Málfregnir - 01.12.1999, Page 14

Málfregnir - 01.12.1999, Page 14
við vörpum öllu því þjóðlega, öllu því frum- lega úr fari okkar, ef við geymum eða sköp- um engin verðmæti, sem séu okkar eigin fóstur og engra annarra, þá er eðlilegast og hagkvæmast að við rennum saman við aðra stærri heild“ (Rcetur og vcengir II, bls. 102). Islendingar vilja vafalaust að land þeirra verði miðja fyrir þá og Háskóli Islands og aðrir íslenskir háskólar hljóta að vera veigamikið afl í því að styrkja þá miðju sem hér verður að vera. Háskóla Islands ber að móta sér stefnu í málefnum íslensku og íslenskra fræða. Hið nýja Háskólaþing á að móta þessa stefnu og henni á að framfylgja í samvinnu við stofnanir eins og Orðabók Háskólans, Arnastofnun og Islenska málstöð. I þeirri stefnu verði: • endurteknar heitstrengingamar um íðorða- starf í deildum Háskólans og reynt að standa við þær; • skilgreind almenn markmið um mótun rannsókna og kennslu í íslenskum fræð- um; • mótaðar reglur um kennslumál og kröfur um kunnáttu kennara í íslensku; • nemendur og kennarar hvattir til rann- sókna með sérstökum styrkjum eða umb- un fyrir rannsóknir sem styrkja tunguna; • hugað að skipulagi kennslu og rannsókna í heimspekideild og íslenskuskor; • gerðir samningar við Amastofnun, Orða- bók Háskólans og Islenska málstöð um samstarf til eflingar rannsóknum í íslensk- um fræðum og tungutækni. Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. Menntamálaráðuneytið, 1999. Alyktun háskólaráðs um íðorðastarf í Há- skóla íslands, 25. október 1990. Háskóli Islands. Kennsluskrá háskólaárið 1999-2000. Samningur menntamálaráðuneytis og Há- skóla íslands, 5. október 1999. Skýrsla þróunarnefndar Háskóla Islands, 1994. Þorsteinn Gylfason, Að luigsa á íslenzku, 1996. Þórarinn Bjömsson, Rœtur og vcengir (Hjörtur Pálsson valdi efnið, bjó til prent- unar og sá um útgáfuna), 1992. 14

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.