Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 33

Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 33
KNÚTUR HAFSTEINSSON ✓ Islenskan og nýja námskráin „Fátt er nýtt undir sólunni. Nú er skrattinn farinn að bíta í skottið á sér,“ varð einum fé- laga mínum að orði þegar við vorum að blaða í gegnum umrætt kver nú í haust. „Hvers vegna segirðu það?“ spurði ég. „Það er þessi svokallaða heildstæða móðurmáls- kennsla. Mig minnir að Guðmundur heitinn Finnbogason hafi verið með eitthvað þess háttar í Lýðmenntun í upphafi aldarinnar. Ég hélt að menn hefðu kastað svona aðferðum í framhaldsskólum út í ystu myrkur og aðeins vitnað til þeirra þegar þeir ætluðu að vera fyndnir eða rifja upp sögur af gömlum neftóbakskörlum í kennarastétt í afdönkuð- um skólum fyrr á öldinni og sýna fram á fáránleika kennslunnar. Líttu til dæmis á þennan texta hér um ISL 202.“ Svo las hann með tilþrifum stórleikara í hlutverki Péturs Gauts upp úr námskránni sem aðeins getur verið hjóm eitt í minni dauflegu útfærslu: „Nemendur lesa texta frá ólíkum tímum, t.d. stutta fomsögu (eða Islendingaþátt), smásögu og nútímaskáldsögu. Við umfjöll- un um textana fái nemendur þjálfun í þvt að beita bókmenntafræðilegum hugtökum eftir því sem tilefni gefst til. Jafnframt verði hug- að að ólíkum málfarseinkennum textanna og vakin athygli á því hvemig setninga- fræðileg hugtök eins og frumlag, umsögn, andlag, nafnliður, sagnliður, setning, máls- grein, aðalsetning, aukasetning o.s.frv. nýt- ast við lýsingu og samanburð þeirra." Svo hélt kollegi minn áfram: „Þú hefur nú heyrt sögur af því hvemig forverar okkar héma við Lærða skólann, og jafnvel á Akureyri, fóru með Völuspá, Egils sögu og aðrar gersemar þjóðarinnar svo að margir komnir yfir miðjan aldur líta til þeirra með hryllingi. Til dæmis var Egla orðflokka- greind fram að jólum - og það fullgreind - en greind í setningafræðilegar öreindir eftir áramót. Mestur var maturinn í dróttkvæðum vísum stórskáldsins sem eru að vísu harla snúnar. Voru nemendur orðnir nokkuð sleip- ir í þessu undir vor þegar kom að prófum. Ekki vannst þá tími til bókmenntalegrar um- fjöllunar enda kannski ekki á valdi kenn- aranna." Ekki þótti mér þessi túlkun kollega míns alls kostar makleg og reyndi því að malda í móinn af veikum mætti - taldi hann jafnvel falla í sömu gryfju og hvatvísir nútímamenn í tilraunum til þess að slá um sig á kostnað genginna forvera. Sagði að aðferðir þeirra hefðu e.t.v. gefist vel á sínum tíma en taldi að nú væri veröldin öll önnur. Nú værum við á þröskuldi nýrrar aldar, aldar upplýs- ingatækninnar, múrar væru að falla og gömul landamæri og einangrun úr sögunni. Þetta byði upp á ótal möguleika og við mættum ekki vera eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum því að þá yrðum við undir á markaði frjálsra þjóða og ekki samkeppnis- hæf. Við þyrftum með öðrum orðum að búa nemendur okkar með öllum tiltækum ráðum undir lífið í heimi 21. aldarinnar. En þá mælti félagi minn orð sem liðu mér ekki úr minni og hafa verið að angra mig síðan: „Ég veit að þú ert að fara að tala um þessa blessuðu námskrá á einhverjum fínum fundi þama uppi í Háskóla. Pældu þá í þessu: Hvar kemur íslenskan inn í þetta fijálsa alþjóðaupplýsingakjaftæði allt saman?" Ja, það er nú það. Mér vafðist tunga um tönn - jafnvel svo rækilega að segja má að hún hafi vafist um höfuð. „Þama greipstu á kýlinu, lagsi," varð mér að orði og hef verið að velta því fyrir mér síðan, þó með hæfi- legum hléum á milli. Ef ég reyni nú að orða þessa spurningu félaga míns upp á nýtt á þann hátt sem hæfir þessari virðulegu samkomu hér þá gæti hún hljómað einhvern veginn á þennan veg: „Hvemig mun aðalnámskrá í íslensku frá 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.