Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 15
GUÐNI OLGEIRSSON Nýjar aðalnámskrár í íslensku í grunn- og framhaldsskólum í menntamálaráðuneytinu verður ársins 1999 væntanlega minnst um ókomna fram- tíð sem árs aðalnámskrár, með sama hætti og aðrir minnast þess sem árs aldraðra eða ársins þegar Islendingar voru næstum búnir að vinna heimsmeistara Frakka í fótbolta. Arið 1999 gaf menntamálaráðuneytið út aðalnámskrá leikskóla í fyrsta skipti, sem leysti uppeldisáætlun leikskóla af hólmi. Ný aðalnámskrá grunnskóla í 12 heftum kom út 1999, þ.e. almennur hluti og 11 greinahefti, þ.m.t. aðalnámskrá í íslensku. Aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir bóknámsbrautir var einnig gefin út á árinu, þ.e. almennur hluti og 9 greinahefti. Einnig er unnið að gerð aðalnámskrár tónlistarskóla og aðalnám- skráa fyrir starfsmenntun á framhaldsskóla- stigi. Elér verður í stuttu máli gerð grein fyrir endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla í íslensku og greint frá helstu áhersluatriðum í námskránum. Víða í þessari grein eru birtir orðréttir kaflar úr aðalnámskránum til að glöggt megi sjá hvaða kröfur eru raunverulega gerðar. Slíkar tilvísanir eru ekki alltaf nákvæmlega til- greindar í hvert sinn. Forvinna við endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla Heildarendurskoðun á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla hófst haustið 1996 með skipan verkefnisstjómar í menntamálaráðu- neytinu, vinnu stefnumótunamefndar og ráðningu faglegra umsjónarmanna fyrir ein- stök námssvið. Sigfús Aðalsteinsson var ráðinn faglegur umsjónarmaður endurskoð- unar námskrár á námssviði móðurmáls og vann hann með sérstökum forvinnuhópi er skilaði skýrslu sumarið 1997: Markmið móðurmálskennslu í grunnskólum ogfram- haldsskólum. í hópnum voru íslenskukenn- arar í grunnskóla og framhaldsskóla og pró- fessorar í íslensku við Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Við skilgreiningu á markmiðum og röksemdafærslu í tengslum við þau tók hópurinn tillit til yfirlýstrar stefnu menntamálaráðuneytisins í mennta- og menningarmálum eins og hún kemur fram í ýmsum skýrslum og álitsgerðum sem komið hafa frá ráðuneytinu eða verið unnar á vegum þess. Þar má t.d. nefna atriði eins og að móðurmálið, þjóðmenning og saga lands og þjóðar eigi að skipa veglegan sess í námskránni, þekkingu á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum, áherslu á tækni- menntun og tölvulæsi, að Islendingar dragist ekki aftur úr öðmm þjóðum í þeim kröfum sem gerðar em til nemenda í skólum, áherslu á lífsleikni, samskipti, tjáningu í öllu skóla- starfi og að kennsluhættir ættu að vera fjöl- breyttir til að koma sem best til móts við þarf- ir nemenda. I forvinnuskýrslunni er mælt með heildstæðri móðurmálskennslu sem sé einnig boðuð í aðalnámskrá frá 1989 og þeim erlendu námskrám sem hópurinn skoðaði. Fullyrt er að slíkt fyrirkomulag geri auknar kröfur til kennara. Til að fylgja þeirri stefnu eftir þurfi kennari að vera vel að sér um bók- menntir, mál, sögu og samfélag. Forvinnu- hópurinn skilaði vel unnu verki sem nýttist vel við námskrárgerðina. Enn betri skóli Þegar forvinnuhópar allra námssviða höfðu skilað skýrslu gaf menntamálaráðuneytið út ritið Enn hetri skóli sem m.a. var sent á öll heimili í landinu og kynnt sérstaklega á fjöl- mörgum fundum víða um land. I þeirri stefnu er lögð áhersla á nokkur veigamikil atriði, m.a. traustan grunn í íslensku og 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.