Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 63
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
333
tímann kemst brátt að því að tími hugsunarinnar, þ.e. tíminn sem
hugsunarferlið krefst, býr henni alltaf þegar að baki. En af því má
ekki draga þá ályktun að tímavitundin sé ekkert nema endurómur
tímans í vitundinni. Við berumst ekki aðeins stjórnlaust með tím-
anum, heldur framfylgjum við honum í athöfnum.
Til að átta okkur betur á þessu er gagnlegt að líta á kunna að-
greiningu enska heimspekingsins J. E. McTaggarts.32 Að áliti
McTaggarts má rekja mestallar heimspekilegar vangaveltur um
tímann til tveggja hugtakakerfa eða tímaskipana sem hvor fyrir
sig lýsir tímanum frá ólíku sjónarhorni: Þegar við veltum fyrir
okkur tímanum er okkur annars vegar tamt að hugsa um hann
eins og línu eða fljót sem „allt fram streymir endalaust" og deila
má í óendanlega marga, jafngilda punkta. Þegar við miðum við
þessa tímaskipan, sem McTaggart kallar B-röð og til skilnings-
auka má nefna tíma veraldarinnar eða hinn náttúrulega tíma,
staðsetjum við sérhvert atvik í tíma með hliðsjón af því hvort það
á sér stað á undan, á eftir eða samtímis öðrum atvikum. Oðru
máli gildir um A-röðina, sem greinist í fortíð, framtíð og nútíð og
til samræmis mætti kalla hinn huglæga tíma eða tíma lífsins. At-
vikin sem við staðsetjum í B-röðinni eru staðreyndir sem aðeins
er hægt að bera saman við aðrar staðreyndir, burtséð frá mann-
verunni sem gerir samanburðinn. Þessi tímaröð er hinn eiginlegi
hlutlægi tími sem liggur allri tímamælingu og tímahugtaki eðlis-
fræðinnar til grundvallar. Greining tímans í fortíð, framtíð og nú-
tíð vísar hins vegar beint aftur til hugveru mannsins. Þessi tíma-
skipan er miðlæg, því hún gengur út frá nútíðinni, þaðan sem hún
teygir greinar sínar til fortíðar og framtíðar. Með hliðsjón af þess-
um tveimur tímaröðum má nú útskýra það sem áður sagði um
samband manns og tíma með því að segja: Við mennirnir erum
staðsettir í hinum hlutlæga tíma um leið og við framfylgjum hon-
um með því að beina honum í merkingarbærar víddir lífs okkar.
Þannig eigum við okkur ekki aðeins framtíð í þeim hlutlæga
skilningi að tíminn ber okkur sífellt til næsta augnabliks, heldur
er framtíð okkar um leið lifandi framtíð - vídd í tíma lífsins sem
32 J. E. McTaggart, The Nature of Existence, Cambridge 1927. Sjá ennfremur P.
Bieri, Zeit und Zeiterfahrung, Frankfurt a.M. 1972.