Málfregnir - 01.12.1999, Qupperneq 48
Því tel ég að stjórnvöld þurfi að móta
opinbera málstefnu sem víðtækt samkomu-
lag yrði um. Til þess þarf að efna til umræðu
um íslenskt mál og íslenska málstefnu og
þurfa margir að taka þátt í þeim umræðum
auk stjómvalda, s.s. rithöfundar og skáld,
kennarar og skólayfirvöld, málvísindamenn
og sagnfræðingar, auk þess sem fulltrúar
atvinnulífsins - og þá ekki síst fulltrúar
einkafyrirtækja - þurfa að taka þátt í því
mótunarstarfi, enda hafa mörg einkafyrir-
tæki sýnt málvernd og málrækt áhuga og
skilning auk þess sem opinber málstefna
varðar alla þætti þjóðlífsins.
Islensk málstefna verður að mínum dómi
að taka til fimm atriða. I fyrsta lagi þarf að
leggja meiri áherslu á fjölþætta og mark-
vissa móðurmálskennslu í skólum í samráði
við heimilin og efla íslenska námsgagna-
gerð, eins og stefnt er að með nýjum lögum
um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
og nýrri námskrá í íslensku sem hér hefur
verið til umræðu. I öðru lagi þarf að setja
fjölmiðlum reglur um mál og málnotkun á
sama hátt og Ríkisútvarpið hefur gert; þar á
meðal þarf að setja reglur um íslenskan
framburð. I þriðja lagi þarf að auka þýðing-
ar úr erlendum málum og koma á fót
íslenskri þýðingarmiðstöð sem annist þýð-
ingar á erlendum textum sem varða daglegt
líf fólks. I fjórða lagi þarf að endurskoða
kennslu í erlendum tungumálum frá grunni
og gera alla Islendinga talandi á tveimur
tungumálum. M.a. þarf að huga að kennslu
í Norðurlandamálum í grunnskólum lands-
ins. I fimmta lagi ber að stofna íslenska
akademíu þar sem sitja rithöfundar og skáld,
kennarar og málvísindamenn og fulltrúar
atvinnulífsins. Undir stjóm íslenskrar aka-
demíu og í samvinnu við Orðabók Háskóla
Islands og Islenska málstöð verði unnið að
gerð tölvutækrar orðabókar sem hafi að
geyma allt ritað mál íslenskt frá upphafi,
auk þess sem akademían sæi um gerð ann-
arra hugbúnaðartækja fyrir íslenska tungu-
tækni, s.s. íslenska þýðingarvél.
Þetta eru verðug verkefni fyrir íslenska
þjóð á nýrri öld alþjóðlegra samskipta og
þjóðlegra verðmæta.
Menntaskólanum á Akureyri,
nóvember 1999.
Heimildir
AÖalnámskrá framhaldsskóla. Islenska.
Menntamálaráðuneytið, 1999.
Arsskýrsla Ríkisútvarpsins 1985.
Fréttabréf Islenskrar málnefndar, 11. maí
1982.
Gísli Pálsson, Vont mál og vond málfræði.
Um málveirufræði, Skírnir 153. ár, 1979.
Halldór Halldórsson og Baldur Jónsson,
íslensk málnefnd 1964-1989. Afmœlisrit,
1993.
Helgi Guðmundsson, Um ytri aðstæður
íslenzkrar málþróunar, Sjötíu ritgerðir
helgaðar Jakobi Benediktssyni, 1977.
Höskuldur Þráinsson og Kristján Ámason,
Um reykvísku, Islenskt mál 6, 1984.
Jón Jóhannesson, Islendinga saga I. 1956.
Islensk bókmenntasaga I, 1992.
íslenzkfornrit XXVII, 1945.
Kjartan G. Ottósson, Islensk málhreinsun.
Sögulegt yfirlit, 1990.
Kulturhistorisk Leksikon VII, 1962.
Málfregnir 5,1, 1991.
Naisbitt, John, Global Paradox, 1994.
-, High Tech - High Touch, 1999.
Tlie First Grammatical Treatise (útg. Hreinn
Benediktsson), 1972.
Þorbjöm Broddason, Minnkandi bókhneigð
ungmenna, Skíma 3, 1992.
48