Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Eigendur að Merkurbúinu sf. fá glænýja Case IH dráttarvél: Bæta tækjakostinn fyrir stækkandi kúabú Eyvindur Ágústsson og Aðalbjörg Rúna Ásgeirsdóttir, bændur á Stóru-Mörk undir norðanverðum Eyjafjöllum, voru mætt ásamt börnum sínum hjá Kraftvélum á föstudagskvöldið. Þar voru þau að taka við glænýrri og öflugri Case IH dráttarvél sem heitir Puma CVX. Vélin er keypt fyrir Merkurbúið sf., en auk þeirra Eyvindar og Aðalbjargar eru Ragna Aðalbjörnsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson meðeigendur í fyrirtækinu. „Þetta er öflugt tæki, enda þarf maður að draga á þessu allar heyvinnsluvélar og annan búnað,“ segir Eyvindur. „Það er líka mikil yfirferð því við erum með um 170 hektara land. Við erum með um 100 mjólkurkýr og nærri 180 kindur. Síðan erum við að fara á fullt við að stækka fjósið og bætum við um 40 básum.“ Vélin sem um ræðir er Case IH Puma CVX og er 188/218 hestafla með aflauka. „Úr þessari framleiðslulínu eru fáanlegar vélar í 7 stærðum frá 170 til 260 hestafla og eru þær allar með stiglausri skiptingu. Verðið er frá 12.790.000 krónum án virðisaukaskatts. Eigin þyngd vélarinnar er 8,5 tonn og olíutankurinn tekur 395 lítra. Þá eru dekkin engin smásmíði því framdekkið er 600/65R28 og að aftan eru dekkin af stærðinni 710/70R38. Vel búin og öflug vél Annar helsti búnaður sem er í vélinni er CVX stiglaus þriggja þrepa skipting, með ökuhraða frá 0,01 til 43 km/klst. Þá er vendigír með Park Lock-bremsu og hitari fyrir skiptingu og mótor. Vökva- og loftbremsuventlar eru í vélinni ásamt mótorbremsu. Alúttak er mjög fjölþætt, en að aftan er 540/540E/1000/1000E og 1.000 snúninga aflúttak að framan. Í vélinni er fjaðrandi framhásing og framlyftibúnaður með lyftigetu 3,785 kg., en vökvadæla vélarinnar afkastar 150 lítrum á mínútu. Festingar er fyrir stjórnbúnað tengitækja (rúlluvél o.þ.h.). Þrítengibeisli er með opnum örmum og 110 mm tjökkum með lyftigetu upp á 8,7 tonn. Stjórnbúnaður fyrir lyftu, aflúttak og 1 vökvasneið úti á afturbrettum báðum megin og vökvaútskotinn dráttarkrókur. Þægindin eru eins og best verður á kosið með fjaðrandi ökumannshúsi, loftpúðasæti með hita og útvarp með USB og Bluetooth. Stillanlegur armpúði með stjórnbúnaði er einnig í vélinni. Hliðarspeglar eru rafstýrðir og með hita. Þá er í vélinni loftkæling með ATC (automatic temeratur control). Stór snertiskjár er þar einnig þar sem upplýsingar eru um gang vélarinnar og tengitækja, t.d. rúlluvéla, sem eru með ISO BUS-tengingar. Að sjálfsögðu er svo öryggisbelti fyrir bæði ökumann og farþega. Nátengt Fiat-samsteypunni Case IH varð til sem nýtt nafn í landbúnaðartækjabransanum þegar Tenneco keypti landbúnaðarhluta International Harvester (IH) sem einkum hafði verið þekkt nafn hér á landi fyrir jarðýtur sínar. Tenneco sameinaði IH við fyrirtæki sitt J.I. Case, oftast einfaldlega kallað Case, en hét áður J.I. Case Threshing Machine Company. Það var upphaflega stofnað af Jerome I Case árið 1842. Í dag er Case IH hluti af New Holland AG og er í eigu CNH Global sem er í fjárhagslegri eigu Fiat-samsteypunnar á Ítalíu. Flest öll dráttarvélafyrirtæki heimsins í dag eru reyndar í eigu Ítala. /HKr. Fyrstu Chamberlain-traktor- arnir