Málfregnir - 01.12.1999, Side 41

Málfregnir - 01.12.1999, Side 41
Oss hafa augun þessi íslenzk, konan, vísat brattan stíg at baugi bjgrtum langt en svgrtu. Sjá hefr, mjgð-Nannan, manni mínn ókunnar þínum fótr á fomar brautir fulldrengila gengit. Auk þess get ég ekki annað en rifjað upp orð „fomvinar" míns, höfundar Fyrstu mál- frceðiritgerðar Snorra Edcla, þegar hann segist hafa ritað oss Islendingum stafróf af því að vér erum einnar tungu (The First Grammatical Treatise, bls. 208) - en þessi orð eru rituð um miðja 12. öld. 7 En svo að vikið sé að sögulegum, félagsleg- um og stjómmálalegum orsökum landnáms á Islandi þá átti það rætur að rekja til nýrra hugmynda um stjórnskipan í Evrópu þegar lénsskipulag ruddi germanska ættarsam- félaginu burtu undir lok þjóðflutninganna miklu. Þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi landnám á Islandi og fyrstu byggð er ekki unnt að efast um að frásagnir Islendingabókar og Landnámu eru réttar í meginatriðum. Landnámsmenn á íslandi voru „pólitískir flóttamenn" sem mótuðu nýtt þjóðfélag sem í grundvallaratriðum var frábrugðið öðrum þjóðfélögum í Evrópu. Islenska þjóðveldið var í raun lýðrœðis- þjóðfélag með þrískiptingu valds. Þar gilti eins konar almennur kosningaréttur sem að vísu var bundinn landeign þar sem menn gátu valið sér goðorðsmann, sagt sig í þing með goðorðsmanni. Löggjafarvaldið var í höndum lögréttu, sérstakir dómstólar fóru með dómsvald og fyrir hendi var áfrýjunar- dómstóll - fimmtardómur; í landinu giltu ein lög og allir voru jafnir fyrir lögunum og framkvæmdavaldið var í höndum einstakl- inga. Enginn þjóðhöfðingi ríkti í landinu, dauðarefsing var ekki í þjóðveldislögunum, sem var einsdæmi í Evrópu, og höldsréttur- inn, grundvallarregla evrópsks réttar, var afnuminn við stofnun þjóðveldisins. Þá var réttur kvenna hér meiri en annars staðar í Evrópu og gátu konur t.a.m. átt bæði jarð- eignir og goðorð. Islenska þjóðveldið hafði því sérstöðu í Evrópu á þessum tíma enda eru kunn orð Vilhjálms kardínála af Sabína, sendimanns páfans í Róm, sem lét svo um mælt við krýningu Hákonar gamla í Björgvin árið 1247 að það væri „ósannlegt að það land [Island] þjónaði ekki undir einhvern konung sem öll önnur [lönd] í veröldunni" (Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 309). Stofnun þjóðveldisins og sérstaða hefur án efa ýtt undir samstöðu manna og vitundin um eitt ríki, eitt málsamfélag - vér erum einnar tungu - hefur styrkt málsamfélagið. 8 Margt bendir til þess að landnámsmenn hafi haft annað gildismat en þeir sem sátu eftir í Noregi. Kemur þetta fram í áhuga íslend- inga á skáldskap, sagnagerð og söguritun. Theodríkus munkur minnist á Islendinga í sögu sinni og segir þá fremri öðrum norð- lægum þjóðum í þekkingu og forvitni um söguleg efni (Islensk hókmenntasaga I, bls. 362) og Saxi hinn málspaki getur þess sér- staklega að hann hafi ýmislegt í fræðum sínum frá íslenskum heimildarmönnum (sama rit, bls. 175). Sú skýring fyrri manna, að skáldskapur og sagnahefð íslendinga hefði vaknað á löngum vetramóttum og vegna búsetu í nýju landi, er ekki sennileg. Landnámsmenn fluttu að sjálfsögðu út með sér menningar- leg viðhorf og hefðir en stunduðu frá upp- hafi skáldskap og sagnalist umfram aðrar þjóðir, og hafa menn leitað á þessu skýr- inga. Fyrir rúmri öld hélt norski fræðimað- urinn Sophus Bugge því fram að norrænn skáldskapur, einkum eddukvæði og drótt- kvæði, ætti uppruna sinn að rekja til írskra og fomenskra bókmennta og hafa fræði- menn á þessari öld leitað svipaðra skýringa. Barði Guðmundsson setti á fyrra hluta þess- arar aldar fram frumlegar kenningar um 41

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.