Málfregnir - 01.12.1999, Síða 15

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 15
GUÐNI OLGEIRSSON Nýjar aðalnámskrár í íslensku í grunn- og framhaldsskólum í menntamálaráðuneytinu verður ársins 1999 væntanlega minnst um ókomna fram- tíð sem árs aðalnámskrár, með sama hætti og aðrir minnast þess sem árs aldraðra eða ársins þegar Islendingar voru næstum búnir að vinna heimsmeistara Frakka í fótbolta. Arið 1999 gaf menntamálaráðuneytið út aðalnámskrá leikskóla í fyrsta skipti, sem leysti uppeldisáætlun leikskóla af hólmi. Ný aðalnámskrá grunnskóla í 12 heftum kom út 1999, þ.e. almennur hluti og 11 greinahefti, þ.m.t. aðalnámskrá í íslensku. Aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir bóknámsbrautir var einnig gefin út á árinu, þ.e. almennur hluti og 9 greinahefti. Einnig er unnið að gerð aðalnámskrár tónlistarskóla og aðalnám- skráa fyrir starfsmenntun á framhaldsskóla- stigi. Elér verður í stuttu máli gerð grein fyrir endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla í íslensku og greint frá helstu áhersluatriðum í námskránum. Víða í þessari grein eru birtir orðréttir kaflar úr aðalnámskránum til að glöggt megi sjá hvaða kröfur eru raunverulega gerðar. Slíkar tilvísanir eru ekki alltaf nákvæmlega til- greindar í hvert sinn. Forvinna við endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla Heildarendurskoðun á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla hófst haustið 1996 með skipan verkefnisstjómar í menntamálaráðu- neytinu, vinnu stefnumótunamefndar og ráðningu faglegra umsjónarmanna fyrir ein- stök námssvið. Sigfús Aðalsteinsson var ráðinn faglegur umsjónarmaður endurskoð- unar námskrár á námssviði móðurmáls og vann hann með sérstökum forvinnuhópi er skilaði skýrslu sumarið 1997: Markmið móðurmálskennslu í grunnskólum ogfram- haldsskólum. í hópnum voru íslenskukenn- arar í grunnskóla og framhaldsskóla og pró- fessorar í íslensku við Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Við skilgreiningu á markmiðum og röksemdafærslu í tengslum við þau tók hópurinn tillit til yfirlýstrar stefnu menntamálaráðuneytisins í mennta- og menningarmálum eins og hún kemur fram í ýmsum skýrslum og álitsgerðum sem komið hafa frá ráðuneytinu eða verið unnar á vegum þess. Þar má t.d. nefna atriði eins og að móðurmálið, þjóðmenning og saga lands og þjóðar eigi að skipa veglegan sess í námskránni, þekkingu á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum, áherslu á tækni- menntun og tölvulæsi, að Islendingar dragist ekki aftur úr öðmm þjóðum í þeim kröfum sem gerðar em til nemenda í skólum, áherslu á lífsleikni, samskipti, tjáningu í öllu skóla- starfi og að kennsluhættir ættu að vera fjöl- breyttir til að koma sem best til móts við þarf- ir nemenda. I forvinnuskýrslunni er mælt með heildstæðri móðurmálskennslu sem sé einnig boðuð í aðalnámskrá frá 1989 og þeim erlendu námskrám sem hópurinn skoðaði. Fullyrt er að slíkt fyrirkomulag geri auknar kröfur til kennara. Til að fylgja þeirri stefnu eftir þurfi kennari að vera vel að sér um bók- menntir, mál, sögu og samfélag. Forvinnu- hópurinn skilaði vel unnu verki sem nýttist vel við námskrárgerðina. Enn betri skóli Þegar forvinnuhópar allra námssviða höfðu skilað skýrslu gaf menntamálaráðuneytið út ritið Enn hetri skóli sem m.a. var sent á öll heimili í landinu og kynnt sérstaklega á fjöl- mörgum fundum víða um land. I þeirri stefnu er lögð áhersla á nokkur veigamikil atriði, m.a. traustan grunn í íslensku og 15

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.