Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 35

Bændablaðið - 25.09.2014, Síða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um menntun og vísindastarf í umhverfis-, náttúru- og búvísindum hér á landi á opinberum vettvangi. Að vísu hefur lítið verið fjallað um ágæti menntunar eða nauðsyn, að hve miklu leyti hún svarar kalli tímans eða hvaða nýju spurningum menntun og vísindastarf á þessum sviðum ætti að svara. Hin opinbera umfjöllun síðustu misseri hefur snúist að mestu um rekstrarform og utanumhald. Einkum í samhengi við rekstrarfyrirkomulag og rekstrarniðurstöður Landbúnaðar- háskóla Íslands. Umræðan er í ógöngum og hefur þróast í átök um „annaðhvort eða“-lausnir. Ekki mjög heppilegt þegar hópurinn sem lætur sig málin varða hefur í raun sameiginlegt markmið um eflingu þekkingar í landbúnaði, umhverfi og náttúru. Minna hefur farið fyrir umræðu um þörf á þekkingu og færni á þessum sviðum, hvaða lausnir á að framleiða, hvaða þekkingu eiga útskrifaðir nemendur að hafa og hvaða verkefni eiga þeir að geta leyst. Fyrir hverja eru rannsóknir á þessum sviðum stundaðar og hvaða spurningum og hverra á að svara? Í öllum rekstri, hvort sem er menntastofnana eða fyrirtækja, stórra og smárra, verður reglulega að spyrja grundvallarspurninga. Þær eru oft óþægilegar en oftast gefandi ef heiðarlega er spurt og heiðarlega er svarað. Í tilfelli menntastofnana þurfa þessar grundvallarspurningar að koma frá mörgum aðilum. Sérstaklega í tilfelli háskólastofnana. Í tilfelli háskóla á téðu sviði má nefna að skólinn þarf að svara spurningum á mjög breiðum grundvelli, allt frá því hvernig þekkja má og þróa smæstu lífverur og allt til hagrænna umhverfisáhrifa í alþjóðlegu samhengi. Hann þarf að svara einstaklingunum sem lifa með náttúrunni, einstaklinga sem rækta í moldinni, hirða og rækta dýr, þróa vörur, reka fyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt. Hann þarf að svara spurningum einstaklinga og áhugahópa sem láta sig varða náttúru Íslands og umhverfi á einn eða annan hátt. Hann þarf að svara spurningum einstaklinga og sveitarfélaga á breiðum grunni í náttúruvísindum almennt og umhverfis- og skipulagsfræði, afurðafyrirtækjum og þjónustuaðilum í landbúnaði um vöruþróun og tæknimál. Hann þarf að svara spurningum þjóðarinnar og yfirvalda um landbúnað, umhverfis- og skipulagsmál og náttúruvísindi bæði faglega sem og í hagrænu tilliti. Hann þarf einnig að svara spurningum í alþjóðlegu samhengi. Svo mætti lengi telja. Staða menntunar og rannsókna á fyrrgreindum sviðum er því ekki einkamál fárra aðila. Málið varðar mjög marga og enginn getur í raun fríað sig ábyrgð. Ef skoðuð er staða menntunar og rannsókna hér á landi í landbúnaði, umhverfis- og auðlindanýtingu á landi þá kemur í ljós að hún er grafalvarleg. Landbúnaðarháskóli Íslands er framkvæmdaaðili þessara mála að langstærstu leyti hér á landi. Núverandi form skólans er ekki orðið 10 ára og er frá 2005, þegar eldri stofnanir voru sameinaðar í eina. Svo virðist sem að í upphafi hafi fjármunir ekki fylgt þeirri breytingu að færa stofnunina upp á háskólastig og fjárþörf skólans strax þá verið vanáætluð. Hefur skólinn síðan verið meira eða minna í vítahring vanætlaðrar fjárþarfar og framúrkeyrslu með eftirfylgjandi sparnaðarkröfu. Einkennandi fyrir starfsemina er samdráttur ár frá ári. Árið 2005 mun starfsfólk hafa verið 138 talsins. Nú í október 2014 verða þeir líklega komnir niður í 71. Ef frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár verður að lögum verður veruleg fækkun starfsfólks til viðbótar. Málið er grafalvarlegt. Það segir sig sjálft að slíkur niðurskurður í þekkingarstarfsemi skilar færri og/eða lakari afurðum. Í tilfelli Lbhí hefur verið skorið svo utan af starfseminni að ekki verður gengið lengra nema að spyrja