Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 31

Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 31
sinni? Það er full ástæða til þess að velta fyrir sér hvort ekki þurfi með námskránni nokkurs konar leiðbeiningar því að þó að sú hugsun sé ekki ný að kennsla eigi að vera heildstæð og innihalda allt milli himins og jarðar þá er það mikil nýlunda að kennarar geti lesið það svart á hvítu í námskránni og þar með er þörf fyrir aðra nálgun en áður tíðkaðist. Nú sé ég fyrir mér að í öllum skólum á landinu séu kennarar að bræða með sér hvemig þeim beri að nálgast nám- skrána og vinna úr andstæðum hennar merk- ingarbæra heild. Þeim andstæðum að annars vegar á að vinna eftir heildstæðum mark- miðum og hins vegar sundurhlutuðum. Ég gef mér það að ritstjórar námskrár- innar hafi séð fyrir sér notkunarmöguleika hennar, hugsanlega hefði mátt fylgja henni eftir með upplýsingum um þeirra sýn á notkun hennar. Snúum okkur nú að gagnrýnendum skóla- starfs, hinum prúða flokki fólks sem veit betur. Eða veit allavega að grunnskólinn er að bregðast hlutverki sínu, kennarar eru illa menntaðir og agalegt agaleysi hvert sem litið er. Þeim er með nýju námskránni feng- ið vopn í hendur. I nýju námskránni stendur hvað á að kenna, það stendur líka hvað nem- endurnir eiga að kunna í lok hvers skólaárs, nemandi, sem lokið hefur 7. bekk, á að hafa þjálfun í að lesa skilaboð inn á símsvara, ef hann hefur það ekki hefur skólinn væntan- lega brugðist, rétt eins og skólinn hefur brugðist heymarlausum nemanda í 10. bekk sem ekki kannast við hvemig breytingar á þjóðfélagsháttum endurspeglast í skáldskap síðustu 150 ára. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að námskráin gefur gagnrýnisröddum byr undir báða vængi en hvað er til ráða? Hafa grunnskólana lokaða og námskrána loðna svo að ekki sé hægt að gagnrýna hana? Auð- vitað er það engin lausn heldur þarf að gera sér grein fyrir að gagnrýni getur verið til góðs og að ljóst er að þrátt fyrir að nám- skráin sé ýtarleg þá búum við ekki, enn sem komið er, við samræmdan tölvukeyrðan nemendahóp. Það er að segja, vissulega má auðveldlega nota námskrána sem stuðnings- tæki neikvæðrar gagnrýni, ef kennslan er heildstæð þá skortir að nógu skýrt sé farið eftir þrepamarkmiðum, ef kennari aftur á móti einbeitir sér að þrepamarkmiðum er hætt við að hann falli á heildstæðniprófinu í inngangi námskrárinnar. Þama komum við aftur að leiðbeiningunum. Gagnrýnendumir, rétt eins og kennaramir, gætu þurft stuðning við að steypa andstæðunum heildstæðni og sundurhlutun í eina merkingarbæra heild En hvað um það þótt hægt sé að misskilja námskrána og nota hana til illra verka, ef kennarar og aðrir, sem að skólamálum koma, eru tilbúnir að horfa jákvætt á nám- skrána og nýta sér hana sem hjálpartæki, þá held ég að allir geti fundið leið til þess að nýta sér hana til gagns og gamans. Eins vona ég að ráðuneytið og raddirnar frægu í þjóðfélaginu komi til með að lesa þessa sömu námskrá með það fyrir augum að sannfærast enn frekar um það að þeir sem sinna kennslu í landinu eru fagmenn sem nota námskrána til þess að gera starf sitt enn faglegra og nýta sér möguleikann, sem nám- skráin gefur, til nokkurrar samræmingar á íslensku skólastarfi án þess að það verði einlitt. En hvað ráðuneytið ætlar að gera til þess að fylgjast með því að námskránni sé fram- fylgt er í raun forvitnilegasta spurningin sem vaknar við lestur námskrárinnar. Því þar er komið að kjama málsins; duldu nám- skránni. Það veit alþjóð að þrátt fyrir að námskráin frá 1989 hafi verið jafn sveigjan- leg og gúmmí þá vofðu yfir samræmdu prófin í 10. bekk. Prófin sem aðgættu hvort búið var að kenna og nema allt sem átti að kenna og nema. Burt séð frá öllum sveigjan- leika í kennsluháttum er það bara rétt síðustu ár sem umræða hefur verið virk og opinber um að markmiðum með námi megi ná með fleiri en einum hætti. Staðreynda- nám í tengslum við samræmdu prófin hefur fylgt bömunum í gegnum alla skólagöngu þeirra. Nú verður spennandi að sjá hvort 31

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.