Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 23

Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 20 frá því í vor og langt fram á haust á sinn þátt í hversu vel bændur austan til á landinu uppskera. Sauðfé og skógrækt Anna og Friðjón eru með sauðfé, 230 vetrarfóðraðar kindur á húsi og þá hófu þau snemma skógrækt á vegum Héraðs- og Austurlandsskóga. Riða greindist á bænum fyrir allmörgum árum og í kjölfar niðurskurðar sneru þau sér að skógrækt á hluta jarðarinnar, en hún var fjárlaus um tveggja ára skeið. Alls rækta þau skóg á um 40 ha landi. „Auðvitað má alltaf deila um hvort það land sem tekið er undir skógrækt nýtist ef til vill betur undir eitthvað annað. Skógræktin hefur tekist vel hér og við erum aðeins byrjuð að grisja,“ segir Friðjón. Nýta allt sem jörðin gefur Anna bætir við að þau reyni að nýta allt sem jörðin gefur, tínd eru ber og sveppir til heimilis, að auki bjóða þau gistingu í tveimur sumarhúsum. Nýting hefur verið svipuð og undanfarin sumur, en einkum eru það erlendir ferðamenn sem gista að Flúðum. „Það má eiginlega segja að búskapurinn hér sé því mjög blandaður,“ segir hún. Og bætir við að eitt sinn hafi þau rekið handverksmarkað við bæinn og þar hafi einnig í eina tíð verið svín og geitur. „Við höfum prófað ýmislegt,“ segir hún. /MÞÞ Friðjón, í félagi við þrjá bændur aðra, var með kornrækt á 8 ha lands á jörðinni Setbergi og á Helgafelli. Búið er að þreskja og var uppskera mjög góð. Friðjón kampakátur með vænan kálhaus úr garði sínum við bæinn Flúðir á Fljótsdalshéraði. HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Varmadælur sem eru framleiddar og prófaðar fyrir norðlægar slóðir SEER 8,6 og SCOP 4,6 hefur prófað Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 110 Reykjavík Sími: 590 2000 Dekkin í verkin Traktorinn, fjórhjólið, jeppinn og mótorhjólið Upplýsingar á benni.is Erum með dekk í öllum verðflokkum. Góð ráð og tilboð veita sölumenn okkar í síma 590 2045 Umboðsmenn um land allt Gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað Fyrir jeppann, fjórhjólið og mótorhjólið

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.