Málfregnir - 01.12.1999, Blaðsíða 49
Fjölbreytni málsins
þarf að njóta sín
Dóra Hafsteinsdóttir ræðir við Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóra.
Jón Hilmar Jónsson hefur staifað á Orða-
bók Háskóla íslands frá árinu 1982. Eitt
helsta viðfangsefni hans undanfarin ár
hefur verið orðabókarleg lýsing orðasam-
banda. Meginverk hans á því sviði er orða-
bókin Orðastaður. Orðabók um íslenska
málnotkun sem kom út árið 1994. Jón
Hilmar hefur lengi tekið virkan þátt í nor-
rœnu orðabókasamstaifi og var m.a. sex ár
í stjórn Nordisk forening for leksikografi,
sem formaður síðustu tvö árin, 1995-1997.
Hann er og einn höfunda Nordisk leksiko-
grafisk ordbok. Viðtal um sama efni birtist í
tímariti norrœna orðabókafélagsins, NFL-
nytt, 1, 1999.
- Hvenær fórstu að huga að því að semja
Orðastað og hvað varð til þess?
- Hvatinn að orðabókinni tengist þeim
viðfangsefnum sem voru efst á baugi hér á
stofnuninni á 9. áratugnum og fram um
1990. Þá vorum við að taka tölvutæknina í
þjónustu okkar, gerðum yfirlitsskrá um
fiettiorðin í seðlasafninu og prófuðum á
ýmsan hátt hvemig söfnin stæðu sem efni-
viður í orðabókarlýsingu. Við gerðum tals-
vert mikla atrennu að lýsingu sagnorða, þar
sem við greindum ýmis einkenni þeirra,
ekki síst þau sem lúta að setningarlegri
stöðu og orðasamböndum ýmiss konar.
Þessi vinna kom m.a. fram í sérstöku sýnis-
hefti sagnorðabókar árið 1993. Á þessum
árum voru líka að koma út orðabækur þar
sem setningarleg staða orðanna og orðasam-
bönd voru í brennidepli, bækur eins og
Collins COBUILD English Language Dicti-
onary og BBI Combinatory Dictionary of
English sem mér þóttu athyglisverðar á
margan hátt. Þessar aðstæður urðu til þess
að ég fór að velta því fyrir mér að þörf væri
á að semja orðabók um íslensku þar sem
dregin yrðu fram þau einkenni orðanna sem
felast í setningarlegum samböndum, einkum
orðastæðum, en orðmyndunarleg vensl yrðu
einnig dregin inn í myndina. Mér fannst
þetta tvennt að mörgu leyti eiga samleið og
sá að í yfirlitsskránni um orðaforðann í
ritmálssafni Orðabókar Háskólans var
mikill efniviður til orðabókar af þessu tagi.
Framan af vann ég mest að bókinni í hjá-
verkum en síðan fékk ég árs rannsóknarleyfi
til að fást við hana eingöngu, fram á árið
1993, og viðbótarleyfi nokkru síðar sem
tryggði það að ég gat lokið við bókina árið
1994.
- Orðastaður er að ýmsu leyti óhefð-
bundin og ólík þeim íslensku orðabókum
sem til voru þegar hún kom út.
- Það má segja það. Það var ekki til nein
íslensk orðabók um setningarsambönd í lík-
ingu við Dansk sprogbrug eða Svensk hand-
ordbok, svo að vísað sé til norrænna orða-
bóka, svo að hér var farið inn á nýjar slóðir.
En efnisafmörkun og framsetning er talsvert
ólík því sem er í þeim orðabókum. Það gef-
ur vissar vísbendingar að nefna stærðar-
hlutföll í bókinni. Flettiorðaforðinn er til-
tölulega takmarkaður, u.þ.b. 11.000 orð.
Orðasamböndin eru hins vegar u.þ.b.
45.000 og til viðbótar þeim koma um
15.000 notkunardæmi í formi heilla setn-
inga. I allt eru svo tilgreind nálega 100.000
samsett orð. Orðsgreinarnar eru misjafnlega
efnismiklar og reynt er að gefa gildustu
orðunum það rými sem þau útheimta. Meg-
ináhersla er lögð á að haga efnisvali og
efnisskipan þannig að flettiorðið sé eðli-
legur kjami þeirra orðasambanda og sam-
setninga sem undir því birtast og það veitir
aðgang að. Hér sýndist mér þurfa að draga
skýrari markalínur en gert er í mörgum
hliðstæðum orðabókum, t.d. gagnvart orð-
49