Málfregnir - 01.12.1999, Síða 38
TRYGGVI GÍSLASON
Málvernd í ljósi fortíðar
og skugga framtíðar
í þessum hugleiðingum um málvemd og
stöðu íslenskrar tungu á aldahvörfum er það
einkum þrennt sem ég geri að umræðuefni.
I fyrsta lagi held ég því fram að íslensk
tunga hafi aldrei staðið sterkar sem lifandi
þjóðtunga en nú. I öðru lagi ætla ég að gera
grein fyrir því hvers vegna styrkur þjóð-
tungu í fámennu málsamfélagi er svo mikill
sem raun ber vitni. I þriðja lagi horfi ég fram
á veginn til þess að reyna að átta mig á því
hvað bíður, því að íslensk tunga stendur á
tímamótum eins og margar aðrar þjóð-
tungur.
Þessar hugleiðingar bera svip félagsmál-
vísinda - sem svo eru kölluð - en félagsmál-
vísindi fjalla um tungumál sem afsprengi
mannlegs samfélags þar sem ráða sterk
hagsmunaöfl, en mannlegt mál er félagslegt
tjáningartæki og ber einkum að líta á tungu-
mál í því ljósi.
1
íslensk tunga hefur aldrei staðið sterkar sem
lifandi þjóðtunga en nú undir lok þessarar
aldar sem sögð er mesta framfaraskeið í
sögu mannkyns en jafnframt skeið mestu
grimmdarverka sem sögur fara af, öld
glundroða, örbirgðar og siðleysis en sam-
tímis öld göfugra hugsjóna, mikilla menn-
ingarafreka og ómœldra lífsgœða og hefur
hún því verið nefnd öld öfganna, svo að
vitnað sé til orða breska sagnfræðingsins
Erics Hobsbawms.
Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri stað-
reynd að undanfarna áratugi hefur verið rit-
að um fleiri þekkingarsvið á íslensku en
áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð
og önnur orðlist, s.s. kvikmyndagerð og
gerð útvarps- og sjónvarpsþátta, stendur
með miklum blóma. Nýmæli á ýmsum svið-
um hafa komið fram svo sem í ljóðagerð og
vísnasöng og í auglýsingagerð, bæði í blöð-
um, útvarpi og sjónvarpi, þar sem orðvísi og
frumleiki hefur auðgað tunguna, t.d. með
orðaleikjum sem áður voru óþekktir í
málinu. Síðustu áratugi hefur líka orðið til
ný íslensk fyndni, gamansögur og orðaleik-
ir, einkum meðal ungs fólks, sem áður voru
óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjöl-
breytt efni hafa verið gefnar út alla öldina,
ekki síst undanfarinn aldarfjórðung. Fleiri
njóta kennslu í íslensku og íslenskum bók-
menntum og sögu þjóðarinnar en áður. Víð-
tækar rannsóknir hafa verið gerðar á máli,
málnotkun, bókmenntum, sagnfræði, fé-
lagsvísindum, mannfræði og heimspeki í
skjóli Háskóla Islands og stofnana hans.
Nýyrðasmíð er öflugri en nokkru sinni og
hafa bæði einstaklingar, stofnanir og fyrir-
tæki tekið þátt í því starfi. Fleiri nota nú
ritað mál og talað í daglegu starfi og tóm-
stundum en áður. Síðast en ekki síst hafa
stjómvöld og almenningur verið einhuga
um að auka málrækt og málvemd, m.a. með
því að efla íslenskukennslu í skólum, og er
síðasta vitni um þennan einhug ný aðalnám-
skrá í íslensku fyrir framhaldsskóla sem
menntamálaráðherra gaf út í sumar en
meginþema dags íslenskrar tungu 1999, sem
þetta málræktarþing Islenskrar málnefndar
er hluti af, er einmitt skólinn og tungan.
2
Aður en lengra er haldið vil ég leyfa mér að
geta þess að erlend áhrif - erlend menning-
aráhrif og erlend máláhrif - hafa auðgað
íslenskt samfélag, auðgað íslenskt málsam-
félag og íslenska tungu og gert hana betur
hæfa til þess að gegna hlutverki sínu sem fé-
lagslegt tjáningartæki í margskiptu þjóðfé-
38