Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 25. september 2014 Alvarleg niðurgangspest í bandarískum svínum: Hefur drepið milljónir dýra – Framboð á svínakjöti dregst saman og verð hækkar Alvarlegur niðurgangsfaraldur hefur herjað á svín í Banda ríkjunum á liðnum misserum og hefur drepið yfir 7 milljónir grísa á einu ári. Afleiðing pestarinnar er minna framboð á svínakjöti og ört hækkandi verð. Málið er litið mjög alvarlegum augum í Bandaríkjunum en vírsusinn gengur undir nafninu Porcine Epidemic Diarrhoea, eða PED. Sjúkdómurinn veldur niðurgangi með þeim afleiðingum að svínin hætta að nærast, ofþorna og drepast. Haft er eftir Tony Forshey, yfirmanni dýraheilbrigðismála í Ohio, að vírusinn virki líkt og „sláttuvél“ á meltingarfæri svínanna. Um leið og þessi líffæri hætti að virka geti svínin ekki nærst eðlilega, hvorki af fóðri né vatni. Lyfjafyrirtækið Harrisvaccines Inc. hefur verið að reyna að þróa mótefni gegn þessum vírus. Þá hafa stóru lyfjafyrirtækin Merck Animal Health og Zoetis Inc. tekið saman höndum um að þróa mótefni í samvinnu við bandaríska háskóla. Samkvæmt umfjöllun fréttastofu Reuters fannst vírusinn fyrst í Ohio í maí á síðasta ári og hefur nú breiðst til meira en 4.700 býla í 30 ríkjum Bandaríkjanna. Um þriðjungur af 3.000 svínabúum í Norður-Karólínu hefur sýkst síðan í júní 2013. Þá hefur vírusinn einnig verið að breiðast út til Kanada, en svínaræktin þar hefur verið nátengd þeirri bandarísku. Á sumum stöðum eiga menn nú í miklum erfiðleikum með að útvega svínakjöt á markaðinn. Uppruninn óljós Um nákvæman uppruna sjúkdómsins er ekki vitað, en hann er sagður mjög svipaður vírus sem kom upp í svínum í Anhui-héraði í Kína. Þá er greint frá því að vægari tilfella sjúkdómsins hafi orðið vart í Evrópu, Japan, Mexíkó og í hluta af Suður-Ameríku á undanförnum árum. Talið er að sjúkdómurinn berist með svínaskít og er einnig talið að ekki þurfi nema eina teskeiðarfylli af sýktum svínaskít til að sýkja öll svín í Bandaríkjunum. Þá sýna rannsóknir Minnesota-háskóla að vírusinn getur lifað í vatni við stofuhita í 13 daga. Þó er ekki talið að vírusinn geti smitast í menn. Eru bændur hvattir til að gæta ítrasta hreinlætis við meðhöndlun svínanna og að vera í hreinum vinnufatnaði. Þá hefur svínasýningum víða verið aflýst eins og í Virginíu, Suður-Dakota og Ohio. Eins eru gripaflutningabílstjórar hvattir til að sótthreinsa bíla og búnað. Eru þeir m.a. hvattir til að þvo bíla sína með hreinu vatni en ekki endurunnu. Er talað um að slík hreinsun bílanna geti kostað um 500 dollara aukalega og tveggja tíma vinnu. Annar vírus að stinga sér niður Ekki bætir úr skák að önnur veira, Swine Delta Corona virus (PDCv), sem hefur svipuð einkenni, er einnig að breiðast út í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum bandarísku dýraheilbrigðisþjónustunnar USDA (Animal Health Inspection Service), þá hafa fundist 382 tilfelli um sýkt dýr af í 17 ríkjum eða í 7,2% þeirra tilfella PDCv sem rannsökuð hafa verið. Hefur USDA farið fram á aukafjárveitingu til að berjast við þessa plágu. Stór skörð höggvin í hjarðir margra bænda Í apríl á þessu ári greindi Reuters frá því að yfir 10% af bandaríska svínastofninum væri sýktur af niðurgangspestinni PED. Þar var greint frá einstökum svínabændum sem höfðu misst tugþúsundir grísa frá því í fyrrahaust. Dæmi eru þar nefnd um bændur sem höfðu misst 25% af sínum stofni. Á einu ári er pestin sögð hafa drepið meira en 10% af svínastofninum. Minna framboð af kjöti og