Málfregnir - 01.12.1999, Síða 53

Málfregnir - 01.12.1999, Síða 53
sem kostuðu talsverða fyrirhöfn og þolin- mæði en mér fannst ég ekki geta komist hjá. Þá varð mér hugsað til þess að þama hefði verið erfitt um vik ef heil ritnefnd hefði ráð- ið ferðinni. En verkið þarf auðvitað að lúta skýrum og föstum reglum þótt einn höfund- ur sé ábyrgur og hann þarf að hafa vit á því að leita ráða þegar þess er þörf! Ég hef verið svo heppinn að eiga góða samstarfsmenn og það hefur oft komið sér vel að geta leitað til þeirra þegar álitaefni og vandamál eru uppi. En flest orðabókarverk eru vitaskuld þess eðlis að þau byggjast á samstarfi sem margir þurfa að eiga aðild að. - Hvemig er það að sleppa hendinni af orðabók þegar verkinu er lokið og vita að nú er hún á eigin vegum og höfundurinn ræður litlu um það hvemig henni vegnar? - Ég man að þegar ég lauk við Orðastað á sínum tíma var ég náttúrulega að hræra í ýmsu fram á síðustu stundu en allt í einu stóð maður frammi fyrir því að allt var harð- læst og engu var hægt að breyta lengur. Þetta var óþægileg tilhugsun sem maður hlýtur þó að venjast smátt og smátt en reynir að hugga sig við að síðar gefist ef til vill tækifæri til að endurskoða bókina, auka við hana og bæta. Ég vona að að því komi þótt ég sjái ekki fram á það alveg á næstunni. En þörfin á endurskoðun verður brýnni eftir því sem bókin eldist. - Þú ert þá ekki hættur? - Ætli það nú? Maður reynir að fylgja þessu eitthvað eftir. 53

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.