Skírnir - 01.01.1981, Page 213
SKÍRNIR
RITDÓMAR
211
annan stað eru sviplíkar frásagnir í Orkneyinga sögu 78.-79. kap. Telur
Bjarni Einarsson að umrædd Eglufrásögn sé aðallega mótuð eftir þessum
tveimur síðastnefndu heimildum. Kurt Schier er raunar sömu skoðunar og
Bjarni um það að þetta ævintýri Egils eigi ekki rætur í raunveruleikanum
og álítur einnig að það hafi einhver tengsl við Yvain. Mismunur kemur fram
í því að Bjarni viðurkennir hér einungis bókfestar fyrirmyndir en K. Schier
hyggur hins vegar að þarna sé um víðförult minni að ræða sem birtist hér
og þar í stermótuðum (stereotyp) frásögnum og hafi tengst mjög náið hug-
myndum norrænna manna um berserki en þær koma víðar fram í Eglu og
virðast eiga rætur í heiðinni trú, sbr. lýsingu þeirra í Ynglinga sögu 6. kap.
þar sem menn Óðins eru sagðir ganga berseksgang og bíta í skjöldu.
Áðurnefnda samsvörun milli Eglu og rómansins franska mætti einnig
kanna með athugun á formgerð. Kemur þá í ljós að hið sameiginlega er
ekki fólgið í líku orðalagi né textagerð, enda var Yvain þýddur síðar en Egla
var rituð, heldur kemur hún fram í þeim kringumstæðum (situation) sem
lýst er, frásagnarliðir eru sambærilegir og röð þeirra svipuð, ennfremur at-
hafnasvið persóna. Þegar frásagnir snertast aðeins í atriðum af þessu tagi
er ástæðulaust að gera ráð fyrir bóklegu sambandi. Þeir sem hafa kynnt sér
rannsóknir Rússans V. Propps á ævintýrum (sbr. Skírni 1978, 168—71)
rnunu fljótlega verða þess vísir að textarnir sem hér um ræðir eru mótaðir
af lögbundinni gerð munnlegra frásagna.
Af því sem hér hefur verið drepið á og mörgu öðru, sem hér er ekki rúm
til að rekja, fær lesandi þessarar útgáfu þá hugmynd um Egils sögu að hún
geymi minningar fólks frá 12. og 13. öld um sögulegar persónur og atburði
rúmum tveim öldum áður ásamt gömlum hugmyndum úr heiðni, enda þótt
hún sé listræn smíð og í aðra röndina afsprengi ritunartímans. Svo sem vænta
mátti þykir Kurt Schier trúlegt að minningarnar hafi varðveist og þróast
með afkomendum Egils, Mýramönnum. Að öllum líkindum hafi Snorri sett
söguna saman en líklegasti heimildarmaður hans sé Egill Halldórsson,
sem var heimamaður á Borg í tið Snorra og ef til vill beinlínis samverka-
maður hans. Schier bendir á að munnlegur fróðleikur varðveitist jafnan best
þar sem hann er mikilvægur fyrir þá sem halda honum á loft og loðir því
fastast við eignir ætta og setur þeirra. í sömu átt bendir draumur Egils Hall-
dórssonar sem Sturla Þórðarson segir frá i íslendingasögu 16. kap. Sá atburð-
ur varð áður en Egla væri rituð en birtir svipaða mynd af Agli Skallagríms-
syni og sagan, t. d. kemur þar fram að Egill hafi aflað sér landa með sverði.
Kurt Schier telur líklegt að Sturla hafi haft þetta annaðhvort eftir Snorra
eða Agli Halldórssyni sjálfum. Mér virðist hið síðarnefnda að því leyti lík-
Iegra að þessa heimild verður að flokka með þeim frásögnum Slurlu sem
ekki virðast skráðar til að auka hróður Snorra. En fleiri kostir koma til
greina.
Með þessari útgáfu hefur Kurt Schier opnað eina hina merkustu fornsögu
okkar fyrir þýskum lesendum. Hafi hann þökk fyrir.
Óskar Halldórsson