Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 46

Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 46
tíð í Ijósvakafjölmiðlum, ekki síst þeim sem ungt fólk hlustar mest á. Ytir slíkt mál undir málhroða og málfátækt. 19 I sumar kom út ný Aðalnámskrá framhalds- skóla og er hún mikilsverður þáttur í mál- vemd og málrækt og ber þess ljóst vitni að menntamálaráðherra vill fylgja eftir mál- stefnu sem lengi hefur verið fylgt. Námskrá- in er vel unnin og gerir miklar kröfur til kenn- ara og nemenda. Með henni er stefnt að mark- vissara námi í íslensku en áður. Námskráin setur háleit markmið þar sem segir (Aðalnám- skrá framhaldsskóla. íslenska, 1999, bls. 7) að mikilvœgt sé aðframlialdsskólanemcndur öðl- ist skilning á sögulegu, menningarlegu og fé- lagslegu gildi máls og hókmennta og átti sig á eðli móðurmálsins og lögmálum þess og frœð- ist auk þess um málnotkun í fjölmiðlum, mis- munandi málsnið tungunnar og temji sér ákveðið umhurðarlyndi gagnvart málnotkun annarra enda persónulegt málfar eitt megin- einkenni hvers einstaklings og hluti af sjálfs- mynd hans. Og síðan segir (bls. 8): „Með íslenskukennslu í framhaldsskólum skal stuðl- að að því að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til íslensku og kynnist áhrifamætti og marg- breytileika málsins. Þeir eiga að nýta móður- málskunnáttu sína við lausn skólaverkefna og í félags- og tómstundastarfi [...] [og] þjálfast í notkun handbóka og gagnabanka, geta nýtt sér Netið markvisst við lausn verkefna og kynnast fyrirbærinu tungutækni og búa sig undir virkan þátt í nýtingu hennar." I námskránni er réttilega á það bent að í lýðræðisþjóðfélagi sé brýnt að geta tekið þátt í umræðum af ýmsu tagi og nauðsynlegt sé að geta tjáð skoðanir sínar við ólíkar aðstæð- ur og að kröfur samfélagsins um að geta tjáð sig skriflega aukist stöðugt. Einnig er á það bent (bls. 13) að „lestur bókmennta sé mikil- vægur liður í mótun sjálfsmyndar einstakl- inga. í bókmenntum leita lesendur að fyrir- myndum og lifa sig inn í aðstæður skáld- sagnapersóna. Þannig getur bókmennta- kennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfs- mynd beggja kynja, aukið skilning hvors kyns á sérstöðu hins og búið nemendur undir virka þátttöku í síbreytilegu upplýsingasam- félagi framtíðar." 20 I nýrri Aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku eru einnig fyrirmæli um kennslu íslensku sem annars tungumáls. Samkvæmt reglugerð eiga allir nemendur í framhalds- skólum, sem eiga sér annað móðurmál en íslensku, rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Markmiðið með kennslu íslensku sem ann- ars tungumáls er að „veita nemendunum að- gang að íslensku skólakerfi til jafns við aðra“ og þjálfa þá til „virkrar þátttöku í íslenskri menningu" eins og það er orðað. Afar mikilsvert er að gefa nemendum, sem hafa annað tungumál en íslensku að móöurmáli, tækifæri til þess að taka þátt í íslensku samfélagi og íslenskri menningu en eins og alþekkt er geta einstaklingar ekki tekið þátt í lífi og starfi þjóðfélags nema tala tungumál samfélagsins. Þetta þekkja allir sem dvalist hafa langdvölum í öðru málsam- félagi. Hinn þátturinn, sem varðar nemend- ur sem hafa annað tungumál að móðurmáli, er kennsla í móðurmálinu sjálfu í skólunum. Er þetta viðfangsefni sem margar þjóðir í Evrópu hafa staðið andspænis árum saman. I sænskum grunnskólum var í upphafi þessa áratugar kennt á 170 tungumálum í grunn- skólum landsins vegna nýbúa þar í landi og í Lundúnum eru tungumál nýbúa um 400 talsins. A Islandi munu nú vera nýbúar frá um 50 málsvæðum. Ymis vandi tengist einnig búsetu nýbúa sem komnir eru af skólaaldri. Islensk stjórn- völd hafa síðustu ár brugðist við þessum vanda þótt menn séu ekki einhuga um hvernig leysa skuli. Sums staðar í nágranna- löndum okkar hefur verið brugðið á það ráð að gefa nýbúum kost á að nota eigið tungu- mál í samskiptum við stjómvöld með því að nota túlka. Annars staðar eru gerðar kröfur um að nýbúar læri málið til þess að bjarga sér og sums staðar reyna menn að fara bil 46

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.