Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Margir eru á Facebook til að fylgjast með fjölskyldu og vinum ásamt að vera meðlimir í alls konar hópum sem tengist áhugamáli hvers og eins, besta mál og oft ágætis skemmtiefni. Nokkrir hópar á Facebook tengjast landbúnaði, en einhver stærsti þeirra sem ég hef séð er hópur sem er með ýmislegt tengt landbúnaði til sölu (Landbúnaður til sölu/ óska eftir), fín síða sem að mestu er að auglýsa gömul tæki og oft úr sér gengin. Einnig hef ég rekist á síður sem eru meira lokaðar og ætlaðar fyrir smærri hópa eins og einn hópur sem mér var boðið í sem eru hjálparmenn við smalamennsku á bóndabýli hjá vinum mínum. Skemmtileg síða, sett upp af bændahjónum á Suðurlandi með mikið af myndum úr ævintýrum sem tengjast smalamennsku. Facebook ekki bara vinsæl á Íslandi Erlendis eru svipaðar síður um ýmis mál sem tengjast landbúnaði og má þar nefna síðu sem birtir aðallega myndir af seinheppnum bændum við störf sín og nefnist Farming Accidents. Bresku bændasamtökin eru svo með síðu á Facebook sem þeir nota til að koma fréttatengdu efni frá samtökunum (NFU Online). Írar eru með síðu, sem nefnist Stop Farm Accidents, þar sem þeir koma á framfæri ýmsum fróðleik. Persónulega er ég mjög hrifinn af forvarnasíðu Íra sem rekin og fjármögnuð er af Írsku heilbrigðisstofnuninni HSE (http://www.hsa.ie). Í síðasta forvarnapistli, þar sem ég skrifaði um hjálmlausa strákinn með farþegana tvo í kringum réttirnar, rakst ég á þessa síðu á Facebook: Kids/Teens Killed In Farm Related Accidents. Ef vilji er fyrir hendi þá er hægt að finna ótal síður sem eru um forvarnir í landbúnaði á Facebook. Einnig er mikið efni sem má finna á veraldarvefnum um forvarnir úti í heimi. Á þessu eina ári sem ég hef skrifað um forvarnir hefur mér oft dottið í hug hvort ekki væri full þörf fyrir síðu á Facebook þar sem hægt væri að deila reynslusögum sem mættu hugsanlega koma í veg fyrir slys og fjárhagslegt tjón sem tengjast landbúnaði. Með smá vakningu í forvarnamálum má gera kraftaverk, en fyrir nokkru kvartaði ég yfir því að hafa ekki enn séð slökkvitæki áfast við dráttarvél. Stuttu eftir þann pistil fékk ég senda mynd sem gladdi mig mikið. Það á ekki að vera feimnismál að benda á það sem betur má fara, s.s. að nota hjálm á hestbaki og fjórhjóli, klæðast áberandi vestum við smalamennsku, hafa ljósabúnað í lagi á dráttarvélum og fleira. Máttur Facebook Dráttarvél með slökkvitæki. SK ES SU H O R N 2 01 2 Árleg smákökukeppni Gestgjafans og KORNAX fer fram 20. október nk. Skilyrði er að í smá- kökunum sé bæði KORNAX hveiti og súkkulaði frá Nóa Síríus. Einnig má hver smákaka ekki vera stærri en 5 cm í ummál. Verðlaunauppskriftirnar munu birtast í kökublaði Gestgjafans sem kemur út 7. nóvember. Vinnings smákakan verður í boði á jólahlaðborði Argentínu. SMÁKÖKUSAMKEPPNI GESTGJAFANS OG KORNAX SÚKKULAÐISMÁKAKA ÁRSINS 2014 Vegleg verðlaun sjá nánar á www.kornax.is Verkefna- og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Verkefna- og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2014. Veittir verða tveir aðalstyrkir, kr. 300.000-, og einn verkefnastyrkur, kr. 100.000-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000. Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðsstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna er sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lögheimili í Fljótsdalshreppi er sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn hafa forgang umfram aðra umsækjendur. Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, fyrir 15. október, eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.