Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 26
296
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
að það fæðist af foreldrum, sé vanmáttugt lengi í bernsku, gangi í
gegnum gelgjuskeið, manndómsár o.s.frv. Reynsla þess sé því í
grundvallaratriðum af sömu rót runnin.34 Einhvern veginn hljóm-
ar þetta svar þó ekki nógu sannfærandi. Auðvelt virðist að eigna
börnum út um allan heim hinar dæmigerðu geðshræringar, sem
borið hefur á góma í þessari ritgerð, frá tiltölulega ungum aldri.
Þau reiðast, gleðjast, finna til blygðunar, stolts og meðaumkunar.
Áhorfsmál er hvort öll börn hafi þá þegar orðið fyrir svo svipaðri
persónulegri reynslu, eða notið svo líkrar félagsmótunar, að hún
skýri þennan skyldleika til hlítar. Það er því enn óútkljáð spurn-
ing, að mínum dómi, hvort og þá hvernig skoðanir sem tengjast
geðshræringum greinist frá öðrum skoðunum okkar. Vonandi
tekst Baier eða öðrum að finna viðhlítandi svar við því.
Þriðja vandamál vitsmunakenninganna, eins og þær voru fyrst
fram settar, er þetta: Það er að vísu rétt að ótti byggist yfirleitt á
þeirri skoðun okkar að hætta sé á ferðum, eins og Ágúst H.
Bjarnason benti á, reiði á þeirri skoðun að við höfum verið órétti
beitt o.s.frv. En stundum gerist það að geðshræring fer í bág við
rökstuddar skoðanir okkar. Vissulega kann hún þá að vera órök-
vís, en enginn hefur heldur sýnt fram á að rökvísi sé nauðsynlegt
skilyrði geðshræringar. Cheshire Calhoun hefur reynt að brýna
þetta skarð úr vitsmunakenningunum með því að benda á að
„vitskilyrði“ geðshræringarinnar, er ég nefndi svo hér að framan,
þurfi alls ekki að byggjast á skoðun eða dómi.35 Calhoun styðst
meðal annars við eftirfarandi dæmi:
Tess þjáist af kóngulóafælni. Hún fær gæsahúð af hryllingi þegar hún sér
kónguló og stekkur í burt en skipar einhverjum öðrum að drepa hana.
Samt trúir Tess því að kóngulær séu hættulausar og veit nóg um líffræði
til þess að rökstyðja þá skoðun sína. Tess var alin upp á íhaldssömu
heimili þar sem hún öðlaðist meðal annars þá skoðun að samkynhneigð
væri ónáttúrleg og ósiðleg. En þegar hún kom í háskóla andmæltu vinir
hennar og kennarar þessu harðlega. Tess skipti um skoðun eftir miklar
34 Sjá sama rit, bls. 25-26.
35 Calhoun rökstyður þessa kenningu í grein sinni, „Cognitive Emotions?" í
What is an Emotion?