Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1981, Side 213

Skírnir - 01.01.1981, Side 213
SKÍRNIR RITDÓMAR 211 annan stað eru sviplíkar frásagnir í Orkneyinga sögu 78.-79. kap. Telur Bjarni Einarsson að umrædd Eglufrásögn sé aðallega mótuð eftir þessum tveimur síðastnefndu heimildum. Kurt Schier er raunar sömu skoðunar og Bjarni um það að þetta ævintýri Egils eigi ekki rætur í raunveruleikanum og álítur einnig að það hafi einhver tengsl við Yvain. Mismunur kemur fram í því að Bjarni viðurkennir hér einungis bókfestar fyrirmyndir en K. Schier hyggur hins vegar að þarna sé um víðförult minni að ræða sem birtist hér og þar í stermótuðum (stereotyp) frásögnum og hafi tengst mjög náið hug- myndum norrænna manna um berserki en þær koma víðar fram í Eglu og virðast eiga rætur í heiðinni trú, sbr. lýsingu þeirra í Ynglinga sögu 6. kap. þar sem menn Óðins eru sagðir ganga berseksgang og bíta í skjöldu. Áðurnefnda samsvörun milli Eglu og rómansins franska mætti einnig kanna með athugun á formgerð. Kemur þá í ljós að hið sameiginlega er ekki fólgið í líku orðalagi né textagerð, enda var Yvain þýddur síðar en Egla var rituð, heldur kemur hún fram í þeim kringumstæðum (situation) sem lýst er, frásagnarliðir eru sambærilegir og röð þeirra svipuð, ennfremur at- hafnasvið persóna. Þegar frásagnir snertast aðeins í atriðum af þessu tagi er ástæðulaust að gera ráð fyrir bóklegu sambandi. Þeir sem hafa kynnt sér rannsóknir Rússans V. Propps á ævintýrum (sbr. Skírni 1978, 168—71) rnunu fljótlega verða þess vísir að textarnir sem hér um ræðir eru mótaðir af lögbundinni gerð munnlegra frásagna. Af því sem hér hefur verið drepið á og mörgu öðru, sem hér er ekki rúm til að rekja, fær lesandi þessarar útgáfu þá hugmynd um Egils sögu að hún geymi minningar fólks frá 12. og 13. öld um sögulegar persónur og atburði rúmum tveim öldum áður ásamt gömlum hugmyndum úr heiðni, enda þótt hún sé listræn smíð og í aðra röndina afsprengi ritunartímans. Svo sem vænta mátti þykir Kurt Schier trúlegt að minningarnar hafi varðveist og þróast með afkomendum Egils, Mýramönnum. Að öllum líkindum hafi Snorri sett söguna saman en líklegasti heimildarmaður hans sé Egill Halldórsson, sem var heimamaður á Borg í tið Snorra og ef til vill beinlínis samverka- maður hans. Schier bendir á að munnlegur fróðleikur varðveitist jafnan best þar sem hann er mikilvægur fyrir þá sem halda honum á loft og loðir því fastast við eignir ætta og setur þeirra. í sömu átt bendir draumur Egils Hall- dórssonar sem Sturla Þórðarson segir frá i íslendingasögu 16. kap. Sá atburð- ur varð áður en Egla væri rituð en birtir svipaða mynd af Agli Skallagríms- syni og sagan, t. d. kemur þar fram að Egill hafi aflað sér landa með sverði. Kurt Schier telur líklegt að Sturla hafi haft þetta annaðhvort eftir Snorra eða Agli Halldórssyni sjálfum. Mér virðist hið síðarnefnda að því leyti lík- Iegra að þessa heimild verður að flokka með þeim frásögnum Slurlu sem ekki virðast skráðar til að auka hróður Snorra. En fleiri kostir koma til greina. Með þessari útgáfu hefur Kurt Schier opnað eina hina merkustu fornsögu okkar fyrir þýskum lesendum. Hafi hann þökk fyrir. Óskar Halldórsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.