjarvakning, sem kallað var eftir með ályktuninni frá 1990, hefur ekki orðið að veruleika. Hins vegar er það mikilvægt að háskólaráð skuli hafa ályktað sem svo að líta beri „á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í starfi kennara og sérfræðinga í Háskóla Islands". A tímum, þegar vinna manna er vegin og metin, ætti það að auðvelda mönnum að telja það ffam sem eðlilegan hluta af störfum sínum. Kennsla á íslensku En hvað um kennslu á íslensku? Hér er fróð- legt að líta í kennsluskrá Háskólans. íslenska er vissulega aðalkennslumál Háskólans en talsverður fjöldi námskeiða er á ensku og eru þau sérstaklega auðkennd í kennslu- skránni. Og þessum námskeiðum hefur fjölg- að á undanfömum árum. Eg tók saman örlítinn talnabálk um þetta. En rétt er að taka það fram að þessi athugun er yfirborðsleg og ekki tæmandi og kann vel að vera að mér hafí missést um eitthvað. Heimspekideild: Islenskuskor: 2 námskeið (10 einingar) (kennarar erlendir) Almennar bókmenntir: 7 námskeið (22,5 einingar) (kennarar erlendir) Heimspeki: 7 námskeið (12 einingar) (kennarar íslenskir og erlendir) Samtals: 44,5 einingar Til fróðleiks má geta þess að til BA-prófs er krafist 90 eininga. Viðskiptadeild: Viðskiptaskor: 5 námskeið (15 eining- ar) (kennarar íslenskir) Hagfræðiskor: 0 Samtals: 15 einingar Félagsvísindadeild: Bókasafns- og upplýsingafræðiskor: 12 námskeið (38 einingar) (kennarar íslensk- ir og erlendir) Félagsfræðiskor: 0 Mannfræði- og þjóðfræðiskor: 5 nám- skeið (25 einingar) (kennarar íslenskir og erlendir) Samtals: 63 einingar f Mannfræði- og þjóðfræðiskor eru kennarar erlendir nema í tveimur námskeiðum. Fróðlegt er að sjá að annað þessara nám- skeiða ber yfírskriftina „Mannfræði íslend- ingasagna“ og hitt heitir „Galdur og munn- mæli“ og þar hljóðar námskeiðslýsingin svo: „í námskeiðinu verður fjallað um ís- lenskar þjóðsögur og önnur munnmæli sem gengið hafa af galdramönnum og iðju þeirra hér á landi. Fjallað verður um helstu flokka hérlendra galdrasagna, einkenni þeirra og tengsl við norrænar þjóðsögur. Þá verður einnig gerð grein fyrir tengslum íslenskra munnmæla við galdratrú og galdramál 17. aldar. Til grundvallar námskeiðinu liggja íslenskar þjóðsögur - einkum þjóðsagna- safn Jóns Amasonar. Auk þess verður efnið skoðað með hliðsjón af öðrum heimildum um hérlenda galdraiðju á ýmsum tímum, þ. á m. fombókmenntum, alþingisdómum og galdraskræðum.“ En ekki fylgir námskeiðslýsing á ensku þannig að við vitum ekki hvemig þetta hljómar allt saman á þeirri tungu. Svo einkennilega vill til að þær greinar, sem telja mætti að væru alþjóðlegastar, það er verkfræði og raungreinamar, eðlisfræði og efnafræði, virðast ekki leita inn á þessa braut. Eg fann engin námskeið í kennsluskrám þessara deilda og skora sem merktar vom með e-merkinu sem auðkennir slík námskeið. Ekki er ég viss um að það sé vegna þess að þar séu menn verri í ensku en í öðrum deild- um. Kannski er það vegna þess að í mörgum þessum greinum hafa menn lagt það á sig að búa til íðorðasöfn sem er hið þarfasta verk. Víst má telja að þeir sem ráða því að kennsla er á ensku telji sig hafa fyrir því haldgóð rök því að annars væm þeir væntan- lega ekki að þessu. Eitt af því sem nefnt er í því sambandi eru erlendir skiptinemar sem koma hér í stuttan tíma og talið er ógeming- ur að krefjast að læri íslensku. Eg hef heyrt

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.