Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 1

Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 1
18. tölublað 2014 Fimmtudagur 25. september Blað nr. 427 20. árg. Upplag 32.000 „Við erum rétt aðeins að byrja að taka upp og uppskera lofar góðu. Mér sýnist að hún muni verða álíka mikil og í fyrrahaust en þá fengum við mjög góða uppskeru,“ segir Friðjón Þórarinsson, bóndi á Flúðum á Fljótsdalshéraði, en bærinn er skammt norðan Egilsstaða. – Sjá nánar bls. 22 Mynd / MÞÞ Samkeppniseftirlitið sektar MS um 370 milljónir fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu: Krafa um endurskoðun á búvörulögum – Mjólkursamsalan áfrýjar og formaður LK segir að fara verði að lögum en íhuga verði vandlega afleiðingarnar ef breyti eigi lögunum Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og að hafa beitt smærri keppinauta mismunun. Mjólkur- samsalan ætlar að áfrýja úrskurðinum en málið virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú telur að tjón fyrirtækisins vegna viðskiptahátta MS nemi um 200 milljónum króna. Hörð krafa hefur komið fram í kjölfarið að MS verði gert að fara að samkeppnislögum og að lög númer 99 frá 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum verði endurskoðuð. Samkeppniseftirlitið telur að með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk á 17% hærra verði en til fyrirtækja tengdum MS hafi fyrirtækið valdið samkeppnisaðilunum talsverðum skaða. Brotið er talið alvarlegt þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða að minnsta kosti frá árinu 2008 og til ársloka 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir of snemmt fyrir hann að segja nokkuð um málið. „Við erum með ákveðinn lagagrunn í landinu og hann gildir en mér sýnist við fyrstu sýn að Samkeppniseftirlitið sé að láta reyna á búvörulögin. Ég vil því ekki tjá mig um málið fyrr en ég er búinn að fá greiningu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins.“ Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), segir að að sjálfsögðu eigi MS að fara að lögum. „Það hlýtur að vera okkar krafa að þessir aðilar sem starfa á markaðnum innan ramma búvörulaganna fari eftir þeim lögum og reglum sem þeim eru ætluð. Mér virðist þó að í áliti Samkeppniseftirlitsins sé komið fram lögfræðilegt álitamál um hvað þeir mega og mega ekki.“ Hann segir að í gangi sé vinna við að skoða reynsluna af þessu fyrirkomulagi hjá Hagfræðistofnun. – Sjá bls. 4 588 þúsund fjár verður slátrað á þessu hausti – Svipaður fjöldi og í fyrra en féð er heldur vænna Fé kemur nokkuð vænt af fjalli þetta haustið og fallþungi í flestum tilfellum meiri en í fyrra. Þannig er hann 0,1 kg meiri nú en á sama tíma í fyrra hjá Sláturfélagi Suðurlands, en heilu kílói meiri hjá Fjallalambi – svo dæmi séu tekin. Skrokkafjöldi er svipaður á milli ára og sömuleiðis magnið sem fer í heimtöku, þótt á heildina litið fari það magn vaxandi sem bændur taka heim. Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Norðlenska munu hvort um sig slátra nálægt 115 þúsund fjár þetta haustið. Reynir Eiríksson, framleiðslu- stjóri hjá Norðlenska, segir að á síðasta ári hafi fjöldinn verið 114.600 og honum sýnist það verði aðeins fleira nú en í fyrra. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, telur að sláturfjöldinn verði um 105 þúsund á þessari vertíð – sem er svipað magn og í fyrra. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH, segir að sambærilegum fjölda verði nú slátrað og á undanförnum árum, eða um 100 þúsund fjár. Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Sláturhúss KVH á Hvammstanga, telur svipuðum fjölda verða slátrað nú og á síðasta hausti, eða um 91 þúsund. Hjá Birni Víkingi Björnssyni, framkvæmdastjóra Fjallalambs, fengust þær upplýsingar að dilkar væru þar mjög vænir og vel á sig komnir. Slátrað verður um 30 þúsund fjár hjá Fjallalambi, sem er örlítil fækkun frá því í fyrra. Skúli Þórðarson, sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vopnfirðinga, segir að slátrað verði 32 þúsund fjár, en það er um 1.500 fleira en í fyrra. /smh – Sjá samantekt á bls. 2 16 Þorir þú að smakka? 24-25 Klappar vélunum stundum á húddið Gestum fjölgar jafnt og þétt ár frá ári 18 Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands – Leyfi væntanlegt í vikunni Allt bendir til að útflutningur á svínakjöti til Rússlands hefjist fljótlega. Í fyrstu verða flutt út milli 100 og 200 tonn, sambærilegt verð fæst fyrir kjötið í Rússlandi og hér. Geir Gunnar Geirsson, fram- kvæmda stjóri Stjörnugríss, segir að það ráðist í vikunni hvort leyfi fáist til að flytja íslenskt svínakjöt til Rússlands. „Við erum búnir að vinna lengi í þessu og ég á ekki von á öðru en að leyfið fáist. Magnið sem um ræðir er milli 100 og 200 tonn að lágmarki og verðið er ásættanlegt og litlu lægra en fæst fyrir kjötið hér.“ Að sögn Geirs hefur innflutningur á svínakjöti gert framleiðendum hér erfitt um vik að losna við ákveðna vöruflokka og hluta svínakjötsins og því gott að fá aðgang að öðrum mörkuðum með þá. „Rússarnir kaupa skepnuna eins og hún leggur sig og taka því allt nema hrínið. Fáist leyfið munu við hefja útflutning við fyrsta tækifæri enda talsvert magn tilbúið í frystigeymslum.“ /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.