Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014
Vélabásinn
liklegur@internet.is
Hjörtur L. Jónsson
Dacia Logan:
Fjölskyldubíll með ótrúlega
mikið farangursrými
Fyrir nokkru auglýsti BL
nýjan ódýran Dacia-fólks bíl í
heilsíðuauglýsingu með þeim
orðum að fjögur golfsett kæmust
fyrir langsum í farangursrýminu.
Ég sem ánægður eigandi Dacia
Duster-jepplings, sem hefur
frekar lítið farangursrými, var
ekki alveg tilbúinn að trúa þessu.
Eftir reynsluakstur á þessum 90
hestafla, framhjóladrifna bíl tel ég
að Dacia Logan sé kjörinn bíll fyrir
þá sem ferðast mikið með mikinn
farangur, stór fjölskyldubíll á verði
sem enginn annar býður.
Margt líkt og í Duster-
jepplingnum
Þegar ég settist inn í bílinn kom
margt kunnuglegt fyrir sjónir,
s.s. flautan ekki í stýrinu (á enda
stefnuljósarofans), takkinn fyrir
aksturstölvuna, speglarnir (sem eru
aðeins of litlir), sætin, mælaborðið
og fl. Sem sagt ekkert verið að hanna
neitt nýtt því það er búið að sanna að
þetta virkar þótt einfalt sé.
Þrátt fyrir að framsætin líti eins
út og í jepplingnum eru þau mun
hreyfanlegri í Dacia Logan, bæði
fram og aftur, upp og niður. Grillið
og afturhlerinn eru ekkert ósvipuð
og í jepplingnum í útliti. Bogarnir
á toppnum eru langsum eftir öllum
bílnum og festir á þrem stöðum og
virka sterklegir. Allt rými inni í
bílnum er gott bæði í framsætum og
aftursætum. Aftast er svo risastórt
rými fyrir farangur og mælist 573
lítrar og með aftursætin niðri er
rýmið 1518 lítrar (man aðeins einu
sinni eftir því að hafa prófað bíl með
yfir 550 lítra farangursrými).
Að sjá inn í bílinn að aftan virkar
þetta rými eins og á litlum sendibíl,
svo er töluvert pláss undir plötu
þar sem varadekkið á að vera, en
ekkert varadekk er í bílnum, aðeins
rafmagnspumpa og viðgerðarsett til
að bjarga sér.
Mjög stöðugur á malarvegi
Í prufuakstrinum fannst mér 1500cc
dísilvélin vera löt af stað enda 20
hestöflum minni vél en í jepplingnum
frá Dacia, en strax og skipt var í
þriðja gír var letin búin og þokkalegt
tog dísilvélarinnar nýtur sín, hins
vegar hefði fimm gíra kassinn mátt
vera sex gíra.
Eftir að hafa núllstillt
aksturstölvuna og ekið bílnum um
40 km í blönduðum akstri sýndi
aksturstölvan mér að mín eyðsla
var 4,2 á hundraðið af dísilolíu.
Inni í þessum akstri voru prófanir
á snerpu, þéttur akstur í beygjum
og malarvegsprófanir. Á vegi sem
ég nota oft til prufuaksturs, þar
sem malbik er töluvert skemmt og
holótt, fannst mér ég heyra of mikið
veghljóð.
Á malarvegi liggur Dacia Logan
mjög vel og eflaust er það að hluta
til að þakka hversu langt er á milli
hjóla á bílnum og fjöðrun er mjög
góð, en of mikið malarhljóð er upp af
afturhjólunum á bílnum (mætti setja
meira magn af ryðvarnargrunni aftan
til undir bílinn).
Hagstætt verð
gæti skapað vinsældir
Eftir að hafa prófað Dacia Logan
var ég ekki ósáttur við margt, en
hliðarspeglar mættu vera stærri. Þá
er veghljóð bæði á malbiki og frá
grjóti á malarvegum, snerpa af stað
úr kyrrstöðu mætti vera meiri og
það vantar varadekk. Á móti kemur
mikið rými alls staðar í bílnum,
einfaldleiki, sem ég tel kost helstan
þegar bíllinn eldist. Þá er minna af
flóknum búnaði sem getur bilað.
Bíllinn er eyðslugrannur, en uppgefin
eyðsla í blönduðum akstri er 3,8
lítrar á hundraðið. Miðað við mitt
aksturslag gæti ég trúað að ég væri
að fara með á bilinu 4,3 til 5 lítrar á
hundraðið.
Persónulega tel ég þennan bíl
henta best þeim sem ferðast mikið og
með mikinn farangur. Hann gæti því
hentað fyrir bílaleigur, útivistarfólk
eins og skíðafólk, golfara, göngufólk
og fleiri sem þurfa mikið pláss fyrir
farangur sem tengist áhugamálum
þeirra. Allavega er verðið á bílnum
hagstætt og eldsneytiseyðslan það
lítil að rekstrarkostnaður bílsins er
lágur. Nánari upplýsingar um Dacia
Logan má finna á vefsíðunni www.
dacia.is.
Dacia Logan. Myndir / HLJ
Mikið farangursrými.
Þyngd 1.090 kg
Hæð 1.550 kg
Breidd 1.733 mm
Lengd 4.492
Vél:
1500cc dísil,
90 hestöfl,
5 gíra
beinskiptur.
Verð frá 2.790.000
Helstu mál og upplýsingar
Ósköp svipað mælaborð og í
jepplingnum, enda engin ástæða til
að breyta því sem gott er.
Hæð undir lægsta punkt er 15,3 cm.