Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 25
SKÍRNIR
UM GEÐSHRÆRINGAR
295
önnur svið mannlífsins. Ein sérstaða þeirra fyrrnefndu er sú
hvernig við deilum þeim niður í skýrt afmarkaða flokka ásamt
meðfylgjandi hvötum: sem reiði, gleði, afbrýði o.s.frv. Nú kann
ég að hafa ódræpan áhuga á bílum, fluguhnýtingum og blaki og
ýmsar skoðanir á þessum efnum en ég tala naumast um „bíla-“,
„hnýtingar-“ og „blakskoðanir" mínar sem aðgreinda flokka, né
tengjast þær á neinn beinan hátt geðbrigðum sálarinnar. Hver er
þá munurinn? Annette Baier, prófessor við háskólann í Pitts-
burgh, hefur stungið upp á því svari að geðshræringarnar hafi það
sem hún kallar „djúp viðföng“.33 Sú skoðun manns að Jagúar sé
betri bíll en Trabant er fullkomlega skiljanleg án þess að við hug-
um sérstaklega að reynslu mannsins og lífsferli, hana má ræða til
hlítar út frá þeim rökum málsins sem fyrir liggja hér og nú. Hins
vegar er viðbjóður veiðimanns sem stingur upp í sig ánamaðki
fyrsta sinni lokahlekkur í langri keðju þar sem við skiljum ekki til
fullnustu geðshræringuna, viðbjóðinn, nema við vitum hver upp-
hafshlekkurinn var: hið djúpa viðfang geðshræringarinnar. Baier
sækir hér í smiðju til ýmissa eldri hugsuða, eins og hún viður-
kennir fúslega sjálf, meðal annars Descartes, Darwins og Freuds.
Hið djúpa viðfang viðbjóðsins gæti verið rótgróinn en bældur
ótti við að verða á endanum sjálfur að ormaveitu í gröfinni (eins
og Descartes hélt fram) eða sú reynsla úr frumbernsku að smakka
á einhverjum vökva sem leit út eins og móðurmjólkin en bragð-
aðist sýnu verr. Djúpa viðfangið getur einnig verið ættað úr heimi
bókmennta og lista: ævintýra, hryllingsmynda, goðsagna. Oft er
það einhvers konar frumviðmið sem greypst hefur óafmáanlega í
barnssálina.
Þessar hugmyndir Baiers eru enn í mótun. Ein augljós efa-
semd er sú hvað viðbjóður minn og viðbjóður þinn eigi sameigin-
legt ef hin djúpu viðföng hans reynast vera gjörólík? Leiðir þessi
kenning ekki til skefjalausrar afstæðishyggju um tilfinningar?
Baier getur ekki svarað öðru en því að svo vilji til um mannfólkið
33 Sjá grein hennar, „What Emotions Are About“ í J. E. Tomberlin (ritstj.),
Philosophical Perspectives, 4: Action Theory and Philosophy of Mind
(Atascadero, CA: Ridgeview Publ. Co. 1990).