verð hækkar Svínapestin hefur leitt til minnkandi framboðs á svínakjöti á markaði og hækkandi afurðaverðs. Er búist við að svínakjötsframleiðslan í Bandaríkjunum dragist saman um 2% á þessu ári vegna svínapestarinnar. Samkvæmt fréttum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu hefur þetta leitt til þess að neytendur hafa verið að greiða nærri 13% hærra verð fyrir svínakjöt í stórverslunum. Fréttir berast af metverði á svínakjöti vegna minnkandi framboðs, en svínakjöt hefur dekkað nærri fjórðung kjötmarkaðarins í Bandaríkjunum. Kemur það næst á eftir nautakjöti sem hefur verið um 29% markaðshlutdeild. Nær helmingur kjötneyslu Bandaríkjamanna er alifuglakjöt, en kindakjöt er einungis með um 1% hlutdeild. Frá því í júní 2013 fram í apríl 2014 er talið að sjö milljónir svína hafi drepist, en samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna var stofninn talinn vera um 63 milljónir dýra hinn 1. mars 2014. /HKr. Afríska svínapestin komin til fjögurra ESB-ríkja – Vírusinn berst milli svæða m.a. með hráu kjöti, fatnaði og farartækjum Afríska svínapestin heldur áfram að breiðast út og er hún nú komin til fjögurra Evrópusambandsríkja. Nýverið greindu yfirvöld í Eistlandi frá því að sjúkdómsins hefði líka orðið vart þar í landi. Í Eistlandi hefur pestin greinst á svæði þar sem 15 lítil svínabú eru í rekstri. Gert var ráð fyrir að öllum svínum í þessum búum yrði slátrað og lýst var yfir að svæði sem næði yfir 8 kílómetra radíus í kringum búin yrðu sett í sóttvarnareinangrun. Veiran berst ekki í önnur dýr eða fólk en getur borist á milli svæða með sýktum dýrum, sæði og hráu kjöti af sýktum dýrum. Einnig getur vírusinn borist með farartækjum, fatnaði og öðrum búnaði sem hefur komist í snertingu við jarðveg af sýktum svæðum eða sýkt svín. Dánartíðni meðal svína og grísa sem sýkjast er allt að 100%. Ivar Padar, landbúnaðarráðherra Eistlands, telur líklegt að vírusinn kunni að hafa verið að breiðast út með villtum svínum í skógum landsins í sumar. Pestin hefur verið þekkt í Rússlandi frá 2007 og er nú landlæg í Georgíu, Armeníu, Azerbaídsjan, Úkraínu og Hvíta- Rússlandi. Þá er hún einnig komin til fjögurra Evrópusambandsríkja eins og fyrr greinir, en það eru Pólland, Litháen, Lettland og Eistland. /HKr. Farga hefur þurft svínum í stórum stíl vegna afrísku svínapestarinnar. Mynd / stravaganzastravaganza.blogspot.com Flutningur á hráu kjöti frá sýktum svæðum getur hæglega borið með sér vírusinn. Mynd / BBL Kostnaður við bólusetningu og krafa um endurbólusetningar hefur þó dregið úr áhuga margra kúabænda á aðferðinni. Örva CNS bakteríur mjólkurframleiðslu? Fyrirsögnin kann að hljóma hálf undarlega en tilfellið er að margar rannsóknir benda nú í sömu átt, þ.e. að í þeim hjörðum þar sem finnst hátt hlutfall CNS baktería (kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar) þar er meðalframleiðsla hverrar kýr meiri en í öðrum hjörðum. Flestir telja þó að það séu ekki bakteríurnar sjálfar sem eiga þarna hlut að máli heldur hitt að þar sem mjólkurframleiðslan er öflug, þar virðist þessi baktería eiga auðveldara með að fjölga sér en í öðrum hjörðum. Um þessi atriði og fleiri fjölluðu Finnarnir Suvi S. Taponen og Heli K. Simojoki frá dýralæknasviði háskólans í Helsinki. Oftast valda þessar bakteríur dulinni júgurbólgu en geta einnig átt sök á vægum sýnilegum einkennum. T.d. sýnir finnsk rannsókn að þessi tegund baktería, en alls eru þekkt 20 ólík afbrigði þessara baktería, var ástæða 16% sýnilegra júgurbólgutilvika