Bændablaðið - 25.09.2014, Side 7

Bændablaðið - 25.09.2014, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 ram skal haldið með kveðskap frá hagyrðingasamkomu „Kátra daga“ á Þórshöfn. Jóhannes á Gunnarsstöðum lauk sínu máli í síðasta þætti. Þessi þáttur er helgaður Hjálmari Freysteinssyni og framlagi hans. Hjálmar hefur sýnilega sinnt kveðskaparefnum sínum betur en Jóhannes og því hugsanlegt að helga honum rausnarlegra rými en heimamanninum á Gunnarsstöðum. Um sig sjálfan orti Hjálmar í upphafi samkomunnar: Leikur mér allt í lyndi, léttvægar mínar syndir. Svo er ég augnayndi allra – sem eru blindir. Að horfa á mig er hörmung sönn, hér þyrfti margt að laga, enda hefur tímans tönn tuggið mig ár og daga. Um sessunauta sína orti Hjálmar: Þótt hugsun mín sé fjarska frjó og fæðist vísur enn, er ég búinn að yrkja nóg um alla þessa menn. Stjórnandinn, Birgir Sveinbjörns- son, fékk smá völu. Birgir hafði nýverið lokið mikilli sólpallasmíði við sumarhús sitt í Krossavík: Sæll er Birgir í seinni tíð síðan hann fékk pallinn, sá er mikil meistarasmíð og miklu stærri en skallinn. Næstu tvær vísur Hjálmars tengjast ekki beint efnistökum samkomunnar, en ortar samt á árinu. Látum lesendum eftir að álykta um tilefni vísnanna: Fer mér hægt og forðast slys fallegt er í góðri tíð, og útsýnið fæst ókeypis alla leið í Reykjahlíð. Við fjallavötnin fagurblá er ferðamönnum vistin blíð, þótt fæstir hafi efni á útsýninu í Reykjahlíð. Þétting var ort um barnaskólann á Svalbarði sem hefur nú verið aflagður. Þrátt fyrir að „Vigfús“ gerði sitt til þess að viðhalda nemendafjölda við skólann, þá fór sem fór. Hjálmar orti limru um lokun skólans: Frægur er „Vigfús“ að vonum, virðingar aflaði honum að í 5 ára törn átt‘ann 20 börn með 28 konum. Þá skyldi ort um flutning opinberra stofnana út á land, þ.m.t. flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hjálmar orti: Sigurð ei setur ofan, sumir prís‘ann og lof´ann og málsháttinn þann mætavel kann: „Flýgur fiskistofan“. Óbeðinn fer svo Hjálmar að huga að frekari flutningi opinberra starfa út á land: Stjórnin er að ráðum rík, rétt er hana að lofa. Í haust verður flutt á Húsavík Höfuðborgarstofa. Að trúarlífi hér skal hlúð; hef ég fundið leið til þess. Það má flytja Þorláksbúð til Þórshafnar eða Sauðaness. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM F „Smalamennska gekk mjög vel, þetta er fremur létt dagsverk hér á okkar svæði og veðrið lék við okkur. Þannig að allt var eins og best verður á kosið,“ segir Andrés Kristinsson, réttarstjóri í Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Féð kom vænt af fjalli eftir gott og grösugt sumar, en ríflega eitt þúsund fjár eru í eigu fjárbænda sem rétta í Þórustaðarétt. Einkum eru þeir búsettir í Kræklingahlíð og niður í „skotti“ eins og heimamenn nefna svæðið frá Hlíðarbæ að Gásum og upp að Hlöðum. Enginn sérstakur afréttur er á svæðinu að sögn Andrésar, féð heldur sig í Hlíðarfjalli og Laugalandsheiði. „Þetta er auðvelt viðureignar hjá okkur og alls ekki margt fé heldur, flestir hér á svæðinu halda kindur sér til gamans og eru með þetta tvö til þrjú hundruð ær þeir sem mest eiga,“ segir Andrés. /MÞÞ Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi: Veðrið lék við fé og fólk Myndir / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.