Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Nemendur á öðru ári í BA-námi í ferðamálafræði í Hólaskóla kynntu sér í síðustu viku starfsemi Landhelgisgæslu Íslands og sérdeilda stofnunarinnar. Var þessi heimsókn liður í áfanga sem heitir Hátíðir og viðburðir. Tilgangurinn með þessu var tvíþættur, annars vegar að nemendur kunni að halda viðburð og að halda utan um heimsókn eins og þarna var farið í og hins vegar að taka út viðburði. Ólöf Birna Jensen er ein af þeim nemendum sem sáu um að skipuleggja viðburðinn fyrir samnemendur sína. Hún segir að liður í því hafi verið að virkja fjölmiðil eins og Bændablaðið til að taka þátt í þessu með þeim. „Við ákváðum að kalla okkur S.T.Ó.G.E sem eru upphafsstafir í fornöfnum okkar; Sædís Anna Jónsdóttir, Tinna Haraldsdóttir, Ólöf Birna Jensen og Guðríður Hlín Helgudóttir. Allar erum við að taka BA í ferðamálafræði í gegnum fjarnám frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal. Okkur þótti mjög sniðugt að geta haldið viðburð sem tengdist náminu okkar og þess vegna varð Landhelgisgæslan fyrir valinu, til að sýna okkur þá aðstöðu sem þeir hafa. Mikið var að skoða og við fengum að sjá sprengju- og kafaradeildina og sjá þær sprengjur sem hafa fundist hér á landi og sjó. Einnig fengum við að sjá sprengjur sem notaðar eru til að þjálfa fólk sem er að fara utan. Við fengum að sjá tækjabíla, róbóta og búninga. Þaðan fórum við í Sjómælingar Íslands, sem er deild innan Gæslunnar, og skoðuðum mælinga- og kortadeildina. Þar fengum við að sjá hvernig mælt er fyrir sjókortum bæði í dag og hvernig það var gert hér áður fyrr. Við fengum að kynnast því hversu mikilvæg þessi vinna er en líka hversu tímafrek hún getur verið. Eftir kynningu hjá Sjómæl- ingum var haldið niður í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíðinni í Reykjavík. Til að komast þangað var gengið framhjá símaveri Neyðarlínunnar 112. Við fengum margs konar upplýsingar um hvað þeir gera í stjórnstöðinni eins og að fylgjast með bátaumferð og að fylgja því eftir að tilkynningaskylda sé virt. Þaðan var haldið í þyrluskýlið þar sem við fengum að sjá hvernig þeir skipuleggja ferðir sínar. Einnig fengum við að skoða eina af stóru þyrlum Gæslunnar sem var þar í skoðun hjá flugvirkjum. Í lokin voru nemendur sem sóttu viðburðinn beðnir um að svara gátlista og skila inn nafni sem fór í pott. Dreginn var út vinningshafi sem fékk tvo miða á Hið íslenska reðarsafn og vinningshafinn var Anna Margrét Árnadóttir. Við viljum þakka Landhelgis- gæslunni fyrir kynninguna, Reðarsafninu fyrir stuðninginn og auðvitað öllum þeim sem gáfu sína vinnu til að aðstoða okkur við viðburðinn,“ sagði Ólöf. /HKr. Hópurinn skoðaði m.a. aðstöðu sprengju- og köfunarsveitar Gæslunnar, en kafarar voru nýkomnir úr leiðangri af Austfjörðum vegna strands Nemendur í ferðamálafræði í Háskólanum á Hólum á faraldsfæti: Kynntu sér störf Landhelgisgæslu og Sjómælinga Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst vandlega með öllum skipum og bátum sem fara um landhelgi Íslands og hafsvæðið sem heyrir undir eftirlit Nemendahópurinn úr Hólaskóla ásamt Hrafnhildi Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, sem er lengst til vinstri, og Teiti Gunnarssyni, stýrimanni og sigmanni Gæslunnar, sem er lengst til hægri á myndinni. Myndir / HKr. Sjómælingar og kortagerð af hafsbotninum við Ísland verða stöðugt mikilvægari, m.a. vegna aukinnar umferðar erlendra farþegaskipa. Þetta fjarstýrða tæki sprengjudeildarinnar er hægt að nota ef skoða þarf vafasama pakka sem gætu innihaldið sprengiefni. Kornsekkir og plastinnlegg - Eigum til á lager mismunandi stærðir kornsekkja sem eru fullopnir að ofan og með eða án losunarops í botni. - Bjóðum einnig upp á sterk plastinnlegg sem henta fyrir kornsekkina. Legur: - Eigum til legum á lager – vottuð gæði. Brettatjakkar/Vinnuborð: - Mjög gott úrval af brettatjökkum og vinnu- borðum á lager. Brettatjakkar málaðir, galvaniseraðir og ryðfríir. Efnavara: - Höfum einnig mjög breiða línu í efnavörum, smurefnum, koppafeiti vottuð smurefni fyrir matvælaiðnað. Leitið upplýsinga hjá okkur Tunguháls 10 110 Reykjavík Sími: 517 2220

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.