Málfregnir - 01.12.1999, Page 27
unar í námi leikskólakennara er tekið mið af
því hvernig starfið verði best unnið úti á
vettvangi og hvað eigi þess vegna erindi við
leikskólakennara sem eiga að sinna uppeldi
og menntun bama á fyrsta skólastigi þeirra.
I samræmi við hvað álitið er nauðsynlegt er
ráðinn sérfræðingur í hverri fræðigrein. Það
er síðan sérfræðingsins að meta, m.a. út frá
gildandi Aðalnámskrá fyrir leikskóla (áður
Uppeldisáœtlun fyrir leikskóla) hvað úr við-
komandi fræðigrein á erindi við leikskóla-
kennara með hliðsjón af starfinu á vett-
vangi. Það val, sem sérfræðingurinn stendur
frammi fyrir hverju sinni, breytist og þróast
m.a. í takt við nýja þekkingu og breytingar
á uppeldisumhverfi bama.
Á sama tíma og ný Aðalnámskrá fyrir
leikskóla kom út var verið að endurskoða
námskrá leikskólaskorar og var því starfi
lokið vorið 1999. íslenskukennsla var skert
um 1 og '/2 einingu frá því sem verið hafði.
Samkvæmt nýrri námskrá, sem tók gildi frá
og með 1. bekk haustið 1999, er ekki gert
ráð fyrir að leikskólakennarar fái kennslu
um íslenskt mál, hvorki er varðar málnotkun
þeirra sjálfra né fræðilega umfjöllun um
tungumálið sjálft. Þeir fá kennslu um mál-
töku bama, málþroska og málörvun en þá
kennslu þyrfti að undirbyggja betur með því
sem áður er talið. Til þess að leikskólakenn-
arar geti nýtt sér niðurstöður úr rannsóknum
um málþroska bama þurfa þeir að vera vel
að sér um íslenskt mál og þekkja helstu hug-
tök sem fræðileg umræða um það byggist á.
Það er auðvitað ljóst að gera verður ráð
fyrir ákveðinni þekkingu nemenda um
íslenskt mál þegar þeir hefja nám við Kenn-
araháskólann enda er stúdentspróf skilyrði
fyrir inntöku í skólann. En þegar nemandi
hefur valið sér að verða leikskólakennari
breytist sjónarhornið í þessu efni hins vegar
mjög mikið. Málnotkun leikskólakennara er
ekki þeirra einkamál, ef svo má að orði
komast, í sama mæli og margra annarra
starfstétta. Leikskólakennarar eru, fyrir utan
foreldra, mikilvægasta málfyrirmynd barna
á máltökuskeiði og það eru gerðar þær kröf-
ur til þeirra í samfélaginu, eins og annarra
kennara, að þeir vandi málfar sitt og fylgi
þeim reglum málsins sem þykja góðar og
gildar. Könnunarpróf í ýmsum atriðum, er
varða daglegt mál og lagt er fyrir nýnema á
haustin, sýna ásamt öðru, svo að ekki verð-
ur um villst, að brýn þörf er á því að auka
til muna kennslu um íslenskt mál í leik-
skólaskor. Ekki má þó skilja orð mín þannig
að nemendur og leikskólakennarar séu upp
til hópa ótalandi fólk. En í áðurnefndri rann-
sókn Rannveigar Á. Jóhannsdóttur kemur
fram að skilningur leikskólakennaranna,
sem hún ræddi við, á ábyrgð sinni á málrækt
í starfi sínu, kom m.a. fram í því að þeir ættu
sjálfir að vera góð málfyrirmynd barna með
sinni eigin málnotkun. Og nemendur leik-
skólaskorar hafa látið í ljósi áhuga á kennslu
um þetta efni. Við þessu verður að bregðast
og jafnvel háskóli getur ekki leyft sér að líta
fram hjá raunverulegum aðstæðum þegar
móðurmálskennsla kennara á í hlut.
Nú stendur yfir endurskoðun á námskrám
allra skora Kennaraháskólans og er m.a.
miðað að sameiginlegum námskeiðum fyrir
nemendur allra skora. Islenska er grunnfag
í öllu skólakerfinu og á einnig að vera það í
menntun leikskólakennara. Eg vænti þess að
fullt tillit verði tekið til þess í umræddri
námskrárvinnu.
Á degi íslenskrar tungu í fyrra (1998)
gerðust þau ánægjulegu tíðindi að leik-
skólakennarar fengu viðurkenningu fyrir
framlag sitt til málræktar. Það var í senn
viðurkenning fyrir gott starf sem unnið er í
leikskólunum og viðurkenning á mikilvægi
starfsins og þeirri staðreynd að leikskóla-
kennarar eru fyrstu móðurmálskennarar
bama. Og ef það á einhvern tíma við að allir
kennarar séu móðurmálskennarar, þá á það
alveg sérstaklega við um leikskólakennara.
En viðurkenningin er einnig hvatning til
þeirra um að halda áfram og gera gott starf
betra. Til þess þurfa leikskólakennarar
stuðning og þann stuðning eiga þeir fyrst og
fremst að fá í grunnmenntun sinni í Kenn-
araháskóla Islands.
27