Málfregnir - 01.12.1999, Page 22

Málfregnir - 01.12.1999, Page 22
• geti gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekið bókmenntaverk hefur á hann • fái ríkuleg tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d. með myndagátum, krossgátum, þrautum, ýmiss konar orða- og málleikjum, ný- yrðasmíð og máli unglinga • skilji hvernig orðum er skipt eftir merk- ingarlegum og formlegum einkennum í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð • skilji útskýringar á ýmsum málfræði- hugtökum sem notuð eru í orðabókum og átti sig á hvaða orðmynd er upp- ilettimynd orðs • þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein og efnisgrein og geti nýtt sér þau í leiðbeiningum um frágang texta, við greinarmerkjasetningu og í umræðu um texta • geti notfært sér þekkingu sína og skiln- ing á orðflokkum og setningafræði til að breyta orðaröð og stíl eða við stíllýs- ingar, t.d. frumlag, andlag og umsögn • kannist við skiptingu orðaforðans í erfðarorð, nýyrði, tökuorð, slettur og slangur í þeim tilgangi að glæða máltil- finningu og auka orðaforða • þekki hugtök á borð við hlutstæður og óhlutstæður, gildishlaðinn og hlutlaus, sértækur og víðtækur og geti beitt þeim við lýsingu á texta eða í umræðu um texta • þekki og geti útskýrt mun orðtaka og málshátta, geti útskýrt frummerkingu og afleidda merkingu þeirra og tengsl við ólfka þjóðfélags- og atvinnuhætti • geti útskýrt hugtökin gott mál og vont, viðeigandi og óviðeigandi, formlegt og óformlegt • öðlist trú á eigin málkunnáttu og mál- hæfni Lokaorð I þessu erindi hef ég einungis stiklað á stóru í nýrri aðalnámskrá fyrir grunn- og fram- haldsskóla í íslensku. Aðalnámskráin tók gildi 1. júní 1999 með þriggja ára aðlögun- artíma. Að undanförnu hefur farið fram víð- tækt kynningarstarf á almennum ákvæðum námskrár meðal kennara, skólastjómenda, skólanefnda og foreldra. Ný aðalnámskrá verður aldrei að vetuleika, hversu vel sem henni er fylgt eftir með kynningum, náms- gagnaútgáfu, endurmenntun kennara, þró- unarverkefnum og öðrum stuðningsaðgerð- um, nema kennarar í skólunt almennt kynni sér námskrána rækilega og útfæri markmið hennar í skólanámskrá, kennsluáætlunum og kennslu. Um leið þurfa kennarar að vekja og viðhalda áhuga nemenda með fjölbreytt- um kennsluaðferðum og verkefnum við hæfi, í nánu samstarfi við foreldra, einkum í grunnskóla. Ég hef trú á að á næstu árum eigum við eftir að sjá mikla grósku í skóla- málum sem vonandi stuðlar að enn betri skóla og enn betri málnotendum. Stuðningsrit Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur liluti. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá framhaldsskóla. Islenska. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá grunnskóla. Menntamálaráðu- neytið, 1989. Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá grunnskóla. Islenska. Mennta- málaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá leikskóla. Menntamálaráðu- neytið, 1999. Enn hetri skóli. Þeirra réttur, okkar skylda. Menntamálaráðuneytið, 1998. Markmið móðurmálskennslu í grunnskólum og framhaldsskólum. Skýrsla foiyinnuhóps á námssviði móðurmáls. Menntamála- ráðuneytið, júní 1997. Starf vinnuhópa. Leiðbeiningar verkefnis- stjórnar endurskoðunar aðalnámskráa til vinnuhópa. Menntamálaráðuneytið, júlí 1998. Uppeldisáœtlun fyrir leikskóla. Menntamála- ráðuneytið, 1993. 22

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.