Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Eitt er víst að það er Alþingi
Íslendinga sem setur lögin, en
oft talar Samkeppniseftirlitið
eins og það eigi að ráða.
Um mjólkurframleiðslu í
Bandaríkjunum, Kanada og
í ESB gilda á ýmsum sviðum
sérlög eins og hér.
Mjólkursamsalan mun áfrýja
úrskurði Samkeppniseftirlitsins
og menn verða að bíða þeirrar
niðurstöðu og gefa fyrirtækinu
svigrúm á meðan. Síðan tekur
við tímabil þar sem ber að græða
sárin. Stórverslunin hefur hlotið
marga slíka úrskurði og jafnan
borgað sektirnar, ekki áfrýjað.
Mjólkuriðnaðurinn virðir lögin og
vill alls ekki brjóta þau. Því verður
að fá niðurstöðu hvað sé rétt í þessu
og hvort ákvörðunin standist. Eitt
er víst að það er rangt að Mjólka
Ólafs Magnússonar hafi verið sett
á hausinn árið 2008 af MS, en þá
sagði hann sjálfur orðrétt þegar
gjaldþrot blasti við:
„En okkur er enginn vorkunn og
við getur engum öðrum um kennt
en okkur sjálfum.“ Svo mörg voru
þau orð.
Greiðslumark verði 140
milljónir lítra
Aldrei í Íslandssögunni hefur
jafn mikið verið etið og drukkið
af mjólkurvörum og mjólk,
eins og síðustu árin. Nú hefur
stjórn Samtaka afurðastöðva
í mjólkuriðnaði gert tillögu
t i l Framkvæmdanefndar
búvörusamninga um að greiðslu-
mark mjólkur verðlagsárið 2015
verði ákveðið 140 milljónir
lítra, sem er gríðarleg viðbót.
Þessi ákvörðun eru mikil
tíðindi fyrir kúabændur og segir
okkur að neyslan frá því að sá
búvörusamningur sem enn er í
fullu gildi, að vísu tvíframlengdur
frá árinu 2004 og byggði á neyslu
upp á 104 milljónir lítra, sé barn
síns tíma.
Við vitum að bændur eru nú
með full fjós af kúm og munu
gera allt til að mjólk skorti ekki
á markaðnum, og vonandi ganga
söluspár eftir. Full þörf er því á að
gera nýjan samning milli ríkisins
og bænda sem allra fyrst. Við
svona framleiðsluhvatningu er
margt ungt fólk tilbúið að koma
inn í greinina og taka við búum
þeirra eldri, ætla mætti að eitt til
tvö hundruð ung hjón sem ala með
sér þann draum að verða bændur
séu á þröskuldinum og vilji hefja
kúabúskap. Til að slíkt gerist
þarf stefnan að vera skýr hvernig
atvinnugreininni er gert að byggja
sig upp og hvernig standa hin stóru
hornmörk sem varða leiðina til
framtíðarinnar.
Tækifæri að auðvelda nýliðun
Nú er tækifæri að auðvelda nýliðun
og því þarf landbúnaðarráðherra
ásamt forystumönnum bænda að
setjast yfir þetta stóra verkefni og
greina heildarmyndina og hvernig
best sé staðið að stefnumörkuninni
og nýjum samningi. Sá
búvörusamningur sem nú er að
renna sitt skeið var góður, hann
er gagnsær og flækjustigið innan
marka. Hér eru mikilvægustu
hornmörkin að tollarnir á okkar
framleiðsluvörum haldi og þeim
sé ekki raskað einhliða, það
skilur ESB best, sem er stærsta
tollabandalag heims og gefur
ekkert eftir. Það sjáum við best
í skyrinu okkar sem fer sigurför
um Evrópu en rekur sig strax
í tollmúrana og er vara sem er
sérstök og alíslensk en undanþága
er ekki til í þeirra bókum, þeir vilja
osta hingað í staðinn. Nú er verðið
fallið á kvóta eða framleiðslurétti
og hefur það ekki verið lægra frá
upphafi. Enda er fullt verð greitt
á alla umframmjólk við þessar
aðstæður.
Bankakerfið hefur verið of
tregt gagnvart uppbyggingu
sveitanna eftir hrunið mikla, en
sannleikurinn er sá að gjaldþrot og
afskriftir eru miklu stærra vanda-
mál í öðrum atvinnugreinum en
landbúnaði.
