Málfregnir - 01.12.1999, Síða 45

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 45
þjóðir. Hér heima hefur málvemdarstefnan verið gagnrýnd og nefnd málveirufrœði íslenskra málfræðinga og vondri máifrœði þeirra og öfgum kennt um ýmislegt sem aflaga hefur farið í máli og málnotkun. Voru málveirufrœðingarnir taldir leggja „sið- ferðilegt og yfirskilvitlegt mat á ýmis þau afbrigði í máli og málfari sem ekki eru viðurkennd formlega „rétt““ (Gísli Pálsson, Vont mál og vond málfræði. Um málveiru- fræði, Skírnir 153. ár, 1979, bls. 175-201). Margt í þessum ábendingum var rétt og vakin var athygli á viðhorfum í íslensku málverndar- og málfræðistarfi, sem menn höfðu ekki komið auga á áður, og í sumu málhreinsunarstarfi hefur verið gengið of langt. Hins vegar ber þess að geta að mál- lýskulaust rfki þar sem reynt er að spoma gegn stéttamállýskum er líklegra til þess að geta þróað með sér lýðræði og jafnrétti en ríki þar sem miklar andstæður eru í máli. Einnig hefur það margsvíslegt gildi að mál breytist hægt og samhengi í máli haldist. Hlutverk skóla, bæði leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla, hefur breyst í grundvallaratriðum á fáum áratugum vegna breyttra atvinnuhátta og búseturöskunar. Skólinn hefur á fjölmörgum sviðum tekið við hlutverki heimilanna og komin er á eins konar skólaskylda í framhaldsskólunum, bæði vegna kröfu um meiri menntun og vegna minni atvinnu fyrir ungt fólk. Skól- amir hafa hins vegar ekki megnað að hamla gegn málfátækt og hafa rannsóknir pró- fessoranna dr. Höskuldar Þráinssonar og dr. Kristjáns Ámasonar á málfari ungs fólks leitt þetta í ljós (sbr. m.a. bls. 128-132 hjá Höskuldi Þráinssyni og Kristjáni Ámasyni, Um reykvísku, lslenskt mál 6, 1984). 18 Frá stofnun hefur Ríkisútvaipið gegnt mikilsverðu hlutverki í málrækt og beitt sér fyrir málrækt og málvemd, enda skal það lögum samkvæmt efla íslenska tungu og íslenska menningu. Hefur engin stofnun haft meiri áhrif á málfar almennings en Ríkisútvarpið. Árið 1985 samþykkti út- varpsráð í fyrsta skipti málstefnu fyrir Ríkis- útvarpið. Samkvæmt henni skal allt mál Ríkisútvarpsins vera til fyrirmyndar og á vandaðri íslensku, flutt með góðum fram- burði (Arsskýrsla Ríkisútvarpsins 1985, bls. 100). Áhrif fjölmiðla á mál og málnotkun og á viðhorf fólks eru mikil og meiri en nokkru sinni. Myndmiðlar af ýmsu tagi móta málfar og málhegðan fólks frá blautu bamsbeini, allt frá myndabókum fyrir böm og fullorðna til myndbanda og sjónvarps og myndræns tölvuefnis. Um langt skeið hafa Frakkar kallað sjónvarpið hinn skólann, l'autre école, og hafa reynt að hamla gegn áhrifum alþjóðlegra sjónvarpsstöðva til þess að vemda franska tungu, einkum fyrir engil- saxneskum áhrifum - og hefur sumum þótt nóg um. En áhrif fjölmiðla á máluppeldi bama eru mikil og er talið að börn á Vestur- löndum eyði jafnmiklum tíma fram til 15 ára aldurs fyrir framan sjónvarp og á skóla- bekk. Kannanir benda til að óiœsi hafi aukist í Evrópu frá því um 1950 og er sjón- varpi og myndmiðlum kennt um enda kenn- ingar um að sjónvarp ryðji bókum burt og benda rannsóknir á Islandi til hins sama (sbr. Þorbjöm Broddason, Minnkandi bók- hneigð ungmenna, Skíma 3,1992, bls. 37-42). Málfar nýrra, einkarekinna útvarps- og sjónvarpsstöðva á Islandi lýtur engum mál- farsreglum en hefur engu að síður áhrif á mál og málnotkun. Áhrifin geta verið góð eða slæm, allt eftir þeim áhuga, þekkingu og skilningi sem er á íslensku máli og málrækt af hálfu þessara fjölmiðla. Sem dæmi um breytt málfar fjölmiðla má nefna slitróttan framburð sem hefur breiðst ört út undan- farið. Víða gætir brottfalls í áhersluatkvæði þegar sagt er „fosstráðuneytið" í stað „for- sætisráðuneytið“. Ný viðræðutækni í út- varpi og sjónvarpi með tafsi og óhefð- bundnu orðalagi og erlendum slettum er heldur ekki líkleg til að aga mál manna. Þá eru rangar beygingar, röng notkun fastra orðatiltækja og röng merkingamotkun orða 45

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.