Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 166
436
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
tvíkvæður og því með kvenrími, hinir mynda karlrím. í línum
með karlrími hefur aðeins eitt atkvæði, það síðasta, óbreytanlegt
vægi. Mögulegir rytmar línunnar eru því fleiri þar en við kven-
endingar.
Karlrímið myndar að sjálfsögðu stýfðan lið, en þar sem rytm-
inn er nú óreglulegri en í ferskeytlunni er áhersla endaliðarins
ekki jafn ótvíræð og afgerandi og þar, og þögnin á eftir ekki jafn
ákveðin. Taktslagið nær sjaldnast því valdi að það höggvi á
ræðuna. Hér er það alvenjulegt að heyra tvær áherslur hlið við
hlið í línunum án þess að ræðan rofni á milli. Bilið milli stýfða
liðarins og upphafs næstu línu virðist því geta verið jafngilt
venjulegu bili milli atkvæða inni í línunni, og segir setningaskip-
unin ein til um hvaða gildi það fær hverju sinni. (I línunum: „en
sá meinlausum bjó / forræði, fals og vél“ (16.6.4-5) mætti hugsa
sér að sams konar hlé sé milli „sá“ og „mein“ þar sem bæði fá
nokkurn þunga, og milli línanna (,,bjó/forræði“).) Þá vegur það
enn á móti ströngu braghléi milli lína hversu oft höfuðstafur er á
orði sem ekki þarf að kveða sterkt að, svo ræðan rennur þýðlegar
frá línu til línu.
I íslensku er karlrím oftast á einkvæðu orði, sjaldnar á seinni
lið samsetts þríkvæðs orðs, og í undantekningum á greini þrí-
kvæðra orða (sbr. „sól-skin/ið“ hér í upphafi). Hallgrímur fjölgar
rímkostum þess og rímar á endingum bæði tví- og þríkvæðra
orða („hugs-ítci" (2.3.2), „fylgj-and-z'“ (2.5.3.)) og seinni lið sam-
settra tvíkvæðra orða, sem hefur í för með sér tvær áherslur í röð
(„hóg-vœrt“ (1.19.4), eða orða með forskeyti („ó-mak“ (30.8.6)).
Kostir á kvenrími eru jafnframt auknir með því að ríma á þrí-
kvæðum orðum, samsettum, með forskeyti, eða einfaldlega
óskiptum, en einnig á stöku stað á tveimur orðum („út-valinn“
(33.5.6.), „ó-kvíðin“ (6.4.3), „stjórn-endur“ (8.18.2), „dvel ég“
(48.17.1)).
Þetta miðar allt að því að víkka út sigti rímsins og stækka safn
orðanna sem tengst geta því sem þarf að ríma. Því eykst upplýs-
ingamáttur rímtengslanna - það orð sem velst útilokar fleiri
möguleika en ella, - en um leið minnkar vald rímsins í mótun
formsins, því höfundurinn hefur meira frelsi. Rímið er nánast að-
eins „formsatriði" í sérstökum skilningi þess orðs og í myndun