Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 164
434
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
— —U — U — U — U
„grimmd, hatur“ (8.6.4), „miskunn Guðs“ (2.10.6), „í sárri“
u —u — — —
(42.1.1), „sem Jesú“ (9.6.2), „Ó, synd, ó,“ (25.8.1).
Einhverjum virðist að nú telji ég stundum til þríliðarins það
sem í raun er forliður. Ekki er alltaf auðvelt að meta hvað er for-
liður og hvar línan hefst, til dæmis nægir ekki að höfuðstafur falli
á orðið til að það teljist upphaf línunnar.46
Að gefnu mikilvægi þríliðarins í forminu virðist mér réttast að
lesa sem þrílið í upphafi línu þar sem þess er nokkur kostur. For-
liðurinn er bragstílnum ekki jafn eiginlegur og þríliðurinn. Marg-
ar línur verða of léttar ef fyrsta atkvæðinu er haldið utan þeirra:
„Lausnarans lærisveinar / þá líta atburð þann“ (7.1.1.). Hér er ráð
að hefja 2. línu á þrílið, þótt höfuðstafur falli á 2. atkvæði, enda
höfum við þegar séð frjálsræði skáldsins í notkun hans. A hinn
bóginn hæfir forliður oft vel þegar hann er framhald málsgreinar
og lína á undan endar á stýfðum lið: „Hvað stillir betur hjartans
böl / en heilög drottins pína og kvöl“ (1.6.1.)
Tilfinning fyrir þríliðnum er ómissandi í upplestrinum og er
afgerandi fyrir hljóminn. Lesarinn þarf að mynda sér skýra skoð-
un á liðskiptingu textans áður en lesið er.
Oft gæti virst vafamál hvort það er fyrsti eða annar liður lín-
unnar sem er þrískiptur: „Dauðans stríð af þín heilög hönd“
(45.21.1), „einn í flokk þeirra manna“ (34.9.2), „Sankti Páll skipar
skyldu þá“ (1.2.1.). Hér virðist mér vænlegra að hefja línurnar á
þrílið. Hins vegar getur tvíliður í upphafi línu oft verið áhrifarík-
ur: „Júdas þekkti vel þennan stað“ (2.3.1), „Satan hefur og sama
lag“ (2.4.1), „Djöfull, synd og samviskan ill“ (5.7.1).
46 Dæmi um höfuðstaf í forlið má sjá í línunum: „Þjónn minn skal vera þar ég er.
/ Því hefur þú, Jesús, lofað mér“ (5.9.5-6). Tvennt mælir gegn því að seinni
línan hefjist á bragrisi. í fyrsta lagi væru þá tveir þríliðir í línunni, sem stöku
sinnum ber við í sálmunum en betra væri að forðast hér. í öðru lagi kæmi þá
fram ofstuðlun á þ, því „þú“ yrði að standa á bragrisi. Enn gleggra dæmi eru
línurnar: „Guðs vegna að þér gáðu. / Gef honum ei kross með vél“ (6.9.5-6),
þar sem seinni línan er einfaldlega ljót sé fyrsta bragrisið talið standast á við
höfuðstafinn.