Málfregnir - 01.12.1999, Síða 52
kjarkur sem hugtaksheiti en þá er líka
komin til sögunnar annars konar orðabók.
- Ertu farinn að sjá fyrir þér nýja orða-
bók?
- Eins og ég sagði fannst mér Orðastaður
kalla á framhald í þessa átt svo að ég byrjaði
að safna efni til orðabókarlýsingar af þessu
tagi samhliða því sem ég fékkst við Orða-
stað. Undanfarin ár hef ég svo verið að fást
við þetta verkefni og er nú reyndar í rann-
sóknarleyfi til að vinna að því sérstaklega.
Eg geri mér vonir um að sú vinna skili sér
fljótlega í nýrri orðabók, vonandi á næsta
ári.
- Hefurðu velt fyrir þér hvaða möguleikar
fælust í því að koma efninu fyrir í tölvu og
veita aðgang að því sem rafrænni orðabók?
- Það er augljóst mál að það er hægt að
bjóða upp á fleiri aðgangsleiðir að orðabók-
artexta í tölvu. Það er hægt að stýra leitinni
miklu betur og þrengja hana stig af stigi. Og
það má nýta ýmis flokkunaratriði sem síður
og jafnvel alls ekki koma til greina í prent-
aðri bók, t.d. ýmislegt sem varðar setningar-
gerð og ýmiss konar hugtakavensl. Sjálfsagt
er að greina slík atriði sem best á vinnslu-
stigi til flokkunar á efninu hvert sem birting-
arformið verður. En það kostar óhjákvæmi-
lega mikla vinnu að búa þannig um efnið að
kostir rafrænnar orðabókar nýtist til fulls.
En gildi hugtakslegrar flokkunar og auð-
kenningar á orðum og orðasamböndum er
ekki bundið við hugtakaorðabækur einar.
Það er t.d. mikill stuðningur að slikri grein-
ingu við gerð tvímálaorðabóka þannig að
hægt sé að auðkenna og binda saman sam-
stætt orðafar sem þá má skoða í heild og
bera að jafnheitum markmálsins og hafa
hliðsjón af skyldu orðafari við jafnheitaval-
ið hverju sinni. Kannski má líka beinlínis
hugsa sér að hugtakaheiti á máli notandans
geti á einhvem hátt verið aðgangslykill að
upplýsingum um framandmálið, tengt
saman efnisatriði í orðabókartextanum og
þannig komið notandanum á sporið þegar
hann þekkir ekki eða ratar illa á þau flettiorð
sem hann á erindi við.
- Sennilega verður orðabókamotendum
sjaldnast hugsað til höfundar orðabókarinn-
ar og þess hvað fyrir honum vakti þegar
hann var að semja bókina og hvað það var
sem hélt honum við efnið. Hvað finnst þér
hafa haldið þér við efnið?
- Eg á ekki auðvelt með að svara því en
það er mikil ánægja í því fólgin að kynnast
auðlegð tungunnar svo að ég noti hátíðlegt
orðalag, og fá tækifæri til að miðla þeirri
fjölbreytni sem orðaforðinn býr yfir og
stuðla þar með að því að menn geti tjáð sig
á markvissan og blæbrigðaríkan hátt. Von-
andi hafa sem flestar orðabækur komið not-
endum sínum að gagni að þessu leyti. Stór
og mikil orðabókarverk eru vissulega til
þess fallin að vekja tilfinningu fyrir því að
málið sé auðugt, orðaforðinn stór og fjöl-
breyttur, en það er ekki alltaf hlaupið að því
að höndla þessa fjölbreytni. Það getur reynst
erfitt að fá yfirsýn, maður situr oftast nær
fastur í tiltölulega litlum atriðum og það eru
ekki nema hraustustu menn sem lesa orða-
bækur og það dugir reyndar skammt því að
lestrarefnið er ekki ýkja samstætt. Mér
finnst þörf á að koma betur til móts við not-
endur í þessu efni og ég er ánægður ef það
hefur tekist að einhverju leyti.
- Það skiptir þá höfuðmáli að framsetn-
ingin þjóni sem best markmiði orðabókar-
innar. Er kannski betra við það að eiga þegar
aðeins er einn höfundur að orðabók?
- Já, ég held að það sé ekki hægt að neita
því. Auðvitað er það að ýmsu leyti gallað og
áhættusamt að vera einn á ferð en á hinn
bóginn vill orðabókarhöfundur gjarna hafa
ákveðið sjálfræði um það hvernig hann vel-
ur og hafnar, hvað skilið er eftir og hvað
blásið er út og hvað fær að njóta sín í fullri
breidd eða stærð. Þetta getur jafnvel varðað
miklu um það hvort menn njóta þess að
vinna verkið og koma því á leiðarenda. Og
það er óneitanlega auðveldara að semja við
sjálfan sig en heila ritnefnd. Eg get vísað hér
til reynslunnar af Orðastað en þar lenti ég í
því á miðri leið að mér fannst ég þurfa að
gera ákveðnar breytingar á framsetningunni
52