Sama verðlag um land allt
Hvernig verður með opinbera
verðlagningu í mjólk? Sem er
ekki síst mikilvæg til að verðlag
um allt land á hinni mikilvægu
dagvöru mjólkurafurðanna sé það
sama um allt land hvar sem fólkið
kaupir mjólk, ost, smjör o.fl.
Sama á við um verð til bænda.
Enn fremur hafa verslanirnar
þær minni talið sér hag og
öryggi í þessu kerfi til að lifa af í
samkeppninni.
Sykurinn veldur skaða
Hvernig fer stóra málið með
matarskattinn sem nú er boðað
að hækki úr 7% upp í 12%?
Hvernig lenda stjórnarflokkarnir
þessu vonda deilumáli? Sagt er að
í málinu felist það að sykurgjöld
á feitustu þjóð í heimi eigi að
lækka um þrjá milljarða, mín
skoðun er sú að sykurinn eigi að
borga vel til ríkisins fyrir þann
skaða sem hann veldur heilsufari
landsmanna og er loksins
viðurkennt. Það er nýtt að verða
að gera Össur Skarphéðinsson að
leiðtoga lífsins í matarskattinum.
Það er ógeðslegt að sjá blessuð
börnin moka með skóflum
sælgæti í poka í sérstökum
sykurherbergjum verslananna.
Og enn alvarlegra að sjá þá feitu
og hrjáðu fara í búðir um miðjar
nætur vegna fötlunar sinnar. En
landið er að rísa og sígandi lukka
er best, horfum til hinna björtu
hliða tilverunnar.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM:
Mjólkuriðnaðurinn virðir lögin
Matvælastofnun (MAST) hefur
gefið út leiðbeiningar um meðferð
búfjár, matjurta, drykkjarvatns
og fóður á áhrifasvæðum
eldsumbrotanna í Holuhrauni –
vegna hugsanlegrar mengunar
frá ryki og gosefnum.
Þar kemur fram að MAST hafi
skoðað hvort hætta muni stafa af
matjurtum og fóðri vegna losunar
brennisteinsdíoxíðs (SO2). Neysla
matjurta á áhrifasvæði eldgossins
mun þannig ekki vera hættuleg
fólki í því magni sem hér um
ræðir og eru áhrif innöndunar
brennisteinsdíoxíðs mun meiri.
Hins vegar eru súlfít, sem verður
til þegar brennisteinsdíoxíð kemst
í snertingu við vatn, þekktur
ofnæmisvaldur og geta matjurtir
af svæðinu þar af leiðandi verið
varasamar fólki með óþol fyrir
súlfítum í matvælum.
MAST hvetur fólk sem fyrr til að
skola matjurtir og ber vel með vatni
fyrir neyslu til að fjarlægja ryk og
gosefni sem gætu hugsanlega verið
til staðar, svo sem súlfít, flúor og
önnur snefilefni.
Í tilkynningu MAST kemur fram
að þegar litið er til dýra á beit þá
stafar þeim mun meiri hætta af
innöndun brennisteinsdíoxíðs frá
eldgosinu en af því litla magni sem
sest á gróður.
Á vef MAST eru nánari
upplýsingar að finna varðandi
mengunarhættu frá eldgosinu.
Þar segir eftirfarandi
varðandi öskufall:
• Tryggja öllum dýrum hreint
drykkjarvatn, svo sem kostur er. Sjá
til þess að skepnur á útigangi hafi
aðgang að rennandi vatni eða færa
þeim hreint vatn reglulega og koma í
veg fyrir að þær drekki úr stöðnu vatni.
Kanna ástand vatnsbóla og sjá til þess
að yfirborðsvatn berist ekki í þau.
• Forða skepnum undan öskufalli, hýsa
þær ef aðstæður eru fyrir hendi eða
flytja annað.
• Takmarka beit á þeim svæðum þar
sem öskufall er mikið, gefa lystugt
fóður vel og oft, og tryggja aðgang
að selenríkum saltsteinum eða
stömpum. Gera ráðstafanir til að
koma í veg fyrir að aska falli á fóðrið.
• Hafa daglegt eftirlit með öllum
skepnum, sér í lagi lambfé og
folaldshryssum. Hryssum og ám
getur verið hætt við klumsi eða doða
og ungviðinu við skorti á E-vítamíni
og seleni.
• Breiða yfir fiskeldisker, þar sem því
verður við komið og tryggja gott
vatnsstreymi í kerin.