komu á markað árið 1949. Það ár smíðuðu feðgar, faðir og tveir synir, ellefu dráttarvélar í yfirgefinni skotfæraverksmiðju og notuðu ættarnafn sitt til að markaðssetja framleiðsluna. Í upphafi gengu traktorarnir fyrir tvígengisvél sem brenndi steinolíu og hönnuð var af Phil Irving sem seinna gat sér gott orð fyrir hönnun á vélum fyrir mótorhjól. Steinolíuvélin í Chamberlain-traktorunum reyndist ekki vel og og árið 1952 var skipt yfir í dísilvél. Við tóku vélar frá General Motors og voru þær notaðar í allar stærri týpur fram til 1967. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hóf Chamberlain að framleiða minni traktora með Perkins-vél. Vélarnar voru þriggja gíra og með háu og lágu drifi og nutu gríðarlegra vinsælda og seldust yfir 20.000 slíkar á næstu 20 árum. Dæmi um þrautseigju Perkins- vélanna er að árið 1955 tók ein slík þátt í rúmlega 9.600 kílómetra Ástralíurallíi þar sem hún kom 30 öðrum traktorum til bjargar sem höfðu fest sig í sandi eða bilað. Tveimur árum seinna var sama Chamberlain-traktornum ekið tæplega 18 þúsund kílómetra á ellefu dögum. Góð ending það. Meðalframleiðsla fyrirtækisins var 3000 dráttarvélar á ári sem taldist lítið á þeim tíma. Árið 1970 keypti landbúnaðartækjaframleiðandinn John Deere 49% hlut í Chamberlain og var þá farið að nota sams konar vélar í báðar gerðir dráttarvéla. Árið 1986 tók John Deere alfarið við rekstrinum. Skömmu seinna var framleiðslu Chamberlain-traktora hætt þrátt fyrir að framleiðsla á varahlutum í eldri vélar héldi áfram í nokkur ár. /VH Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu Fjölskyldan frá Stóru-Mörk ásamt sölumanni Kraftvéla við Case IH 170 dráttarvélina. Talið frá vinstri; Ásgeir Ómar, Lilja Rut og Emilía Rós Eyvindarbörn, Aðalbjörg Rúna Ásgeirsdóttir, Eyvindur Ágústsson og Dagbjartur Ketilsson, sölumaður Kraftvéla, sem er frá þeim margfræga bæ, Brúnastöðum. Mynd / HKr Risagróðurhúsið sem á að reisa við Grindavík: Fjárfestingamálin enn ófrágengin Í byrjun júlímánaðar síðastliðnum greindum við frá því hér í blaðinu að fyrirhuguðum framkvæmdum við risagróðurhús, sem ætlunin var að reisa í níu kílómetra fjarlægð frá Grindavík, hefði seinkað um sex mánuði frá upphaflegri áætlun. Enn liggja fjárfestingasamningar ekki fyrir, þótt stefnt hefði verið að ljúka þeim málum í júlí. Kristján Eysteinsson, talsmaður fyrirtækisins EsBro á Íslandi, sem hyggur á þessa framkvæmd, sagði í viðtali við blaðið í sumar að fjárfestingasamningar myndu liggja fyrir í lok júlímánaðar – en þeir eru meðal annars forsenda þess að ríkið taki formlega afstöðu til umsóknar um mögulegar ívilnanir til handa fyrirtækinu. Tíu þúsund tonn af vistvænum tómötum Í viðtalinu í sumar kom fram að gert væri ráð fyrir um tíu þúsund tonna vistvænni tómataframleiðslu á ári. Ákveðnir skilmálar yrðu gerðir um að framleiðslan yrði ekki, undir nokkrum kringumstæðum, sett á innanlandsmarkað. Kristján segir nú að fjárfestingamálin séu ófrágengin. Hann segist vænta þess að fá upplýsingar um framtíð verkefnisins á allra næstu dögum. /smh Sams konar hús og fyrirhugað er að reisa við Grindavík. Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 9. október Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.