grundvallarspurninga um hvaða starfi á að sinna og hverju á að hætta að sinna. Spurninga eins og t.d.; á að leggja niður starfsmenntun í landbúnaði á Íslandi? Á að leita leiða til að styrkja nemendur til búfræðináms erlendis eða kaupa fjarnámspakka af erlendum þar til bærum skólum? Á að hætta rannsóknum á sviði umhverfismála, stefna að því að senda þess í stað íslenska nemendur í landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna sem yrði þá rekinn og staðsettur erlendis? Á að hætta rannsóknum og kennslu í búvísindum og sækja þá þekkingu í erlenda skóla? Eða eigum við að sleppa þeim lið og kaupa einfaldlega ráðgjöf erlendra sérfræðinga um úrlausnir einstakra verkefna? Eða á að halda allri starfsemi áfram að nafninu til og gera það lélega? Einhverjum finnast þessar spurningar fjarstæða, en hið sorglega í málinu er að slíkar spurningar eru næstar á dagskrá þegar fjárhagslegur rammi um starfsemi Lbhí er skoðaður. Nú ætla ég ekki í löngu máli að fara yfir þarfir þjóðarinnar í þessum breiða málaflokki auðlindanýtingar og umhverfismála á landi hérlendis. Þó minni ég á að íslenskur landbúnaður gerir ekki meira en svo að standa undir fæðuöryggi þjóðarinnar og hann þarf að bæta getu sína til að tryggja hana á komandi árum. Það verður ekki gert nema með aukinni færni. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir matarskorti á heimsvísu árið 2050. Þangað til er ekki nema hálf mannsævi. Það er líka stuttur tími þegar náttúran er annars vegar. Róttækra aðgerða er þörf ef ekki á að tapa þræðinum í þekkingaröflun og -miðlun hér á landi á framangreindum sviðum. Ég ákalla því alla þá sem láta sig náttúru og umhverfi varða, starfandi fólk jafnt sem áhugafólk um landbúnað, umhverfi og náttúru á Íslandi. Ég ákalla sömuleiðis alla þá sem láta sig varða þjóðarhag og heilbrigt sjálfbært þjóðfélag, stjórnmálamenn allra flokka, og alla þá sem láta sig þekkingu og menntun þjóðarinnar varða að standa saman um málefni menntunar og þekkingu í landbúnaði, umhverfis- og náttúruvísindum og koma þeim í farveg uppbyggingar til framtíðar. Bjarni Stefánsson, fulltrúi í háskólaráði Landbúnaðarháskóla Íslands. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Bjarni Stefánsson. Héraðssýning Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu laugardaginn 11. október Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á lambhrútum laugardaginn 11. október. Sýningarhald verður á tveimur stöðum, vegna sauðfjárveikivarnargirðinga, fyrir sunnan girðingu á Bæ í Hrútafirði hjá Gunnari, fyrir norðan girðingu hjá Ragnari í Heydalsá. Sýndir verða stigaðir lambhrútar í flokki kollóttra, hyrndra og mislitra. Hverju búi er heimilt að mæta með allt að fimm hrúta til þátttöku í hverjum flokki, þ.e. 3 – 1-1, það er, í flokki sem bóndinn sjálfur velur. Skrá verður hrútana til þátttöku hjá Gunnari Dalkvist í síma 451-4013. Dómar hefjast kl. 11 í Bæ og kl. 15 á Heydalsá. Veittar verða viðurkenningar fyrir besta hrút í hverjum flokki að loknum dómi á Heydalsá. Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu Borgartún 36 • 105 Reykjavík 588 9747 • www.vdo.is Ódýrt, öflugt og traust Linhai 400 Verð 899.000 kr. +vsk. með dráttarvélaskráningu. Staða Landbúnaðarháskóla Íslands er grafalvarleg – Róttækra aðgerða er þörf ef ekki á að tapa þræðinum í þekkingaröflun HÁGÆÐA HRÁEFNI ÁST OG UMHYGGJA = EINSTÖK ÚTKOMA+ ÓMISSANDI Í SLÁTURGERÐINA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA KORNAX RÚGMJÖL ER HEILKORNAMJÖL SEM Í ERU ALLIR HLUTAR KORNSINS; KJARNI, KÍM OG HÝÐI AUK ÞESS SEM ÞAÐ INNIHELDUR NÁTTÚRULEG VÍTAMÍN OG STEINEFNI Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Afgreiðsla, sími 430 5500 Opið virka daga 8-18 www.kb.is, margret@kb.is 4.400kr, 50stk 1.320kr, 20stk

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.