Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 22
• geti gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekið bókmenntaverk hefur á hann • fái ríkuleg tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d. með myndagátum, krossgátum, þrautum, ýmiss konar orða- og málleikjum, ný- yrðasmíð og máli unglinga • skilji hvernig orðum er skipt eftir merk- ingarlegum og formlegum einkennum í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð • skilji útskýringar á ýmsum málfræði- hugtökum sem notuð eru í orðabókum og átti sig á hvaða orðmynd er upp- ilettimynd orðs • þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein og efnisgrein og geti nýtt sér þau í leiðbeiningum um frágang texta, við greinarmerkjasetningu og í umræðu um texta • geti notfært sér þekkingu sína og skiln- ing á orðflokkum og setningafræði til að breyta orðaröð og stíl eða við stíllýs- ingar, t.d. frumlag, andlag og umsögn • kannist við skiptingu orðaforðans í erfðarorð, nýyrði, tökuorð, slettur og slangur í þeim tilgangi að glæða máltil- finningu og auka orðaforða • þekki hugtök á borð við hlutstæður og óhlutstæður, gildishlaðinn og hlutlaus, sértækur og víðtækur og geti beitt þeim við lýsingu á texta eða í umræðu um texta • þekki og geti útskýrt mun orðtaka og málshátta, geti útskýrt frummerkingu og afleidda merkingu þeirra og tengsl við ólfka þjóðfélags- og atvinnuhætti • geti útskýrt hugtökin gott mál og vont, viðeigandi og óviðeigandi, formlegt og óformlegt • öðlist trú á eigin málkunnáttu og mál- hæfni Lokaorð I þessu erindi hef ég einungis stiklað á stóru í nýrri aðalnámskrá fyrir grunn- og fram- haldsskóla í íslensku. Aðalnámskráin tók gildi 1. júní 1999 með þriggja ára aðlögun- artíma. Að undanförnu hefur farið fram víð- tækt kynningarstarf á almennum ákvæðum námskrár meðal kennara, skólastjómenda, skólanefnda og foreldra. Ný aðalnámskrá verður aldrei að vetuleika, hversu vel sem henni er fylgt eftir með kynningum, náms- gagnaútgáfu, endurmenntun kennara, þró- unarverkefnum og öðrum stuðningsaðgerð- um, nema kennarar í skólunt almennt kynni sér námskrána rækilega og útfæri markmið hennar í skólanámskrá, kennsluáætlunum og kennslu. Um leið þurfa kennarar að vekja og viðhalda áhuga nemenda með fjölbreytt- um kennsluaðferðum og verkefnum við hæfi, í nánu samstarfi við foreldra, einkum í grunnskóla. Ég hef trú á að á næstu árum eigum við eftir að sjá mikla grósku í skóla- málum sem vonandi stuðlar að enn betri skóla og enn betri málnotendum. Stuðningsrit Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur liluti. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá framhaldsskóla. Islenska. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá grunnskóla. Menntamálaráðu- neytið, 1989. Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti. Menntamálaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá grunnskóla. Islenska. Mennta- málaráðuneytið, 1999. Aðalnámskrá leikskóla. Menntamálaráðu- neytið, 1999. Enn hetri skóli. Þeirra réttur, okkar skylda. Menntamálaráðuneytið, 1998. Markmið móðurmálskennslu í grunnskólum og framhaldsskólum. Skýrsla foiyinnuhóps á námssviði móðurmáls. Menntamála- ráðuneytið, júní 1997. Starf vinnuhópa. Leiðbeiningar verkefnis- stjórnar endurskoðunar aðalnámskráa til vinnuhópa. Menntamálaráðuneytið, júlí 1998. Uppeldisáœtlun fyrir leikskóla. Menntamála- ráðuneytið, 1993. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.