Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 20 á kynblöndun og betri samgangna. Hættan á kynblöndun stofna sem vert er að vernda hefur því aldrei verið meiri. Næsta skref í þróun stofna eru yfirleitt skipulagðar kynbætur sem miða að því að gera gripina sem líkasta innbyrðis. Þessi þróun hófst á átjándu öld og óx fiskur um hrygg á þeirri nítjándu. Á þessum tíma fóru ræktendur að ákveða hvaða eiginleikum skyldi ná fram og vægi umhverfisþátta minnkaði. Afleiðingin er sú að fjöldi sjaldgæfra eiginleika hefur horfið úr stofnum sem teknir hafa verið til ræktunar og erfðamengi þeirra orðið einsleitara og um leið fábreytilegra. Verndun byggist á margþættum aðgerðum Árangur vel heppnaðrar verndunar felst í nokkrum ólíkum aðgerðum. Fyrst þarf að greina hvaða stofna á að vernda, tryggja öryggi þeirra og viðhald, bata og eflingu sé þess þörf. Fyrsta skrefið felst í því að ákvarða hvort viðkomandi hópur dýra teljist sérstakur stofn eða hvort genasamsetningin sé sú sama og í öðrum hópum og hóparnir einungis ólíkir í útliti. Greining er mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að verndun staðbundinna stofna sem yfirleitt eru lítt þekktir utan við heimkynni sín. Næst er að ákvarða hvort í viðkomandi stofni finnist eiginleikar sem vert sé að vernda. Eins og gefur að skilja getur slíkt reynst örðugt. Sé svo er nauðsynlegt að tryggja öryggi dýranna og viðhald stofninum til áframræktunar. Sponenberg sagði að lokum að þegar kæmi að verndun búfjárstofna yrði að gæta vel að öllum ofangreindum þáttum því að mistök á einu stigi verndunarinnar gæti orðið til þess að eiginleikarnir sem ætti að vernda glötuðust að eilífu. Íslenskir búfjárstofnar áhugaverðir Bændablaðið átti stutt spjall við Sponenberg að fyrirlestrinum loknum og spurði hver væru tengsl hans við Ísland og hvað Íslendingar þyrftu að hafa í huga þegar kemur að verndun íslenskra búfjárkynja. „Ég starfaði um tíma með dr. Stefáni Aðalsteinssyni og þá vaknaði áhugi minn á íslenskum búfjárstofnum sem ég tel mjög áhugaverða vegna þess hvað þeir hafa verið einangraðir í langan tíma. Að mínu mati ættu Íslendingar að fara gætilega þegar kemur að hugmyndum um íblöndun erlends erfðaefnis við íslenska stofna. Í mörgum tilfellum má ná meiri árangri í kynbótum með því að velja æskilega einstaklinga úr einangruðum stofnum til framræktunar en með því að koma með nýtt erfðaefni inn í stofninn. Þetta er greinilegt á Íslandi í mjólkurkúm, hrossum og sauðfé þar sem erfðaframfarir hafa verið miklar samfara nýtingu.“ /VH Dr. Ólafur R. Dýrmundsson fundarstjóri. Mynd / VH Vegna einangrunar hefur íslenska landnámshænan þróast og úr orðið Mynd / HKr. Andalúsíu-asni er dæmi um húsdýr sem hefur verið ræktað með stærð og styrk að markmiði. Bændablaðið Kemur næst út 9 október Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.