Málfregnir - 01.12.1999, Side 33

Málfregnir - 01.12.1999, Side 33
KNÚTUR HAFSTEINSSON ✓ Islenskan og nýja námskráin „Fátt er nýtt undir sólunni. Nú er skrattinn farinn að bíta í skottið á sér,“ varð einum fé- laga mínum að orði þegar við vorum að blaða í gegnum umrætt kver nú í haust. „Hvers vegna segirðu það?“ spurði ég. „Það er þessi svokallaða heildstæða móðurmáls- kennsla. Mig minnir að Guðmundur heitinn Finnbogason hafi verið með eitthvað þess háttar í Lýðmenntun í upphafi aldarinnar. Ég hélt að menn hefðu kastað svona aðferðum í framhaldsskólum út í ystu myrkur og aðeins vitnað til þeirra þegar þeir ætluðu að vera fyndnir eða rifja upp sögur af gömlum neftóbakskörlum í kennarastétt í afdönkuð- um skólum fyrr á öldinni og sýna fram á fáránleika kennslunnar. Líttu til dæmis á þennan texta hér um ISL 202.“ Svo las hann með tilþrifum stórleikara í hlutverki Péturs Gauts upp úr námskránni sem aðeins getur verið hjóm eitt í minni dauflegu útfærslu: „Nemendur lesa texta frá ólíkum tímum, t.d. stutta fomsögu (eða Islendingaþátt), smásögu og nútímaskáldsögu. Við umfjöll- un um textana fái nemendur þjálfun í þvt að beita bókmenntafræðilegum hugtökum eftir því sem tilefni gefst til. Jafnframt verði hug- að að ólíkum málfarseinkennum textanna og vakin athygli á því hvemig setninga- fræðileg hugtök eins og frumlag, umsögn, andlag, nafnliður, sagnliður, setning, máls- grein, aðalsetning, aukasetning o.s.frv. nýt- ast við lýsingu og samanburð þeirra." Svo hélt kollegi minn áfram: „Þú hefur nú heyrt sögur af því hvemig forverar okkar héma við Lærða skólann, og jafnvel á Akureyri, fóru með Völuspá, Egils sögu og aðrar gersemar þjóðarinnar svo að margir komnir yfir miðjan aldur líta til þeirra með hryllingi. Til dæmis var Egla orðflokka- greind fram að jólum - og það fullgreind - en greind í setningafræðilegar öreindir eftir áramót. Mestur var maturinn í dróttkvæðum vísum stórskáldsins sem eru að vísu harla snúnar. Voru nemendur orðnir nokkuð sleip- ir í þessu undir vor þegar kom að prófum. Ekki vannst þá tími til bókmenntalegrar um- fjöllunar enda kannski ekki á valdi kenn- aranna." Ekki þótti mér þessi túlkun kollega míns alls kostar makleg og reyndi því að malda í móinn af veikum mætti - taldi hann jafnvel falla í sömu gryfju og hvatvísir nútímamenn í tilraunum til þess að slá um sig á kostnað genginna forvera. Sagði að aðferðir þeirra hefðu e.t.v. gefist vel á sínum tíma en taldi að nú væri veröldin öll önnur. Nú værum við á þröskuldi nýrrar aldar, aldar upplýs- ingatækninnar, múrar væru að falla og gömul landamæri og einangrun úr sögunni. Þetta byði upp á ótal möguleika og við mættum ekki vera eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum því að þá yrðum við undir á markaði frjálsra þjóða og ekki samkeppnis- hæf. Við þyrftum með öðrum orðum að búa nemendur okkar með öllum tiltækum ráðum undir lífið í heimi 21. aldarinnar. En þá mælti félagi minn orð sem liðu mér ekki úr minni og hafa verið að angra mig síðan: „Ég veit að þú ert að fara að tala um þessa blessuðu námskrá á einhverjum fínum fundi þama uppi í Háskóla. Pældu þá í þessu: Hvar kemur íslenskan inn í þetta fijálsa alþjóðaupplýsingakjaftæði allt saman?" Ja, það er nú það. Mér vafðist tunga um tönn - jafnvel svo rækilega að segja má að hún hafi vafist um höfuð. „Þama greipstu á kýlinu, lagsi," varð mér að orði og hef verið að velta því fyrir mér síðan, þó með hæfi- legum hléum á milli. Ef ég reyni nú að orða þessa spurningu félaga míns upp á nýtt á þann hátt sem hæfir þessari virðulegu samkomu hér þá gæti hún hljómað einhvern veginn á þennan veg: „Hvemig mun aðalnámskrá í íslensku frá 33

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.