og 30% af dulinni júgurbólgu á landsgrunni. Í Hollandi eru CNS bakteríur ræktaðar í um þriðja hverju ræktunarsýni frá bændum og í Þýskalandi má rekja allt að 35% tilvika um dulda júgurbólgu til CNS. Tuttugu þekktar tegundir CNS CNS bakteríur finnast í öllum löndum en afar misjafnt er á milli landa hver tíðni þeirra er, en nafnið er einungis samheiti margra undirtegunda og í dag eru þekktar 20 ólíkar tegundir CNS baktería sem geta valdið júgurbólgu. Rannsóknir á CNS bakteríum undanfarinn áratug hafa aðallega beinst að því að finna þessar undirtegundir CNS og að reyna að finna sérhæfð lyf gegn einstökum undirtegundum enda talið að sumar þessara baktería séu í raun ekki skaðvaldar. Í dag eru til þekktar aðferðir sem tegundagreina CNS en það eru enn sem komið er afar dýrar greiningaraðferðir. PCR erfðaefnisgreiningin sem notuð er hér á landi greinir einungis yfirflokkinn en ekki undirtegundirnar. Goðsögn í lifanda lífi Síðasta erindið sem verður tekið fyrir í þessari umfjöllun um NMC ráðstefnuna í Belgíu er erindi goðsagnarinnar Joseph S. Hogan frá Ohio State-háskólanum í Bandaríkjunum. Joe þessi er einn þekktasti fræðimaður heims á sviði júgurbólgurannsókna og -fræða og er auk þess með afar skemmtilega framkomu sem gerir það að verkum að áheyrendur sitja sem límdir við og taka við boðskapnum. Þarna mætti kappinn með sitt síða gráa hár, leðuról um hálsinn í fráhnepptri skyrtu, gallabuxum með gríðarstóra silfurlitaða beltissylgju og að sjálfsögðu í kúrekastígvélum – en ekki hvað? En að erindinu, sem fjallaði um algengustu umhverfisbakteríurnar sem við glímum við í dag þ.e. Escherichia coli, Klebsiella pneumoniae og Strep-tococcus uberis. Allar þessar bakteríur eiga það sameiginlegt að þær þurfa næringu til þess að lifa af og lifa t.d. ekki lengi utan mjólkur eða skíts s.s. utan á mjaltatækjum, í spenagúmmíum eða á húð. Fyrirsjáanlegar bakteríur! Vegna þess hve fyrirsjáanlegar þessar umhverfisbakteríur eru, þekkjum við í dag allar helstu bústjórnarlegu aðferðir sem unnt er að beita gegn þessum vágestum. Þar eru mikilvægastir þættir eins og hönnun innréttinga, griparými (þéttni), notkun á undirburði og gerð hans auk vinnubragða í fjósum við þrif og umgengni. Hin síðari ár hafa verið gerðar rannsóknir á því hvar kýr helst ná að smitast af þessum bakteríum og í ljós hefur komið að júgurbólgutilvik, fyrstu 2 mánuði eftir burð, má oft rekja til smits sem kýr verða fyrir á geldstöðu! Enn beinast spjótin að því að hlúa að kúnum á geldstöðunni og búa geldu kúnum bestu mögulegu aðstöðuna í fjósinu á hverjum tíma. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er það alls ekki tilfellið í öllum fjósum og oft er það svo, a.m.k. í Danmörku, að geldu kýrnar hafa mætt afgangi og verið „geymdar“ við aðbúnað sem var alls ekki góður sé horft til áhættu á smiti. Í dag er okkur að takast, hægt og rólega, að breyta þessu og koma vinnubrögðum í betri farveg. Rannsóknir sem Joe vitnaði til hafa sýnt að viðkvæmasti tíminn gagnvart smiti frá umhverfinu er fyrstu 2 vikurnar eftir að kýrnar hætta að mjólka og síðustu 2 vikurnar fyrir burðinn, svo ef bændur hafa takmarkaðan tíma eru það þessi tímabil sem þarf að lágmarki að passa sérstaklega vel upp á. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur heitt vatn > sparneytin · Stórt op > auðvelt að hlaða · Þvotta og orkuklassi A · Engin kol í mótor 12 kg Þvottavél Amerísk gæðavara Næsta Bændablað kemur út 9. október

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.