Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
MANNRÉTTINDI
477
Þó að hér hafi aðeins verið um þingsályktunartillögu að ræða,
og hún sett fram með þeim fyrirvara að ekkert yrði af breyting-
unni nema Alþingi sæti út kjörtímabilið, þá var lengst af óljóst
hvort samstaða næðist meðal alþingismanna um málsmeðferðina.
Stjórnarskrárnefnd hafði fyrr á þessu ári lokið gerð frumvarps
um breytingu á mannréttindakaflanum en ekki náðist samstaða
um það meðal þingmanna.
I þingsályktuninni segir reyndar að það beri að hafa hliðsjón
af tillögum stjórnarskrárnefndar frá 5. apríl 1994 við endurskoð-
un mannréttindakaflans.
I tillögunni segir: „Miðað verði m.a. að því að færa ákvæði
kaflans til samræmis við alþjóðlega sáttmála um mannréttindi
sem Island hefur gerst aðili að.“ Einnig er lagt til að við endur-
skoðunina verði höfð hliðsjón af tillögum stjórnarskrárnefndar
um breytingar á mannréttindakaflanum. Hér verður ekki farið
nánar út x efni tillagnanna, enda eru þær öllum aðgengilegar í
A Iþingistíðindum, heldur skal athygli vakin á greinargerð með til-
lögunum, en þar segir m. a.:
Við breytingar á stjórnarskrá er nauðsynlegt að gæta þeirra skuldbind-
inga, sem Island hefur bundist með staðfestingu ýmissa sáttmála til
verndar mannréttindum og þessir sáttmálar munu jafnan hafa verulega
þýðingu með skýringu mannréttindaákvæða í íslenskri stjórnarskrá. Þau
sjónarmið standa því þó ekki í vegi, að mannréttindaákvæði lúti þeirri
hefð, að stjórnarskrá geymi fáorðar meginreglur um þau málefni, sem
mestu varða í íslenskri stjórnskipan. Þá verður að hafa í huga, að alþjóð-
leg mannréttindaákvæði eru í eðli sínu lágmarksákvæði, þannig að síst er
úr vegi að tryggja betur rétt manna með stjórnarskrá en gert er í alþjóða-
samningum.
Hér á eftir er gerð tillaga um þau mannréttindi, sem veigamest eru og
ástæða er til að taka í stjórnarskrá með hliðsjón af viðhorfum og þjóðfé-
lagsháttum hér á landi. (A-hluti, 20. hefti, 1993-94, bls. 5223-24)
Mér þykir rétt að vekja athygli á seinni málsgrein tilvitnunar-
innar. Þar segir að gerð sé tillaga með hliðsjón af „viðhorfum og
þjóðfélagsháttum hér á landi“. Eins og fram hefur komið í grein-
arkorni þessu, þá var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar, sem
Kristján IX. færði íslendingum fyrir 120 árum, ekki tilefni deilu-
mála og voru stjórnmálamenn þess tíma uppteknari af öðru en