• Sama gildir um gæludýr og aðrar
skepnur. Mikilvægast er að þau drekki
ekki úr stöðnu vatni og best að halda
þeim sem mest innandyra.
Um loftmengun segir:
• Tryggja svo sem kostur er að skepnur
gangi ekki á landi nálægt gosstöðvum
þar sem hætta er á loftmengun.
Koltvísýringur sest í lægðir og getur
valdið köfnun.
• Forðast álag á skepnur þegar
loftmengun er mikil, t.d. hlaup
og streituvaldandi aðstæður.
Brennisteinsdíoxíð veldur m.a.
ertingu í öndunarfærum og augum.
Þetta er rétt að hafa í huga m.a. við
smölun þá daga sem mengun er mikil,
því meðal þess sem þarf að varast eru
mikil hlaup og streita.
Aska og flúor
Gosefni sem berast með vindi geta
mengað gróður og vatn og borist ofan
í skepnur. Öskukornin eru oddhvöss
eins og örsmá glerbrot. Þau særa
augu, öndunarfæri og meltingarveg.
Þau geta valdið niðurgangi, tannsliti
og fótsæri. Flúor loðir við yfirborð
kornanna. Magn flúors eykst því eftir
því sem askan er fínni. Fín aska langt
frá eldstöð er því ekki síður hættuleg
skepnum en aska sem fellur nær.
Flúor bindur kalsíum í torleyst
sambönd og stuðlar þannig að
kalkskorti. Bráð eitrun getur valdið
doða í ám og kúm, og klumsi í
hryssum, einkum seint á meðgöngu
og um burð eða köstun. Langvinn
eitrun getur leitt af sér alvarlegt
misslit á jöxlum (gadd), sem gerir
skepnunum erfitt að tyggja, sem og
óeðlilegar beinmyndanir á fótleggjum,
sem valda helti.
Hætta vegna eldgoss er breytileg
eftir árstíð, dýrategund, aldri, magni
flúors og annarra efna í öskunni og
hvert askan berst. Hindra skal ef unnt er
öskufall á skepnurnar og í fóður þeirra
og sjá til þess að þær hafi aðgang að
hreinu drykkjarvatni. Ef aska fellur á
óslegið tún á heyskapartíma, er vissara
að bíða með slátt þar til rignt hefur,
sama gildir um beitiland. Flúorinn
þynnist fljótt og eitrunarhætta dvínar,
þegar rignir. Falli flúormenguð aska
á hey þarf að meta magn flúors, sem
gæti borist í skepnurnar og taka
ákvörðun um nýtingu heysins á
grundvelli þess.
Mikill munur er á því hvort magn
flúors sé hátt yfir langan tíma eða
skamman. Bráð eituráhrif geta komið
fram í nautgripum, sauðfé og hrossum
ef magn flúors í þurrefni í fóðri fer
yfir 250 mg/kg. Algengustu einkenni
eru doði í kúm og kindum, og klums
í hryssum, en einnig ýmis einkenni
frá taugakerfi og meltingarfærum. Ef
magn flúors í fóðri og drykkjarvatni
er yfir mörkum í langan tíma geta
komið fram einkenni í tönnum og
beinum.
Jafnframt ber að hafa í huga að
ýmsir þættir hafa áhrif á þolmörkin,
s.s. aldur dýrsins, almennt næringar-
og heilbrigðisástand og streita. Ung
dýr, dýr í lélegu ásigkomulagi og
dýr sem eru undir álagi vegna lélegs
aðbúnaðar eða annarra þátta eru mun
viðkvæmari. /smh
Leiðbeiningar frá MAST vegna mengunaráhrifa frá eldgosi á búfé, matjurtir, drykkjarvatn og fóður:
Meiri hætta vegna innöndunar
en því sem sest á gróður
Réttað í Kjósarrétt
í roki og rigningu
Það er ekki alltaf sól og blíða þegar
bændur smala fé sínu af fjalli á
Íslandi.
Réttað var í Kjósarrétt á
sunnudag í hífandi roki og rigningu.
Þangað fóru börn starfsmanna
Bændasamtaka Íslands til að virða
fyrir sér kindurnar. Þurfti að halda
vel í börnin til að þau fykju hreinlega
ekki út í veður og vind. Kom það sér
því vel að við nýuppbyggða réttina
er traustlegt steinhús þar sem hægt
var að leita skjóls og virða fyrir sér
féð út um gluggann.
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá mjólkurbúinu Kú, virðir fyrir sér
safnið í Kjósarrétt. Myndir / EHG