Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Hundahúfa PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Besti vinur mannsins, hundurinn, er á mörgum heimilum. Sérstaklega þykir barnabörnunum mínum gaman að koma í heimsókn og leika sér við Sindra, labradorinn okkar. Þess vegna þótti okkur alveg tilvalið að prjóna svona hundahúfu handa henni Hrafnhildi en hún á boxer sem heiti Mia og myndin á húfunni líkist mest þeirri tegund. Gaman væri ef einhver ætti munstur af fleiri hundategundum og vildi leyfa okkur að nota það. Stærð: s-m/l-xl. Prjónar nr. 4. Efni : Sport garn svart og hvítt fæst á www.garn.is og í Bjarkarhóli á Nýbýlavegi. 1 dokka af hvorum lit. Prjónfesta: 10x10 sm gera 23 L og 29 umferðir. Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, í síðustu 3 umferðunum, sem eru svartar, eru teknar saman 2 og 2 lykkjur í seinni 2 umferðunum og síðan bandið dregið í gegnum síðustu lykkjurnar og gengið vel frá því. Gerður dúskur úr hvítu og svörtu garni og festur vel á. Húfa: Fitjið upp 100-110-120 l og prjónið stroff 2 sl 2 br 3-4 umferðir. Prjónið því næst eftir munstrinu gætið þess að sums staðar í myndinni eru langir þræðir á bak við, gætið þess að festa þá . Þegar munstrinu lýkur er tekið úr samkvæmt aðferðarlýsingunni. Gengið frá endum og húfan þvegin. Passa að skola vel þegar svart og hvítt er þvegið saman í fyrsta sinn, gott að setja smá borðedik í síðasta skolvatnið. Lögð slétt til þerris. Inga Þyri Kjartansdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Langar að búa til vélmenni Hildur er kát Reykjavíkurmær sem hefur gaman af öllu mögulegu nema vera í fýlu og lesa leiðinlegar bækur. Nafn: Hildur Einarsdóttir. Aldur: Fimm ára og á afmæli í mars. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Reykjavík. Skóli: Grænaborg. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Renna, róla, fara í eltingar- og feluleik, í bíló og leika mér með vinum mínum í alls konar leikjum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mér finnst páfagaukar skemmtilegir og ætla að safna mér fyrir honum. Svo langar mig í lítinn gíraffaunga en svoleiðis eru ekki til á Íslandi. Uppáhaldsmatur: Lasagna, alveg eins og kettinum Gretti. Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk og líka Páll Óskar. Uppáhaldskvikmynd: Mér finnst myndin Karolína skemmtileg en hún er líka hræðileg og ekki fyrir smábörn og svo finnst mér Strumpamyndirnar líka skemmtilegar. Fyrsta minning þín? Ég man að mamma var með varalit þegar ég var skírð. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi engar íþróttir og kann ekki að spila á hljóðfæri en mig langar að spila fótbolta og læra að dansa og æfa fimleika. Mig langar líka að vera trommuleikari og læra að spila á fiðlu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjúkraþjálfari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég er ekki búin að gera það en mig langar að búa til vélmenni en veit ekki enn hvernig á að gera það. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Mér finnst leiðinlegt að vera í fýlu og lesa leiðinlegar bækur. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Ég fór með pabba í stóru sveitina og á Flateyri. Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 5 8 9 3 8 4 6 1 5 9 1 3 9 6 4 5 9 2 4 7 8 7 6 4 Þyngst 4 7 6 1 2 7 9 8 9 4 4 3 8 1 3 2 7 3 7 4 9 8 2 1 8 1 3 4 7 9 2 8 4 7 9 7 9 3 2 4 5 1 7 6 2 3 8 9 5 6 4 8 5 2 3 6 5 9 7 9 1 2 4 1 5 7 2 3 4 7 ÞJÁNINGA ÚTDEILDI TIGNAR- MAÐUR SKERGÁLA FIÐUR U MATAR-ÍLÁT ARRFEIKNA S SKJAFT-ASKUR K V A L D R A R I KPESTHEY V E F ÚTFALLÁTT Ú T S O G RG A S S N A K K LÍTIÐ L Í K A MÁLMUR ÞANGAÐ TIL FATAST U N S HUGUR HEIM- SKAUT Þ BRAK FLJÓT- FÆRNI M A R R FRAM- VEGIS SKÓLI Á F R A M GSKEINA ÁSVIPAÐ NASL SVEIGUR Ó P E R A PERSÓNU-FORNAFN VEIÐIEFTIRRIT A F L I SAM-KVÆMT VÖRU-MERKI Á SÖNG- LEIKUR AGA K Ó L A FJÖRU- GRÓÐUR YNDI Þ A N G LASLEIKI GELT P E S TS L L SKOTSTOPPA S N A F S ÚT- HLUTAÐIR SÝKJA G A F S T TVEIR EINS FLÍK I L S EYRIRÍSHÚÐ A U R KOMST AUGA Á HYLMING S Á S T LJÚFUR SLANGAP P TALAMÁLA T Í U ANGAN I L M ÆTTGÖFGI FYRIR HÖND T I G N P L A S T LÍMBANDTIL SAUMA T E I P STILLAANGRA R Ó AGERVIEFNI T I G I N N AÐ UTANÍ RÖÐ Y T R A TVEIR EINSTIL Ð ÐEÐAL-BORINN U R T A A GÁSKI N G ÓSKA A Á L R S N I A DUFLA SKORDÝR D M A A Ð U R R A ÁN PÚKA Á 1 Lausn á síðustu krossgátu Hundahúfa bak. Hundahúfa. Munsturslitur Aðallitur Hundahúfa að framan. Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is Varahlutir - Viðgerðir sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case Vélavit Oftast ódýrastir! JCB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.