Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Í tæplega 400 fermetra húsi í Grindavík er að finna eitt glæsilegasta einkasafn landsins af gömlum dráttarvélum og fornbílum. Vélarnar eru allar gangfærar, spegilbónaðar og ótrúlega glæsilegar á að líta. Hermann Th. Ólafsson útgerðarmaður er einn eigenda Stakkavíkur. Hann stundar einnig búskap og er með hundrað ær ásamt nokkrum félögum sínum og fjölskyldu. Auk þess stundar hann ræktun á um 50 hestum. Hermann og fjölskylda á eitt glæsilegasta einkasafn landsins af gömlu dráttarvélum og fornbílum. Útgerðarfélagið Stakkavík í Grindavík er stærsta útgerð landsins í krókaaflamarkskerfinu auk þess að reka ferskfiskvinnslu. Stakkavík gerir út 12 báta og er að láta smíða tvo glæsilega báta í smábátakerfinu. Hundrað kindur á gjöf „Föðurfjölskylda mín er ættuð úr Staðarhverfinu sem er nokkra kílómetra frá Grindavík og afi var með rollur þar og pabbi eftir hann og svo tók ég við þeim eftir pabba. Ég og félagar mínir erum með kindurnar af því að okkur finnst Hermann Th. Ólafsson á nýjustu viðbótinni á safninu í Grindavík, Fordson árgerð 1918. Myndir / VH Fyrsti traktorinn sem Hermann eignaðist, MCCormick Cub, kveikti áhugann. MCCormick Farmal er í hávegum hafður á safninu. Kælipressa og vélar sem bíða uppgerðar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.